Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 64
BÓKMENNTIR
EFTIR ÖLlNU PORVARÐARDÓTTUR
SYSTIR
GUNNLADAR
r
unnlaðar saga er álitin meistaraverk
Svövu Jakobsdóttur og hefur hlotið einróma lof.
Skáldkonan á þó margt ósagt við
bókmenntafræðinga og gagnrýnendur.
Nafn Svövu Jakobsdóttur skáldkonu
hefur löngum lifað í vitund almennings
sem aðalsmerki íslenskra kvenna-
bókmennta. Hún hefur um tveggja ára-
tuga skeið verið talin fyrirmynd annarra
kvenrithöfunda, verk hennar dæmi um
það hvernig kvennabókmenntir gerast
bestar. Sem skáld og rithöfundur á
Svava hins vegar margt óuppgert við
kvennabókmenntaumræðuna, og nú er
komið að uppgjöri skáldsins við þá bók-
menntastofnun.
Svövu Jakobsdóttur skaut upp sem
nýstárlegum rithöfundi á sjöunda ára-
tugnum. Fyrsta verk hennar var smá-
sagnasafnið Tólf konur og ekki löngu
síðar kom út Veisla undir grjótvegg, sem
vakti þegar verðskuldaða athygli. Með
Leigjandanum má segja að hún hafi þó
endanlega skipað sér sess í íslenskum
bókmenntum, en þeirri bók var mjög vel
tekið af gagnrýnendum og hún var til-
nefnd af íslands hálfu til bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs. Síðasta
verk Svövu, skáldsagan Gunnlaðar saga,
sem kom út fyrir síðustu jól, er að
margra dómi eitt fullkomnasta skáldverk
hennar, enda feikilega vel tekið af leik-
um sem lærðum. í þeirri bók tvinnar
höfundurinn saman tvo heima, af mikilli
snilld, goðheim og mannheim. sem á
köflum renna saman í vitund persón-
anna. Frásagnartækni Svövu á sér engan
líka, enda var bókin ekki hrist fram úr
erminni, segir hún. „Petta kostaði
margra ára vinnu og yfirlegu.“ Raunar
vinnur hún öll sín verk þannig, að efni-
viðurinn og formið er þegar tilbúið í
hugskoti hennar áður en skriftirnar hefj-
ast. „Formið og byggingin eru það mikil-
vægasta við samningu skáldverks, þannig
að þegar það liggur fyrir fer ég að skrifa
niður það sem er komið í hugann. Fyrstu
uppköst eru á máli sem enginn skilur
nema ég, og síðan útfæri ég það. En ég
vinn eins og aðrir íslendingar, í lotum."
Með tilkomu kvennabók-
menntaumræðunnar urðu
verk Svövu Jakobsdóttur
eitt helsta dæmið um það
sem nefnt hefur verið kvenlegur tjáning-
armáti. Málfar hennar, mannlýsingar og
efnismeðferð bera vott um að hún er
frumlegt skáld sem á erindi við samtíð
sína og talar til lesandans á sínum eigin
forsendum. í verkum hennar hefur frá
upphafi mátt greina það viðhorf, að kon-
an skuli sjálfri sér trú í því sem hún gerir,
og því beri henni sem skáldi að tala frá
eigin brjósti; hlusta á sína eigin rödd, í
stað þess að ganga eineygð að sjónarhóli
karlhefðarinnar og tala mál sem henni er
ekki eiginlegt.
„Öll skáld verða að vera sér meðvituð
um afstöðu sína til tungumálsins, per-
sónusköpunar og yrkisefna, sérflagi kon-
ur, því þær áttu mun erfiðara með að
ganga inn í bókmenntahefðina. Eitt af
R/t UCIMCUVkin