Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 89
Þannig er
hins vegar tjáning
og sjáifskynjun
Árna Ingólfssonar.
Það er í senn spennandi og
skemmtilegt að skoða og velta
fyrír sér sjálfsmyndum
listamanna, en flestir hafa
þeir einhvem tímann á
ferlinum litið í spegil og fest
eigin ásjónu á mynd.
ná andlitssvipnum, og eru það oftast
teikniæfingar sem listamenn hafa gert á
sínum yngri árum. Aðrir hafa hins vegar
notað eigin ásjónu sem raunverulegt
myndefni í málverk sem eru fullkominn
hluti af persónulegum stfl eða formskrift
viðkomandi listamanna. Hvað varðar
myndgerðina þá eru íslenskir listamenn
einkar íhaldssamir. Þeir mála sig oftast
eina á léreftið, augliti til auglitis við
sjálfa sig eða spegilinn. Þeir sýna helst
eingöngu andlitið og kannski rétt niður
fyrir axlir. Sjálfsmyndir af íslenskum
listamönnum í fullri stærð eru sjaldséðar.
Þá er það athyglisvert að þeir eru ör-
sjaldan í hlutverki listmálarans á léreft-
inu og í flestum tilfellum er ógjörningur
að geta sér til um atvinnuheiti viðkom-
andi í lífinu. Þeir eru í fæstum tilfellum
„listmálaralegir" og er það nokkuð sér-
stætt í listasögunni því úti í hinum stóra
heimi má finna fjölda sjálfsmynda sem
eru umfram allt staðfesting eða yfirlýsing
á því að viðkomandi sé myndlistarmaður
og vilji láta muna eftir sér sem slíkum.
Sigurður Guðmundsson lítur blæbrigða-
laust á sjálfan sig/áhorfendur. Þórarinn
B. Þorláksson er í rómantískum stelling-
um með hönd undir kinn og virðist djúpt
sokkinn í hugsanir sínar. Manni dettur
helst í hug heimspekingur. Jón Stefáns-
son gerði af sér fjölda sjálfsmynda og er
hann einn af fáum íslenskum listamönn-
um sem málar sig með pensil og lita-
spjald í hönd. Staða Jóns í rýminu - 2/3 -
er svipuð í flestum þessum sjálfsmyndum
og er greinilegt að hann hefur málað sig
beint eftir spegilmyndinni, en munað að
setja litaspjaldið í rétta hönd! Júlíana
Sveinsdóttir málar sig oft á ólíkum ald-
ursskeiðum og má í raun lesa í gegnum
sjálfsmyndirnar þær breytingar sem urðu
í list hennar á löngum ferli. Ásgrímur
Jónsson þrengir að andlitinu og beitir
expressionískri litameðferð til að lýsa
eigin andliti. í einni af sjálfsmyndum Ás-
gríms, sem reyndar er sú minnsta, má ef
grannt er skoðað finna nokkrar málning-
arslettur á vinnublússunni. Þeir Jón Þor-
leifsson, Snorri Arinbjarnar og Þorvald-
ur Skúlason ganga enn lengra í þá átt að
gera sjálfsmyndina að sjálfstæðu lista-
verki, og segja má að andlitið á Jóni -
afgerandi litir og einföld teikning - sé
aðeins orðin stoð eða átylla til að mála
málverk. Jón Engilberts málaði af sér
HEIMSMYND fiq