Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 39

Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 39
FRIÐÞJÓFUR HELGASON Ómar og Helga kona hans með tvö elstu börnin. „Helga er ótrúlega sterk. Hún hefur verið mér mikill bakhjarl öll þessi ár og hjónaband okkar er mjög gott.“ Ómar á vinnustað sínum, fréttastofu sjónvarpsins. „í okkar litla kunningjaþjóðfélagi verður maður stöðugt að vera á varðbergi, bæði sem fréttamaður og skemmtikraftur." aldrei hefur bragðað áfengi. „Ég var þunglyndur sem unglingur og hegðunar- mynstur mitt allt var eins og alkóhólista sem dettur í það og þarf til þess ákveð- inn tíma. Ég lagðist í iðjuleysi og von- leysi sem stóð yfir í nokkra daga. Þetta skeið gekk yfir og á fullorðinsárum mín- um hef ég ekki leyft mér að sökkva mér ofan í vandamál." Móðir hans var 19 ára gömul þegar hún gekk með hann og faðirinn, sem ók vöru- bfl, árinu yngri. „Ég var eina barnið hennar sem fæddist á spítala en á fósturskeiðinu var mér vart hugað líf og því þótti ráðlegt að hún fæddi mig á sjúkrastofnun. Yngri systkini mín fimm fæddust hins vegar öll heima. Þetta var þungt heimili þar sem foreldrar mínir byrjuðu með tvær hendur tómar. Þau voru harðdugleg og það leið ekki á löngu áður en þau gátu komið sér upp þaki yfir höfuðið. Þar sem lífsbaráttan var hörð þurftu þau hins vegar að leigja út nánast allar vistarverur og fjölskyldan hafðist við í einu herbergi lengi framan af.“ Hann lýsir æskuheimili sínu sem venjulegu íslensku alþýðuheimili. „Við bjuggum í verkamannahverfi en ekki í verkamannabústað. Það lýsir afstöðu mömmu mjög vel. Hún hefur verið virk í Sjálfstæðisflokknum og trúað á íslenska drauminn um að vinna sig upp. Allt hennar fólk var duglegt og verklagið. Jónína móðir mín er dóttir Þorfinns Guðbrandssonar múrara sem ættaður er úr Skaftafellssýslu, en bróðursonur hans og náfrændi mömmu, Ingólfur Guð- brandsson, sver sig mjög í ættina. Þau búa yfir miklum viljastyrk, samviskusemi og elju sem hefur fleytt þeim áfram. Ragnar faðir minn er bakarasonur, en í hans ætt eru líka háskólamenn sem höfðu áhrif á mig f uppvextinum eins og ömmubræður mínir, síra Einar og Jón Guðnasynir. Þeir voru miklir fróðleiks- menn. Annar vissi allt um ættir í Dala- og Strandasýslum frá 1703 og hinn hafði allar kosningatölur norðan Alpafjalla frá stríðslokum á hreinu.“ Óljóst er hins vegar hvaðan leikhæfi- leikar Ómars eru komnir. Hann byrjaði ungur að skemmta fólki og einhver ná- kominn lýsti því svo að Ómar hefði sog- ast inn í skemmtibransann ungur að ár- um og ekki átt þaðan afturkvæmt. „Sem barn og unglingur var ég klaufa- legur, álappalegur, jafnvel alvörupefinn og hafði mikinn áhuga á pólitík. Ég var kallaður prófessorinn á heimilinu sökum bókaáhuga míns og kannski iðrast ég þess mest í lífinu að hafa hætt í námi.“ Hann lauk tveimur árum í lagadeild Há- skólans en þegar á menntaskólaárunum var hann kominn á kaf í að skemmta fólki. „Ég festi kaup á íbúð í fimmta bekk,“ segir hann hróðugur. Ragnar Arnalds skólabróðir hans tók við hann HEIMSMYND 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.