Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 8

Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 8
FRÁ RITSTJÓRA Mars 1988,1. tbl. 3. árg. ÚTGEFANDI Ófeigur hf. Aðalstræti 4, 101 Reykjavík SÍMI 62 20 20 og 62 20 21 AUGLÝSINGASÍMI 173 66 RITSTJÓRI Herdís Porgeirsdóttir MEÐRITST JÓRI Ólína Þorvarðardóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI Ragnhildur Erla Bjarnadóttir STJÓRNARFORMAÐUR Kristinn Björnsson ÚTLIT Björgvin Ólafsson PROFARKALESTUR Hildur Finnsdóttir INNHEIMTA OG ÁSKRIFTIR Andrea Laufey Jónsdóttir FORSÍÐUMYND Friðþjófur Helgason LJOSMYNDARAR Friðþjófur Helgason Bragi Þ. Jósefsson Björgvin Pálsson UMBROT, LITGREINING OG PRENTUN Oddi hf. ÚTGÁFUSTJÓRN Herdís Þorgeirsdóttir Kristinn Björnsson Sigurður Gísli Pálmason Helgi Skúli Kjartansson Jóhann Páll Valdimarsson Ólafur Harðarson HEIMSMYND kemur út sjö sinnum árið 1988. Verð þessa eintaks í lausasölu er kr. 367. Sé áskrift HEIMSMYNDAR greidd með Eurocard er veittur rúmlega 40% afsláttur af útsöluverði en annars 20%. TÍMARITIÐ HEIMSMYND á tveggja ára afmœli nú í mars. Þegar blaðið kom fyrst út um miðjan mars árið 1986 spurðu margir hvort ekki vœri óðs manns œði að koma með enn eitt tímaritið á markaðinn. Aðstandendur þessa blaðs töldu svo ekki vera. Að vísu áttum við í harðri samkeppni við önnur tímarit og þá ekki síst tíma- ritið Mannlíf sem undirrituð hafði ritstýrt frá upphafi þar til HEIMSMYND var hrundið af stað. Á meðan önnur tímarit hafa skipt um eigendur og ritstjóra eða lagt upp laupana heldur HEIMSMYND sínu striki. Sam- keppnin er enn fyrir hendi en við sœkjum stöðugt í okk- ur veðrið. Efnistök okkar hafa verið þau sömu frá upp- hafi. Við leggjum áherslu á vandaðar greinar og viðtöl, hvort heldur er um stjórnmál, tísku eða tíðaranda. Af áskrifendum okkar sjáum við að lesendahópurinn er breiður; sjómenn, stjórnmálamenn, húsmœður, fólk í hinum og þessum greinum verslunar og þjónustu les blaðið. Það er okkur keppi- kefli að halda þessum fjöl- breytta lesendahópi. Virð- ing okkar fyrir lesendum felst í því að gera stöðugt þær kröfur að á síðum þessa blaðs sé lifandi efni unnið í samræmi við æðstu lögmál blaðamennskunnar um upplýsingamiðlun og trúverðugleika. Fastir starfsmenn HEIMS- MYNDAR eru eingöngu konur. Ólína Þorvarðardóttir hefur nú bæst í hópinn og er það mikið ánægjuefni. Hún hefur þegar vakið athygli alþjóðar fyrir skelegga frammistöðu sína sem fréttamað- ur á sjónvarpinu og við væntum þess að hún geri hið sama hér. Það kostar stundum blóð, svita og tár að koma út því blaði sem við teljum okkur geta verið stolt af. Oft verður fólk hissa þegar það kemur á skrifstofur okkar og sér hversu lítill íburður er hér. Svar okkar er að við leggjum allt í blaðið. Það er okkar stolt og það er það sem kemur fyrir sjónir ykkar. Við vitum líka að það þarf fleira í dansinn en fagra skóna . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.