Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 77
Hk»
Hann beið í ár eftir okkur,“
segir Marín. „Honum var
ekki sama hver flytti í húsið
á eftir honum. Þcgar hann
hafði komið heim til okkar til að sjá
hvernig við byggum, ákvað hann að selja
okkur húsið. Hann var það ákveðinn í
að við fengjum það að hann beið þar til
við gátum farið út í kaupin."
„Við höfðum komið auga á húsið
hálfu ári fyrr og látið okkur dreyma um
að eignast það,“ segja þau.
Guðrún Arngrímsdóttir kaupkona í
Bezt byggði Marbakka sem sumarbústað
á stríðsárunum, í landi skyldfólks síns.
„Guðrún er enn á lífi í hárri elli,“ segir
Marín. „Ég hef heyrt henni lýst sem
mikilli hefðarkonu. Húsgögnin í húsið
voru sérkeypt frá Noregi. Hér voru lok-
rekkjur að norskum sið sem því miður
voru orðnar fúnar svo þær varð að rífa
úr húsinu. Guðrún byggði líka sundlaug
við húsið en Haukur fyllti hana vegna
þess að hann var orðinn þreyttur á að
hreinsa hana og veiða kettlinga og börn
upp úr henni. Hún er þó til undir fylling-
unni. Ég hef líka heyrt að í stofunni hafi
staðið stór flygill og oft hafi verið
skemmtilegur gestagangur hjá Guðrúnu.
Sagt er að hún hafi boðið upp á sjúss
eftir hvern áfanga í hleðslunni á húsinu
og sé það rétt hefur sú aðferð dugað vel.
Hleðslan er svo falleg.“
rót og oft láta selirnir í sér heyra líka.
Hér er ég í tengslum við náttúruna,
norðurljósin og stjörnurnar. Stundum
stend ég við vaskinn tímunum saman án
þess að gera nokkuð annað en að horfa.
I verstu veðrunum hefur sjórinn geng-
ið alveg yfir húsið, en nú er búið að
hlaða traustan varnargarð fyrir framan
húsið.“ Það er ekki laust við söknuð í
rómi Marínar þegar hún sýnir mér stóra
steingarðinn út um eldhúsgluggann.
Marbakki stendur í svo mikilli nálægð
við sjóinn að við liggur að maður sjái
flæða að húsinu í stórsteymsflóði. Slík
nálægð við sjóinn er víst ekki leyfð leng-
ur, hafi hún nokkurn tíma verið leyfð.
Best að hafa það hugfast að Marbakki
var upphaflega sumarbústaður.
Marín er ekki alin upp við
sjó, heldur í Smáíbúða-
hverfinu í Reykjavík. Ólaf-
ur ólst hins vegar upp við
sjóinn, í Vesturbænum í Reykjavík.
Hann kærir sig kollóttan um ásakanir
heittrúaðra Vesturbæinga um drottinsvik
og bendir félögum sínum í Vesturbænum
á að nú sé hann fluttur enn vestar. Ólaf-
ur heldur þó enn tryggð við KR þótt
hann hafi gegnt formennsku í Ung-
mennafélagi Bessastaðahrepps fljótlega
eftir að hann flutti á Álftanesið.
Marbakki hefur eitthvað
mjög dulmagnað við sig
sem erfitt er að útskýra. Ef
til vill er það nálægðin við
hafið sem fær mann til að trúa því að
fleira sé þar á ferli en augað sér. Ég færi
þetta í tal við Marínu. Hún verður svolít-
ið undirfurðuleg á svip og brosir. „Hauk-
ur hafði heyrt að hér væri norskur sjó-
maður á sveimi," segir hún. Það er aug-
ljóst að ekki er allt sagt enn. Ég geng á
hana. „Þú skalt tala um það við Óla þeg-
ar hann kemur úr húsunum," segir hún
loks og brosir. Best að athuga málið
nánar seinna.
Hvernig gengur sambúðin við
hafið? „Það er mikil umferð
hérna fyrir utan gluggann,"
segir Ólafur brosleitur og
bendir út um eldhúsgluggann. Ég sé ekk-
ert nema hafið og steinana. Skil ekki.
Jú: „Hér sigla skip og bátar af öllum
stærðum og gerðum framhjá. Fiskibát-
arnir eru næstir, gámaskipin fjær og um-
ferðin ótrúlega mikil.“
„Það er ekki til neitt betra en að vera
við sjóinn,“ segir Marín. „Hann hefur
alltaf góð áhrif, í hvernig skapi sem mað-
ur er. Hér verðum við mikið vör við alls
konar hljóð; veðurgný, fuglakvak, öldu-
Fleira fylgdi með Marbakka en
Marín og Ólafur hugðu þegar
þau fluttu á Álftanesið. Upp-
haflega heilluðust þau af hús-
inu og umhverfi þess. Þau hafði lengi
Fjölskyldan á Marbakka viö
arininn í stofunni sem er í elsta
hluta hússins. Á veggjum eru
skemmtilegar myndir en sú
litríkasta er eftir Jón Engilberts.
Frá vinstri: Magnús Orri, Ólafur,
Anna Marín, Marín og Ellert
Kristófer.
WCIMQMVMn 77