Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 39
FRIÐÞJÓFUR HELGASON
Ómar og Helga kona hans með tvö elstu börnin. „Helga er ótrúlega
sterk. Hún hefur verið mér mikill bakhjarl öll þessi ár og hjónaband
okkar er mjög gott.“
Ómar á vinnustað sínum, fréttastofu sjónvarpsins. „í okkar litla
kunningjaþjóðfélagi verður maður stöðugt að vera á varðbergi, bæði
sem fréttamaður og skemmtikraftur."
aldrei hefur bragðað áfengi. „Ég var
þunglyndur sem unglingur og hegðunar-
mynstur mitt allt var eins og alkóhólista
sem dettur í það og þarf til þess ákveð-
inn tíma. Ég lagðist í iðjuleysi og von-
leysi sem stóð yfir í nokkra daga. Þetta
skeið gekk yfir og á fullorðinsárum mín-
um hef ég ekki leyft mér að sökkva mér
ofan í vandamál."
Móðir hans var 19 ára gömul
þegar hún gekk með hann
og faðirinn, sem ók vöru-
bfl, árinu yngri. „Ég var
eina barnið hennar sem fæddist á spítala
en á fósturskeiðinu var mér vart hugað
líf og því þótti ráðlegt að hún fæddi mig
á sjúkrastofnun. Yngri systkini mín fimm
fæddust hins vegar öll heima. Þetta var
þungt heimili þar sem foreldrar mínir
byrjuðu með tvær hendur tómar. Þau
voru harðdugleg og það leið ekki á löngu
áður en þau gátu komið sér upp þaki yfir
höfuðið. Þar sem lífsbaráttan var hörð
þurftu þau hins vegar að leigja út nánast
allar vistarverur og fjölskyldan hafðist
við í einu herbergi lengi framan af.“
Hann lýsir æskuheimili sínu sem
venjulegu íslensku alþýðuheimili. „Við
bjuggum í verkamannahverfi en ekki í
verkamannabústað. Það lýsir afstöðu
mömmu mjög vel. Hún hefur verið virk í
Sjálfstæðisflokknum og trúað á íslenska
drauminn um að vinna sig upp. Allt
hennar fólk var duglegt og verklagið.
Jónína móðir mín er dóttir Þorfinns
Guðbrandssonar múrara sem ættaður er
úr Skaftafellssýslu, en bróðursonur hans
og náfrændi mömmu, Ingólfur Guð-
brandsson, sver sig mjög í ættina. Þau
búa yfir miklum viljastyrk, samviskusemi
og elju sem hefur fleytt þeim áfram.
Ragnar faðir minn er bakarasonur, en í
hans ætt eru líka háskólamenn sem
höfðu áhrif á mig f uppvextinum eins og
ömmubræður mínir, síra Einar og Jón
Guðnasynir. Þeir voru miklir fróðleiks-
menn. Annar vissi allt um ættir í Dala-
og Strandasýslum frá 1703 og hinn hafði
allar kosningatölur norðan Alpafjalla frá
stríðslokum á hreinu.“
Óljóst er hins vegar hvaðan leikhæfi-
leikar Ómars eru komnir. Hann byrjaði
ungur að skemmta fólki og einhver ná-
kominn lýsti því svo að Ómar hefði sog-
ast inn í skemmtibransann ungur að ár-
um og ekki átt þaðan afturkvæmt.
„Sem barn og unglingur var ég klaufa-
legur, álappalegur, jafnvel alvörupefinn
og hafði mikinn áhuga á pólitík. Ég var
kallaður prófessorinn á heimilinu sökum
bókaáhuga míns og kannski iðrast ég
þess mest í lífinu að hafa hætt í námi.“
Hann lauk tveimur árum í lagadeild Há-
skólans en þegar á menntaskólaárunum
var hann kominn á kaf í að skemmta
fólki. „Ég festi kaup á íbúð í fimmta
bekk,“ segir hann hróðugur. Ragnar
Arnalds skólabróðir hans tók við hann
HEIMSMYND 39