Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 53

Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 53
BRAGIJÖSEFSSON Bjarni Konráðsson læknir er sérmenntaður á sviði lækningarann- sókna og hefur lengi fengist við rannsóknir á sæðisfrumum auk ann- arra rannsókna. Auk þess er hann dósent í líffærafræði við Háskóla islands. Þær rannsóknir er Bjarni gerir á sæöisfrumum eru ýmiss konar: Sáðfrumutalning, greining á sáðfrumum í eðlilegar og óeðli- legar, hann athugar hreyfanleika þeirra og metur útlit sæðisins. Allt getur þetta gefið til kynna hvort karlmaður telst frjór eða ófrjór. Fjöldi sæðisfruma í fullfrískum karlmanni er yfirleitt frá sextíu upp í fimm til sex hundruð milljónir á millilítra en maðurinn getur talist frjór þótt fjöldinn fari niður í tuttugu milljónir á millilítra. Sæðisfrum- ur hreyfa sig mismikið en til að allt sé í lagi verða þær að geta synt eðlilega og komist 15-18 sentimetra leið upp í leg konunnar. í kulda minnkar hreyfanleiki frumanna og því verða menn að halda fullum stofuhita á sæðissýnunum sem komið er með til rannsóknar. Útlit sæðisins getur bent til að ekki sé allt með felldu; ef það er mjög seigt getur það bent til þess að það sé ekki eðlilegt. í smásjánni er hreyfanleiki sáðfrumanna fyrst metinn og flokkaður í mismunandi stig. Ekki er hægt að gefa algildar reglur heldur er þetta mat sem lærist með þjálfun. Síðan er sýnið strokið út á gler, fixerað og litað mismunandi eftir því hvað verið er að athuga. Meðal þess sem þá getur fundist eru bakteríur og blóð. Talning á sæðisfrumum fer fram með því að þynna sæðið með efnablöndu og skoða í fimmhundruð- faldri stækkun í smásjá. Bjarni notar eigin blöndu við þynninguna og segir að læknar noti mismunandi blöndur eftir því hvað hverjum reynist best. huga hvort eistun eru eðlileg. Mögulegt er að æðahaull við eista valdi ófrjósem- inni. Þá er orsökin bláæðar sem ekki vinna rétt. Það sem sæðisprófið getur upplýst er hvort sæðisfrumurnar eru nógu margar. Þær þurfa helst að vera yfir tuttugu millj- ónir í hverjum millilítra ef vel á að vera. Einnig þarf að athuga hversu vel þær hreyfa sig. Þær verða að hreyfa sig nægi- lega mikið ef frjóvgun á að geta átt sér stað. í þriðja lagi er svo athugað hvort sæðisfrumurnar hafa náð eðlilegum þroska. Oft þarf að taka nokkur sæðis- próf til að niðurstaðan sé marktæk. Auk þess fara menn í blóð- og þvagrann- sókn.“ NÝJAR ÚRLAUSNIR ALLTAF AÐ KOMA FRAM Er alltaf hægt að skýra ófrjó- semi? „í áttatíu og upp í níu- tíu prósent tilvika finnst or- sökin. En allt að fimmtungur tilfella er aldrei skýrður." Hverjar eru svo vonirnar um úrlausn ef ástæðan finnst? „Erfitt er að segja með fullri vissu hversu margir fá bata. Ég held að það sé þó innan við helming- ur þeirra sem við vandamál eiga að stríða. Ef ég veit að ekki er hægt að gera mikið til hjálpar segi ég mönnum frá því. Þá getur verið óþarfi að senda menn áfram í frekari rannsóknir eða meðferð. Hins vegar er alltaf eitthvað nýtt að ger- ast á þessu sviði. En vissulega vildi ég alltaf geta sagt að ég gæti hjálpað. í rauninni get ég aðeins sagt hvort mikil von eða lítil sé á að meðferð beri árang- ur. Mjög sjaldgæft er að maður geti enga von gefið.“ SMÁSJÁRAÐGERÐIR - AÐ TENGJA FRAMHJÁ Meðferðin getur verið lyfja- gjöf, skurðaðgerð eða hormónameðferð og í stöku tilfella erum við að fást við mótefni sem líkami mannsins hefur myndað gegn einhverjum þætti sæðisfrumanna, til dæmis við sýkingu. Á Landspítalanum er til dæmis hægt að tengja framhjá stífluðum sæðisgöng- um með skurðaðgerð. Þetta er smásjár- aðgerð og hliðstæð þeirri sem gerð er á konum með stíflaða eggjaleiðara. Þessi aðgerð hefur gefið sæmilegan árangur. Fyrir kemur að til okkar komi karl- maður sem hefur látið gera sig ófrjóan og vill láta „setja sig í samband" aftur. Við reynum það auðvitað. En það verð- ur aldrei nógu vel brýnt fyrir mönnum er þeir láta gera sig ófrjóa, að þeir verða að vera vissir og líta svo á að ekki verði aft- ur snúið." HEIMSMYND 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.