Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 17

Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 17
STJORNMAL eftir ólInu þorvarðardóttur MÝKTIN HARÐNAR Með stöðugri fylgis- aukningu er Kvenna- listinn að verða stór- veldi í íslenskum stjómmálum. En hvers- konar stjórnmála- flokkur er fyrirbærið Kvennalisti? Þ ■ ær spru ær spruttu upp í íslenskum stjórn- málum fyrir um það bil sex árum, hálf- partinn eins og óboðinn gestur sem kveður sér hljóðs án þess að hafa verið spurður álits. Með stefnu „hinnar hag- sýnu húsmóður" í efnahagsmálum og „hin mjúku gildi“ að leiðarljósi hösluðu þær sér völl. Fyrst í bæjar- og sveitar- stjórnum árið 1982, þá í nafni Kvenna- framboðs, og ári síðar tóku þær sinn sess á löggjafarþingi þjóðarinnar, fengu þrjár þingkonur kjörnar: Sigríði Dúnu Krist- mundsdóttur, Guðrúnu Agnarsdóttur og Kristínu Halldórsdóttur. Þær eru raunar ekki fyrsta kvenna- frámboðið á íslandi, því íslenskar konur buðu fram sérstakan kvennalista við bæj- arstjórnarkosningar í Reykjavík árið 1908. Árið 1922 var einnig boðinn fram kvennalisti til Alþingis, og þá komst fyrsta íslenska konan á þing, Ingibjörg H. Bjarnason. En síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið. Á áttunda áratugnum reis hin BJÖRGVIN PALSSON nýja kvennahreyfing upp með afdráttar- lausa kröfu um jafnrétti á öllum sviðum. Áhrifin komu ekki samstundis í ljós, en urðu þó nokkur þegar fram liðu stundir. Víst er að veruleg viðhorfsbreyting hefur síðan orðið gagnvart stöðu og hlutskipti kvenþjóðarinnar og upp úr þeim jarð- vegi spratt Kvennalistinn. Sjálfar komu þær fagnandi inn á svið stjórnmálanna, en ollu um leið verulegum óróa og umræðu. Mjög skiptar skoð- anir voru um forsendur þess að bjóða fram sérstakan lista sem einvörðungu var skipaður konum, og ýmsar vanga- veltur voru uppi um það hvernig bæri að skilgreina þær í pólitíska litrófinu. Flestir voru þeirrar skoðunar að þær hefðu rauðleitan blæ, og til voru þeir sem álitu þær „eldrauðar", þótt þær skilgreindu framboð sitt þverpólitískt. Þær voru og tortryggðar af konum jafnt sem körlum, en tóku því sjálfar með ró. Sögðust komnar til að vera, og það tæki tíma fyr- ir karlpeninginn að átta sig á nýjum sessunaut. Á þeim sex árum sem liðin eru frá því Kvennalistinn kom fyrst fram á sjónar- sviðið hefur fylgi hans aukist jafnt og þétt. Þeim hefur einnig vaxið fiskur um hrygg, því fyrst buðu þær einungis fram í þremur kjördæmum, og hlutu þá fimm og hálft prósent atkvæða, en í síðustu al- þingiskosningum buðu þær fram í öllum kjördæmum og hlutu þá tíu prósent at- kvæða. Þingmannafjöldi þeirra jókst að sama skapi úr þremur í sex. „Nu má kavalererne fare at vare sig“ segja þær glaðbeittar, og ekki að ástæðu- lausu, því samkvæmt síðustu skoðana- könnun er Kvennalistinn nú orðinn þriðji stærsti stjórnmálaflokkur landsins og skortir aðeins um 1,3% fylgisaukn- ingu til að skjótast fram úr Framsóknar- flokknum. Rúmur hundraðshluti ætti ekki að vaxa þeim í augum þegar tekið er tillit til þess að fylgi Kvennalistans HEIMSMYND 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.