Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 19

Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 19
mála. Og það leiðir hugann að stefnu- miðum þeirra og forsendum. Þær eru komnar á eigin forsendum, og gera þá afdráttarlausu kröfu að þær eigi sinn þegnrétt í samfélaginu, sem konur. Þær segja jafnréttið aldrei geta orðið að veru- leika, nema konur taki sér réttinn til að móta þann heim, eða það hús sem þær lifa í. „Við viljum móta kvennapólitíska stefnu, þar sem öll mál eru skoðuð út frá sjónarhóli kvenna. Við höfnum jafnrétt- ishugtakinu eins og það hefur verið not- að undanfarna áratugi, þar sem gengið er út frá því að afmá öll sérkenni kvenna og móta þær í mynd karlmannsins, eins og „hið karlmannlega sé hið rétta og æskilega,“ segja þær. Þess vegna kalla þær sig þingkonur en ekki þingmenn. Til að undirbyggja þessa hugsun taka þær dæmisögu af húsbyggingu: „I raun má líkja því jafnrétti, sem talað er um, við eitt sköpunarverk karlmannsins, hús sem hann hefur reist sér til búsetu. Hann hef- ur meira að segja notað til þess nokkur þúsund ár. Nú opnar hann dyrnar og segir við konuna: „Gjörðu svo vel, allt mitt er þitt, láttu bara eins og þú sért heima hjá þér!“ En konan teiknaði ekki þetta hús, byggði það ekki, og réð hvorki lit þess né lögun. Er furða þótt hún vilji byggja við? Eða jafnvel byggja nýtt hús, sem er þá í fyllingu tímans hægt að tengja húsi karlsins með skemmtilegri göngugötu?“ spyrja þær. að er einmitt þetta sjónarhorn þeirra sem sumir hafa látið fara fyrir brjóstið á sér, og jafnvel nefnt aðskilnaðar- stefnu. En þær svara því til, að þá fyrst geti konur og karlar unnið saman, að karlar viðurkenni og tileinki sér reynslu- heim kvenna á sama hátt og konur til- einki sér það besta og lífvænlegasta af viðhorfum karla. „Við höfum engan áhuga á að klifra upp í tröppu karl- mannsins. Við erum ágætar eins og við erum og þurfum ekkert að líkja eftir körlum.“ Það hefur greinilega mikið vatn til sjávar runnið síðan Rauðsokkurnar kvöddu sér hljóðs fyrir um það bil tveim- ur áratugum, með kröfuna um tvímæla- lausan rétt konunnar til að hasla sér völl á vettvangi karla, og frelsun undan áþján eldhússins. Ekki annað að sjá en áhersl- urnar hafi alveg snúist við. Ýmsum kvenfrelsissinnum þykir sem áherslan á hið kvenlega sé orðin full sterk; hún festi konuna í sínu hefðbundna hlutverki, verði dýrkun á kvenreynslunni, sams konar dýrkun og fjötraði konuna um ald- ir. Þær láta sér fátt um finnast og segja sem svo, að femínismi Kvennalistans sé „örlátur en ekki útilokandi" og bæta því við að sá sé munurinn, að gamla goðsag- an um konuna hafi byggst á skilgreiningu karlhefðarinnar á hlutverki hennar. „Konan á að skilgreina sig sjálf." Þær segjast vera afskaplega miklir mannvinir. „Það að fylgja konum að málum þýðir ekki að sá hinn sami sé á móti körlum. En við hugum fyrst og fremst að okkar málum, eins og eðlilegt er, enda tími til kominn. Það sem okkur varðar er hlutskipti kvenna og barna, og við reynum að líta á málin út frá eigin sjónarhóli. Hvað kemur aukamótor í Áburðarverksmiðjunni konum og börn- um við, til dæmis? Þannig vinnum við okkar afstöðu, við tökum mið af okkar eigin reynsluheimi.“ I þessum anda hafa þær lagt áherslu á málefni á borð við dagvistunarmál, skólamál, heilbrigðis- og tryggingamál, umhverfismál, húsnæðismál og friðar- og utanríkismál, svo eitthvað sé nefnt. Þess- ir málaflokkar falla flestir undir það sem hingað til hefur verið nefnt kvennamál- efni eða „mjúku málin“, og þær sjá ekki ástæðu til að amast við þeirri nafngift. „Það hefur verið hlutverk konunnar að vernda líf og viðhalda því. Konur ganga með og fæða börnin, og annast uppeldi þeirra. Vinnustaður þeirra hefur verið inni á heimilinu eða þar í námunda, þar sem konur hafa þróað sínar sérstöku að- ferðir við matargerð, fatasaum, Ijós- móðurstörf, uppeldi og kennslu barna, þvotta og önnur þrif, hjúkrun og um- önnun sjúkra og aldraðra,“ segja þær. Eða með öðrum orðum: stefnumótunin byggist á kvennamenningu. Ekki er fyrirséð hvernig vegur þeirra verður þegar til lengri tíma er litið, en hitt er víst, að þær hafa haslað sér völl, enda komnar til að vera, eins og þær segja sjálfar. □ Við kusum að taka íyrst út þau mál sem ekki yrði hvikað frá og ákváðum að byrja á því að láta reyna á stærstu málin. BJÖRGVIN PALSSON Þingflokkur kvennalistans. Kristín Halldórsdóttir, Guörún Agnarsdóttir, Danfríður Skarphéðinsdóttir, Málfríður Sigurðardóttir, Kristín Einarsdóttir og Sigríður Lilly Baldursdóttir. HEIMSMYND 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.