Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 97
Svava Johansen (efri mynd),
sem einnig rekur tískuverslun,
segist vilja sígildan klæönaö
meö rock'n roll ívafi. Gallabuxur,
kúrekastígvél, leður og rússkinn
eru í uppáhaldi hjá henni.
Bera Nordal (neðri mynd), for-
stöðumaður Listasafns íslands.
„Ég vel svart sem grunnfatnað.
Það er mjög hentugt. Með þessu
móti er hægt að blanda alls kon-
ar fötum saman og lífga uppá
með fylgihlutum.“
grannt með tískunni. Ragnhildur Hjalta-
dóttir er embættismaður í stjórnsýslunni.
Marta Bjarnadóttir er einn frumkvöðla á
sínu sviði en hún hóf rekstur tískuversl-
ana fyrir rúmum áratug. Og Hrafnhildur
Schram er listfræðingur sem lítur á fatn-
að „sem umhverfislist". Allar virðast
þessar konur hafa áhuga á fatnaði þótt
sumar þeirra kaupi meira af fötum en
aðrar. Allar eru þær hrifnar af svarta
litnum, tákni einfaldleika og glæsi-
mennsku. Og allar hafa þær velt vöngum
yfir litasamsetningu og hvaða fatnaður
sé viðeigandi við hin ýmsu tækifæri.
Stfll ræðst ekki af handahófi.
„Stfllinn er formið utan um
innihaldið og fólginn í yfirveg-
uðu samræmi, bæði í fötum og
framkomu," segir Hrafnhildur Schram
listfræðingur. „Með stflnum reynir mað-
ur að undirstrika eigin persónuleika."
„Stfll er fólginn í ákveðnum heildar-
svip frá toppi til táar, hvernig maður ber
sig og hvort hann samræmist persónu-
leika manns,“ segir Ragnhildur Hjalta-
dóttir, lögfræðingur í samgönguráðu-
neytinu. „Stfll manns mótast af starfi og
lífsmynstri. Ef ég væri leirkerasmiður á
Klapparstígnum væri ég eflaust með
annan stfl en ég hef sem embættismaður
í stjórnsýslunni. Mér finnst mikilvægt að
stfll undirstriki ekki bara hlutverkið sem
maður er í heldur einnig kvenleika. Þótt
maður hafi haslað sér völl á hefðbundnu
karlasviði þarf maður ekki að ganga inn í
karlímyndina í fatavali," segir Ragnhild-
ur.
Bera Nordal, forstöðumaður Lista-
safns íslands, leggur einnig mikla
áherslu á kvenleikann. „Ég er alltaf í
pilsi eða kjól. Geng aldrei í gallabuxum
því þær eru þvingandi. Ég legg áherslu á
mýkt og einfaldleika og geng í öllum
síddum. Ef ég ætti að nefna dæmi um
tískuhönnuð sem er mér að skapi væri
það Donna Karan í Bandaríkjunum.
Hún er á þessari einföldu, kvenlegu línu.
Ég hef orðið fyrir áhrifum frá móður
HEIMSMYND «7