Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 77

Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 77
Hk» Hann beið í ár eftir okkur,“ segir Marín. „Honum var ekki sama hver flytti í húsið á eftir honum. Þcgar hann hafði komið heim til okkar til að sjá hvernig við byggum, ákvað hann að selja okkur húsið. Hann var það ákveðinn í að við fengjum það að hann beið þar til við gátum farið út í kaupin." „Við höfðum komið auga á húsið hálfu ári fyrr og látið okkur dreyma um að eignast það,“ segja þau. Guðrún Arngrímsdóttir kaupkona í Bezt byggði Marbakka sem sumarbústað á stríðsárunum, í landi skyldfólks síns. „Guðrún er enn á lífi í hárri elli,“ segir Marín. „Ég hef heyrt henni lýst sem mikilli hefðarkonu. Húsgögnin í húsið voru sérkeypt frá Noregi. Hér voru lok- rekkjur að norskum sið sem því miður voru orðnar fúnar svo þær varð að rífa úr húsinu. Guðrún byggði líka sundlaug við húsið en Haukur fyllti hana vegna þess að hann var orðinn þreyttur á að hreinsa hana og veiða kettlinga og börn upp úr henni. Hún er þó til undir fylling- unni. Ég hef líka heyrt að í stofunni hafi staðið stór flygill og oft hafi verið skemmtilegur gestagangur hjá Guðrúnu. Sagt er að hún hafi boðið upp á sjúss eftir hvern áfanga í hleðslunni á húsinu og sé það rétt hefur sú aðferð dugað vel. Hleðslan er svo falleg.“ rót og oft láta selirnir í sér heyra líka. Hér er ég í tengslum við náttúruna, norðurljósin og stjörnurnar. Stundum stend ég við vaskinn tímunum saman án þess að gera nokkuð annað en að horfa. I verstu veðrunum hefur sjórinn geng- ið alveg yfir húsið, en nú er búið að hlaða traustan varnargarð fyrir framan húsið.“ Það er ekki laust við söknuð í rómi Marínar þegar hún sýnir mér stóra steingarðinn út um eldhúsgluggann. Marbakki stendur í svo mikilli nálægð við sjóinn að við liggur að maður sjái flæða að húsinu í stórsteymsflóði. Slík nálægð við sjóinn er víst ekki leyfð leng- ur, hafi hún nokkurn tíma verið leyfð. Best að hafa það hugfast að Marbakki var upphaflega sumarbústaður. Marín er ekki alin upp við sjó, heldur í Smáíbúða- hverfinu í Reykjavík. Ólaf- ur ólst hins vegar upp við sjóinn, í Vesturbænum í Reykjavík. Hann kærir sig kollóttan um ásakanir heittrúaðra Vesturbæinga um drottinsvik og bendir félögum sínum í Vesturbænum á að nú sé hann fluttur enn vestar. Ólaf- ur heldur þó enn tryggð við KR þótt hann hafi gegnt formennsku í Ung- mennafélagi Bessastaðahrepps fljótlega eftir að hann flutti á Álftanesið. Marbakki hefur eitthvað mjög dulmagnað við sig sem erfitt er að útskýra. Ef til vill er það nálægðin við hafið sem fær mann til að trúa því að fleira sé þar á ferli en augað sér. Ég færi þetta í tal við Marínu. Hún verður svolít- ið undirfurðuleg á svip og brosir. „Hauk- ur hafði heyrt að hér væri norskur sjó- maður á sveimi," segir hún. Það er aug- ljóst að ekki er allt sagt enn. Ég geng á hana. „Þú skalt tala um það við Óla þeg- ar hann kemur úr húsunum," segir hún loks og brosir. Best að athuga málið nánar seinna. Hvernig gengur sambúðin við hafið? „Það er mikil umferð hérna fyrir utan gluggann," segir Ólafur brosleitur og bendir út um eldhúsgluggann. Ég sé ekk- ert nema hafið og steinana. Skil ekki. Jú: „Hér sigla skip og bátar af öllum stærðum og gerðum framhjá. Fiskibát- arnir eru næstir, gámaskipin fjær og um- ferðin ótrúlega mikil.“ „Það er ekki til neitt betra en að vera við sjóinn,“ segir Marín. „Hann hefur alltaf góð áhrif, í hvernig skapi sem mað- ur er. Hér verðum við mikið vör við alls konar hljóð; veðurgný, fuglakvak, öldu- Fleira fylgdi með Marbakka en Marín og Ólafur hugðu þegar þau fluttu á Álftanesið. Upp- haflega heilluðust þau af hús- inu og umhverfi þess. Þau hafði lengi Fjölskyldan á Marbakka viö arininn í stofunni sem er í elsta hluta hússins. Á veggjum eru skemmtilegar myndir en sú litríkasta er eftir Jón Engilberts. Frá vinstri: Magnús Orri, Ólafur, Anna Marín, Marín og Ellert Kristófer. WCIMQMVMn 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.