Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 64

Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 64
BÓKMENNTIR EFTIR ÖLlNU PORVARÐARDÓTTUR SYSTIR GUNNLADAR r unnlaðar saga er álitin meistaraverk Svövu Jakobsdóttur og hefur hlotið einróma lof. Skáldkonan á þó margt ósagt við bókmenntafræðinga og gagnrýnendur. Nafn Svövu Jakobsdóttur skáldkonu hefur löngum lifað í vitund almennings sem aðalsmerki íslenskra kvenna- bókmennta. Hún hefur um tveggja ára- tuga skeið verið talin fyrirmynd annarra kvenrithöfunda, verk hennar dæmi um það hvernig kvennabókmenntir gerast bestar. Sem skáld og rithöfundur á Svava hins vegar margt óuppgert við kvennabókmenntaumræðuna, og nú er komið að uppgjöri skáldsins við þá bók- menntastofnun. Svövu Jakobsdóttur skaut upp sem nýstárlegum rithöfundi á sjöunda ára- tugnum. Fyrsta verk hennar var smá- sagnasafnið Tólf konur og ekki löngu síðar kom út Veisla undir grjótvegg, sem vakti þegar verðskuldaða athygli. Með Leigjandanum má segja að hún hafi þó endanlega skipað sér sess í íslenskum bókmenntum, en þeirri bók var mjög vel tekið af gagnrýnendum og hún var til- nefnd af íslands hálfu til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Síðasta verk Svövu, skáldsagan Gunnlaðar saga, sem kom út fyrir síðustu jól, er að margra dómi eitt fullkomnasta skáldverk hennar, enda feikilega vel tekið af leik- um sem lærðum. í þeirri bók tvinnar höfundurinn saman tvo heima, af mikilli snilld, goðheim og mannheim. sem á köflum renna saman í vitund persón- anna. Frásagnartækni Svövu á sér engan líka, enda var bókin ekki hrist fram úr erminni, segir hún. „Petta kostaði margra ára vinnu og yfirlegu.“ Raunar vinnur hún öll sín verk þannig, að efni- viðurinn og formið er þegar tilbúið í hugskoti hennar áður en skriftirnar hefj- ast. „Formið og byggingin eru það mikil- vægasta við samningu skáldverks, þannig að þegar það liggur fyrir fer ég að skrifa niður það sem er komið í hugann. Fyrstu uppköst eru á máli sem enginn skilur nema ég, og síðan útfæri ég það. En ég vinn eins og aðrir íslendingar, í lotum." Með tilkomu kvennabók- menntaumræðunnar urðu verk Svövu Jakobsdóttur eitt helsta dæmið um það sem nefnt hefur verið kvenlegur tjáning- armáti. Málfar hennar, mannlýsingar og efnismeðferð bera vott um að hún er frumlegt skáld sem á erindi við samtíð sína og talar til lesandans á sínum eigin forsendum. í verkum hennar hefur frá upphafi mátt greina það viðhorf, að kon- an skuli sjálfri sér trú í því sem hún gerir, og því beri henni sem skáldi að tala frá eigin brjósti; hlusta á sína eigin rödd, í stað þess að ganga eineygð að sjónarhóli karlhefðarinnar og tala mál sem henni er ekki eiginlegt. „Öll skáld verða að vera sér meðvituð um afstöðu sína til tungumálsins, per- sónusköpunar og yrkisefna, sérflagi kon- ur, því þær áttu mun erfiðara með að ganga inn í bókmenntahefðina. Eitt af R/t UCIMCUVkin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.