Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 108
Vilhjálmsson hættur í ráðinu, og tveir
varamenn sjálfstæðisflokksins komnir í
þeirra stað: Jón Þorgilsson, sveitarstjóri
á Hellu, og Árdís Þórðardóttir rekstrar-
hagfræðingur. Þorsteinn Pálsson hafði
sjálfdæmi í málinu og ekki annað fyrir
Tryggva að gera en draga sig til baka, úr
því svona var komið. Hann hafði áður
samband við varamenn Sjálfstæðis-
flokksins og tjáði þeim að hann hefði
vissulega metnað til starfsins, en myndi
ekki vilja vera í þessu vali nema hann
hlyti stuðning að minnsta kosti annars
sj álfstæðismannsins.
„Pau lýstu því bæði yfir að þau myndu
yfirvega afstöðu sína vel,“ segir hann.
Og á síðum dagblaðanna mátti lesa þau
ummæli Árdísar Þórðardóttur, að hún
hygðist leggjast undir feld.
Öllum er ljóst hver niðurstaða málsins
varð á bankaráðsfundi Landsbankans
þann 14. janúar, þar sem Kristinn Finn-
bogason gegndi formennsku í fjarveru
Péturs Sigurðssonar. Þrátt fyrir ötulan
atbeina bankastarfsmanna, sem höfðu
tvívegis ályktað vegna málsins, hafði
Tryggvi dregið sig til baka. Sverrir Her-
mannsson var ráðinn landsbankastjóri
með þremur atkvæðum af fimm: Kristins
Finnbogasonar, Árdísar Þórðardóttur og
Jóns Þorgilssonar.
Að kosningunni aflokinni varð
uppi fótur og fit í ráðinu.
Eyjólfur K. Sigurðsson, full-
trúi Alþýðuflokksins, lagði
fram bókun þar sem hann mótmælti
þeim vinnubrögðum sem viðhöfð höfðu
verið frá upphafi málsins, og sat þess
vegna hjá við kosninguna. Lúðvík Jós-
efsson lagði einnig fram bókun þar sem
segir að með „ólöglegum" og „ósæmileg-
um“ afskiptum sínum hafi ríkisstjórnin
með „ofríki" hindrað öll eðlileg störf
bankaráðs varðandi ráðningu banka-
stjóra Landsbankans.
„Eg er bankaráði, og öllum sem hlut
áttu að máli, afar þakklátur fyrir það
traust sem mér er sýnt með þessari ráðn-
ingu, og í mínum huga eru engin sárindi.
Enda er ég sjóaður maður úr pólitík-
inni,“ segir Sverrir Hermannsson.
„Vissulega vekja þessar málalyktir
upp spurningar um hlutverk bankaráð-
anna yfirleitt,“ segir Tryggvi. „Ef póli-
tíkusar eru að hafa bein afskipti af
ákvarðanatöku bankaráðanna, hver ber
þá ábyrgðina ef illa fer? Ábyrgð og vald
verða að haldast í hendur."
Sú spurning vaknar óhjákvæmilega, að
hve miklu leyti þessi atburðarás hafi haft
áhrif á hugarfar Tryggva Pálssonar til
Sjálfstæðisflokksins, því þótt hann hafi
að eigin sögn ekki lagt í slaginn á flokks-
pólitískum forsendum, er ljóst að hann
treysti á sjálfstæðismenn. Hann taldi sig
upphaflega njóta trausts allra bankaráðs-
manna, og þá ekki síst Péturs Sigurðs-
sonar, og vildi greinilega ekki verða und-
ir í kosningu þar sem hvorugur sjálfstæð-
isfulltrúinn styddi hann.
Hann segist ekki ætla að yfirgefa Sjálf-
stæðisflokkinn vegna þessa máls, og
vitnar í hugsjón og framkvæmd, þar að
lútandi. En það leiðir aftur hugann að
pólitískri fortíð, því Tryggvi hefur ekki
alla tíð verið sjálfstæðismaður.
„Ég gekk í Heimdall á menntaskólaár-
unum, því ég hafði þá mikinn áhuga á
félagsmálum. En einhvern veginn líkaði
mér ekki félagsskapurinn við pabba-
drengina, sem stundum voru nefndir
svo, þannig að ég var í rauninni aldrei
virkur innan þeirra vébanda. Á þessum
árum, undir lok viðreisnartímabilsins,
var mikil gerjun í þjóðfélagsmálum. Við
Halldór Kr. Júlíusson, sem nú er for-
stjóri Sólheima, vorum saman til sjós, og
töluðum mikið um pólitík. Því lyktaði
þannig að haustið 1968 gengum við báðir
í Félag ungra jafnaðarmanna, þar sem ég
starfaði af krafti í tvö ár.“ En Tryggva
hefur sjálfsagt fundist hann hafa farið úr
öskunni í eldinn, því hann átti erfitt með
að sitja fundi sem „snerust að mestu um
störf skemmtinefndar.“
að má eiginlega segja að ör-
lögin hafi endanlega skipað
honum sess í Sjálfstæðis-
flokknum á nýjan leik. Það
gerðist þegar hann skráði sig í Háskól-
ann.
í Stúdentafélagskosningum um vetur-
inn var útlit fyrir að Vaka, félag lýðræð-
issinnaðra stúdenta, myndi tapa kosning-
unum, og því var settur upp einhvers
konar frjálslyndur listi, þar sem Tryggvi
tók sæti ásamt fleirum. Fyrir þá sem ekki
þekkja til stúdentapólitíkur má geta þess
að Vaka hefur í gegnum tíðina verið álit-
in útibú Sjálfstæðisflokksins í Háskólan-
um. En það er ekki að orðlengja það, að
Samband ungra jafnaðarmanna brást
ókvæða við leiðveislu Tryggva á lista
hægrimanna í Háskólanum, og stóð jafn-
vel til að vísa honum úr þeirra röðum.
Gylfi Þ. Gíslason ku hafa komið í veg
fyrir brottrekstur Tryggva, „en þetta
varð þó til þess að ég hætti öllum sam-
skiptum við Alþýðuflokkinn," segir
hann. Tryggvi hefur síðan ekki haft nein
bein afskipti af stjórnmálum, þar til fyrir
síðustu kosningar að hann gekk í Sjálf-
stæðisflokkinn fyrir prófkjör í Reykja-
vík.
„Ég er alinn upp á heimili þar sem
stjórnmál voru fremur lítið rædd. Ég
fékk þó nasasjón af pólitíkinni, bæði í
gegnum Ásgeir afa minn, og eins Gunn-
ar Thoroddsen sem var nátengdur fjöl-
skyldunni. Ég hef alla tíð hugsað mér
mitt starfssvið utan pólitíkur. I rauninni
held ég að enginn komist heilskinna út
úr stjórnmálabaráttu. Ég á mjög erfitt
með að sætta mig við vissar hliðar henn-
ar og þau vinnubrögð sem stundum tíðk-
ast. Maður spyr sig ósjálfrátt: Hvers
konar fólk er það sem fæst til að fara í
pólitík í dag?“
En ungum athafnamanni standa ýmsar
dyr opnar, og nú hefur Tryggvi Pálsson
verið ráðinn bankastjóri Verslunarbank-
ans, þar sem hann býst við að taka til
starfa um miðjan marsmánuð. Áður
hafði sá orðrómur komist á kreik að Jón
Sigurðsson viðskiptaráðherra hefði boð-
ið honum verkefni á vegum ráðuneytis-
ins. Tryggvi játar því hvorki né neitar.
Eg vil ekki dvelja við það sem
liðið er, heldur horfa fram á
veginn. Verslunarbankinn
hefur góðu starfsfólki á að
skipa, og á einnig góða viðskiptavini. Ég
veit að þar bíða mín mörg áhugaverð
verkefni sem miða að því að nýta þá
möguleika sem Verslunarbankinn býður
upp á. Hvað varðar landsbankastjóra-
málið þá er það að baki. Ég var á engan
hátt sjálfsagður í stöðu landsbankastjóra,
og margir hæfir menn, jafnt innan bank-
ans sem utan, hefðu átt að koma til
greina auk okkar Sverris. Þetta mál sner-
ist að sjálfsögðu ekki um persónur,
hvorki Þorstein Pálsson, Sverri Her-
mannsson né mig. Það snerist einfald-
lega um það hvert skuli vera valdsvið
bankaráða í viðskiptabönkum ríkisins.
Hvort stórar ákvarðanir skuli teknar í
bankaráðunum, eða í bakherbergjum
stjórnmálaflokka. Og það er býsna langt
gengið ef það þarf að einkavæða ríkis-
bankana til að forða þeim undan Sjálf-
stæðisflokknum ..." Andartaks hik,
síðan bætir hann við: „Og öðrum flokk-
um.“ □
108 HEIMSMYND