Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 80

Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 80
Living Design, eftir bandaríska konu, Elizabeth Gaynor, með ljósmyndum eft- ir finnskan ljósmyndara, Kaari Haavisto. í bókinni er aðeins sýnt frá þremur ís- lenskum heimilum; Marbakki er eitt þeirra. Ég hélt að höfundar hefðu ýkt einfaldleika heimilisins er ég sá bókina fyrst, en svo er ekki. Marín og Ólafur eru greinilega ekki ein af þeim sem mað- ur gefur styttur í jólagjöf. „Ég vil helst ekki aðra hluti í kringum mig en þá sem ég get notað,“ segir Marín. Svolítið svip- að og Ólafur segir um hestana: „Ég dæmi gæði hrossa eftir notagildi, ekki skrautreið," segir hann. „Það er eini mælikvarðinn á góðan hest.“ Meira að segja sjónvarp og myndbandstæki flokkast með nytjahlutum á Mar- bakka. Marín hefur starfað við kvikmyndagerð frá því hún „fékk bakteríuna“ eins og hún orðar það, er til stóð að taka kvikmyndina Enemy Mine hér á landi fyrir nokkrum árum. Svo Marín horfir á kvikmyndir í sjónvarpi af myndböndum til að búa sig undir næsta slag. Þegar kvikmyndagerðin er komin af stað gefst enginn tími til slíks. Marín á furðu fjölbreyttan feril að baki í íslenskri kvikmyndun. Starf hennar við Enemy Mine var meðal annars að mæla stærð og brjóstmál þingeyskra karlmanna, hluti af því sem fylgdi vinnu með staðarstjóra kvikmyndarinnar. „Ég fékk tvær mínút- ur til að ákveða hvort ég vildi vera með og var fyrst send til Húsavíkur til að velja fjörutíu statista í myndina. Það urðu að vera karlmenn yfir 1.80 á hæð með brjóstmál meira en metra. Ég hafði samband við leikfélagið og formaðurinn var mér mjög hjálplegur. Hún stefndi ótal karlmönnum til mín á hótelið og ég mældi þá alla; sýslumanninn, píparann og tölvugæjann, og tókst að ná í fjörutíu menn. Það er mesta synd að myndin skuli ekki hafa verið tekin hér á endan- um. Annars var starf staðarstjórans meðal annars að vera stuðpúði milli allra sem kvörtuðu. Bandarísku leikararnir voru sumir illa haldnir af stjörnustælum, ekkert var nógu gott fyrir þá, en Bret- arnir alveg ágætir. Sumir hér fengu doll- aramerki í augun, því það er ótrúlega mikill peningur í kvikmyndaiðnaðinum. Það er að segja þeim erlenda. En upp til hópa fannst mér íslendingarnir alveg frá- bærir. Við vorum sex vikur í Vestmanna- eyjum og þar reyndi á hvað þeir voru í rauninni góðir.“ Og það má til sanns vegar færa að þar með hafi Marín verið komin á bragðið. Næsta verkefni Marín- ar var sem aðstoðarframkvæmdastjóri Hvítra máva þeirra Stuðmanna. Síðan var hún framkvæmdastjóri kvikmyndar Hilmars Oddssonar, Eins og skepnan deyr. En skrifstofuvinnan og peninga- áhyggjurnar áttu ekki alls kostar við Ólafur hefur vinnuaðstöðu heima í stofunni í elsta hluta hússins og það kemur sér oft vel fyrir önnum kafinn mann. Ekki spillir að vera í félagsskap góðra bóka og myndverka. Marínu. „Ég er ekki nógu útsmogin í viðskiptum," segir hún. „Og svo var ég alltaf með hugann á tökustað. Þar vildi ég vera.“ Tækifærið kom er skriftan í Foxtrott veiktist og Marín fékk klukku- tíma til að ákveða sig og koma börnun- um fyrir. Síðan hélt hún austur á Reynis- fjall til fimm vikna dvalar. Eg er skorpumanneskja," segir Marín. „Og þetta líf á vel við mig. Stundum finnst mér mest gaman að vera mitt í hringið- unni, og í kvikmyndavinnunni reynir mikið á samstarfið. Þegar ég hef verið lengi í burtu hlakka ég mest til að koma aftur heim og hitta fjölskylduna mína. En það er gott að geta verið einn á milli. Ég fer oft ein í gönguferðir um nesið og nýt þess að geta fundið mér horn í húsinu þar sem ég er ein með sjálfri mér.“ Marbakki býður upp á það öðrum húsum fremur að fjölskyldumeð- limir geti verið út af fyrir sig, allir fimm og jafnvel allir átta. Og jafn auðveldlega getur húsið breyst í margra manna sam- komustað. Oft eru heilu reiðflotarnir saman komnir við langborðið að fá sér hressingu, enda segja þau að hesta- mennskan sé að fjórða hluta að minnsta kosti félagsskapurinn við aðra. Annar fjórðungur er að hirða hestana sjálfur og ferðalögin helmingurinn. „Húsið verður alltaf nógu stórt til að rúma þá sem hing- að vilja koma,“ bætir Ólafur við. Vel á minnst, á hann kannski við ein- hverja fleiri en hestamenn og aðra vini? Hvað með ósýnilega gesti? „Óli er einhver jarðbundnasti maður sem ég þekki," segir Marín í viðvörunar- tóni þegar hún gerir sér grein fyrir að mig langar að heyra hvort hann hafi orð- ið einhvers var. „Hér heyrast auðvitað ýmiss konar hljóð úr náttúrunni," segir Ólafur. „Við þekkjum hljóðin í sjónum, í þakinu, frostbresti í viðnum, og hljóðin í dýrunum og umhverfis húsið. Það var um kvöldið þann 2. janúar síðastliðinn að við Anna Marín dóttir mín vorum hvort í sínu herberginu sem snýr út að hlaðinu og heyrðum bæði umgang. Ég hélt að Marín væri að koma heim. Ég leit á stofudyrnar en enginn kom inn. Stuttu seinna er eins og einhver detti frammi og dynkir heyrast. Ég hugsa í hálfkæringi; kannski þeir séu að dansa kringum jólatréð, án þess að hugleiða hverjir þeir séu. Við Anna Marín heyrð- um þetta bæði greinilega og eftir að Marín kom heim heyrðum við í þriðja sinn umgang sem ómögulegt er að skýra með nokkurri skynsemi. Við vorum þrjú vitni að þessum hljóðum og höfum enga skýringu fengið á þeim.“ Olafur er samt vantrúaður á svip en bætir svo við: „En hér er nóg húsrými og ef einhver getur nýtt sér húsið með okkur á þennan hátt, er það alveg sjálfsagt." □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.