Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 72
FRIÐÞJÖFUR HELGASON^
Hvað gerír hámenntaður
maður með toppeinkunnir frá
bandarískum háskóla þegar
hann kemur til íslands? Jú,
hann geríst
súkkulaðisérfræðingur hjá
Lindu . . .
Honum virðist allt vera í
„lukkunnar velstandi“ í leik-
húslífi þjóðarinnar, eins og
hann orðar það, og ekki
annað að sjá en íslendingar hafi næg
fjárráð til að setja upp góðar sýningar.
„Það er nýtt fyrir mér. Ég hef reyndar
bara séð bróðurpartinn af þeim á
myndbandi og á myndum, en þær virðast
flottar, þú veist.“
Þetta orðalag hljómar kunnuglega, og
bendir til þess að hann hafi lítið breyst
frá fyrri tíð.
„Veistu, ég fékk hálfgert taugaáfall
þegar þú sagðist vilja ræða fortíðina og
mig. Það voru tekin nokkur viðtöl við
mig þegar ég bjó úti í Kaupmannahöfn;
forsíðuviðtal í Vikunni, opnuviðtal í
Helgarpóstinum og svona blöðum. Þá
lagði maður út af lífi sínu og tilveru.
Maður gat logið svo miklu líka, - nóg að
hafa troðið upp í einhverju litlu leikhúsi
úti og fengið kannski örlítið umtal eða
skrif í blöðum þar; nóg til að verða
stjarna á íslandi. Þetta gildir ekki bara
um leikara og svoleiðis fólk. Við getum
bara ímyndað okkur einhvern efnafræð-
ing sem lærir úti í Bandaríkjunum. Við
skulum segja: MIT-maður úr vísindahá-
skóla, með toppeinkunnir. Hvað gerir
hann þegar hann kemur til íslands? Jú,
hann gerist súkkulaðisérfræðingur hjá
Lindu norður á Akureyri! Beint úr
kjarnorkurannsóknunum í Bandaríkjun-
um! Málið er að maður verður að sætta
sig við það, að þegar komið er til íslands
aftur, ja, ég segi nú kannski ekki að
maður komi sem minna en ekki neitt, en
maður kemur ekki með mikið vega-
nesti.“
7? HFIMRMYND