Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 52
BRAGIJÓSEFSSON
Guðmundur Vikar Einarsson ■ okkuð hefur verið rætt og
á skurðstofunni H^kH ritað hér á landi um ófrjó-
í Læknahúsinu við Síðumúla. H^H semi kvenna og möguleika
I þeirra til að verða frjóar,
en minna um karlana. Þó er áætlað að
þegar orsök barnleysis hjóna finnst á
annað borð, sé ófrjósemi karlmannsins
ástæðan í um helmingi tilvika, á móti
álfka fjölda dæma þar sem orsökin finnst
hjá konunni. Stundum finnst engin skýr-
ing eða vandamál finnast hjá báðum
hjónanna. En hversu algengt er að hjón
vilji eignast barn en geti það ekki? „Oft-
ast hefur verið talið að um tíu af hundr-
aði hjónabanda séu barnlaus, þrátt fyrir
vilja hjónanna til að eignast barn. Senni-
lega er þessi tala hærri og í Bandaríkjun-
um er talið að allt að ein af hverjum sex
hjónum á barneignaraldri séu barnlaus
gegn vilja sínum.“ Það er Guðmundur
Vikar Einarsson sem hefur orðið. Hann
er þvagfæraskurðlæknir á handlækninga-
deild Landspítalans og rekur auk þess
eigin stofu með aðstöðu til skurðaðgerða
í Læknahúsinu við Síðumúla. Guðmund-
ur Vikar er einn af fáum læknum á ís-
landi sem karlmönnum er vísað til, vilji
þeir athuga hvort þeir eigi við ófrjósem-
isvandamál að stríða.
Kvensjúkdómalæknar eru á einu máli
um að eiginkonurnar séu fyrri til að at-
huga hvort þær séu ófrjóar. Stundum eru
það þeir sem senda eiginmennina í rann-
sókn hjá þvagfæraskurðlæknum. „Ég hef
ekki tölu á því hversu oft það eru kon-
urnar sem fara fyrst í rannsókn,“ segir
Guðmundur Vikar, „en það er langal-
gengast. Þó gæti verið að þetta sé eitt-
hvað að breytast. Oftast fara hjón að at-
huga málin eftir að hafa reynt án árang-
urs að eignast barn í um það bil eitt ár.
Þá leitar konan til kvensjúkdómalæknis,
ef til vill vegna þess að hún þekkir hann,
hefur fengið getnaðarvarnir hjá honum.
Kvensjúkdómalæknirinn lætur eigin-
manninn yfirleitt fara til þvagfæraskurð-
læknis eða í sæðisrannsókn. Stundum er
leitað til heimilislæknisins með þetta
vandamál og þá er algengt að hann sendi
bæði hjónin í rannsókn. Það er ástæðu-
laust að láta konuna fara í gegnum heil-
miklar rannsóknir án þess að karlmaður-
inn sé athugaður líka.“ Hefur Guð-
mundur Vikar orðið var við tregðu
karlmanna til að fara í rannsókn? „Já,
ekki get ég neitað því, en það hefur
breyst með breyttum tíðaranda. Einn og
einn sé ég alltaf sem hefur verið vísað
miklu fyrr til mín, en ekki látið sjá sig.“
Hvað ætli valdi þessu? „Tilhugsunin um
ófrjósemi virðist geta haft mikil áhrif á
karlmann sem einstakling þannig að
honum finnist hann vera minni karlmað-
ur fyrir vikið. Þess misskilnings gætir í
sambandi við ófrjósemi að menn rugla
henni saman við getuleysi. Ofrjósemi er
ekki getuleysi, þótt getuleysi geti verið
vandamál barnlausra hjónabanda. Oftast
er vandamálið þó allt annað."
ÝMSAR SKÝRINGAR TIL
Á ÓFRJÓSEMI
Þegar karlmaður kemur í rann-
sókn til mín vegna barnleysis í
hjónabandi byrja ég á að fá
sjúkrasögu mannsins og skoða
hann,“ heldur Guðmundur Vikar áfram.
„Ég sendi hann þegar í stað í sæðispróf
því það gefur oft til kynna hvort eitthvað
er að hjá honum. Skýringanna getur ver-
ið að leita í sjúkrasögu mannsins. Hettu-
sótt, lyf, meðferð vegna efnaskipta- eða
hormónasj úkdóma, vöðvauppbyggj andi
lyf (anabólar) og alvarlegar sýkingar á
borð við kynsjúkdóma sem geta stíflað
sæðisganga geta verið orsök ófrjósemi
hjá karlmönnum. Menn gera sér ekki
grein fyrir hve mikla áhættu þeir taka
þegar þeir eru að byggja upp vöðvana
með lyfjum. Anabólar hafa mjög slæm
áhrif á eistu manna. Kynsjúkdómar eru
annar alvarlegur áhættuþáttur og leiða
oft til ófrjósemi. Það er aldrei of gæti-
lega farið o^ það reyni ég að brýna fyrir
mönnum. Eg leita einnig eftir öðrum
hugsanlegum skýringum í sögu manns-
ins, eins og til dæmis hvernig honum
gengur að hafa samfarir."
TUTTUGU MILLJÓNIR Á
MILLILÍTRA
Telur Guðmundur Vikar að
menn hafi mikið gagn af skoð-
un af þessu tagi?
„Við skoðun geta komið
fram þekktar orsakir ófrjósemi. Ég at-
52 HFIMSMYND