Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 108

Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 108
Vilhjálmsson hættur í ráðinu, og tveir varamenn sjálfstæðisflokksins komnir í þeirra stað: Jón Þorgilsson, sveitarstjóri á Hellu, og Árdís Þórðardóttir rekstrar- hagfræðingur. Þorsteinn Pálsson hafði sjálfdæmi í málinu og ekki annað fyrir Tryggva að gera en draga sig til baka, úr því svona var komið. Hann hafði áður samband við varamenn Sjálfstæðis- flokksins og tjáði þeim að hann hefði vissulega metnað til starfsins, en myndi ekki vilja vera í þessu vali nema hann hlyti stuðning að minnsta kosti annars sj álfstæðismannsins. „Pau lýstu því bæði yfir að þau myndu yfirvega afstöðu sína vel,“ segir hann. Og á síðum dagblaðanna mátti lesa þau ummæli Árdísar Þórðardóttur, að hún hygðist leggjast undir feld. Öllum er ljóst hver niðurstaða málsins varð á bankaráðsfundi Landsbankans þann 14. janúar, þar sem Kristinn Finn- bogason gegndi formennsku í fjarveru Péturs Sigurðssonar. Þrátt fyrir ötulan atbeina bankastarfsmanna, sem höfðu tvívegis ályktað vegna málsins, hafði Tryggvi dregið sig til baka. Sverrir Her- mannsson var ráðinn landsbankastjóri með þremur atkvæðum af fimm: Kristins Finnbogasonar, Árdísar Þórðardóttur og Jóns Þorgilssonar. Að kosningunni aflokinni varð uppi fótur og fit í ráðinu. Eyjólfur K. Sigurðsson, full- trúi Alþýðuflokksins, lagði fram bókun þar sem hann mótmælti þeim vinnubrögðum sem viðhöfð höfðu verið frá upphafi málsins, og sat þess vegna hjá við kosninguna. Lúðvík Jós- efsson lagði einnig fram bókun þar sem segir að með „ólöglegum" og „ósæmileg- um“ afskiptum sínum hafi ríkisstjórnin með „ofríki" hindrað öll eðlileg störf bankaráðs varðandi ráðningu banka- stjóra Landsbankans. „Eg er bankaráði, og öllum sem hlut áttu að máli, afar þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt með þessari ráðn- ingu, og í mínum huga eru engin sárindi. Enda er ég sjóaður maður úr pólitík- inni,“ segir Sverrir Hermannsson. „Vissulega vekja þessar málalyktir upp spurningar um hlutverk bankaráð- anna yfirleitt,“ segir Tryggvi. „Ef póli- tíkusar eru að hafa bein afskipti af ákvarðanatöku bankaráðanna, hver ber þá ábyrgðina ef illa fer? Ábyrgð og vald verða að haldast í hendur." Sú spurning vaknar óhjákvæmilega, að hve miklu leyti þessi atburðarás hafi haft áhrif á hugarfar Tryggva Pálssonar til Sjálfstæðisflokksins, því þótt hann hafi að eigin sögn ekki lagt í slaginn á flokks- pólitískum forsendum, er ljóst að hann treysti á sjálfstæðismenn. Hann taldi sig upphaflega njóta trausts allra bankaráðs- manna, og þá ekki síst Péturs Sigurðs- sonar, og vildi greinilega ekki verða und- ir í kosningu þar sem hvorugur sjálfstæð- isfulltrúinn styddi hann. Hann segist ekki ætla að yfirgefa Sjálf- stæðisflokkinn vegna þessa máls, og vitnar í hugsjón og framkvæmd, þar að lútandi. En það leiðir aftur hugann að pólitískri fortíð, því Tryggvi hefur ekki alla tíð verið sjálfstæðismaður. „Ég gekk í Heimdall á menntaskólaár- unum, því ég hafði þá mikinn áhuga á félagsmálum. En einhvern veginn líkaði mér ekki félagsskapurinn við pabba- drengina, sem stundum voru nefndir svo, þannig að ég var í rauninni aldrei virkur innan þeirra vébanda. Á þessum árum, undir lok viðreisnartímabilsins, var mikil gerjun í þjóðfélagsmálum. Við Halldór Kr. Júlíusson, sem nú er for- stjóri Sólheima, vorum saman til sjós, og töluðum mikið um pólitík. Því lyktaði þannig að haustið 1968 gengum við báðir í Félag ungra jafnaðarmanna, þar sem ég starfaði af krafti í tvö ár.“ En Tryggva hefur sjálfsagt fundist hann hafa farið úr öskunni í eldinn, því hann átti erfitt með að sitja fundi sem „snerust að mestu um störf skemmtinefndar.“ að má eiginlega segja að ör- lögin hafi endanlega skipað honum sess í Sjálfstæðis- flokknum á nýjan leik. Það gerðist þegar hann skráði sig í Háskól- ann. í Stúdentafélagskosningum um vetur- inn var útlit fyrir að Vaka, félag lýðræð- issinnaðra stúdenta, myndi tapa kosning- unum, og því var settur upp einhvers konar frjálslyndur listi, þar sem Tryggvi tók sæti ásamt fleirum. Fyrir þá sem ekki þekkja til stúdentapólitíkur má geta þess að Vaka hefur í gegnum tíðina verið álit- in útibú Sjálfstæðisflokksins í Háskólan- um. En það er ekki að orðlengja það, að Samband ungra jafnaðarmanna brást ókvæða við leiðveislu Tryggva á lista hægrimanna í Háskólanum, og stóð jafn- vel til að vísa honum úr þeirra röðum. Gylfi Þ. Gíslason ku hafa komið í veg fyrir brottrekstur Tryggva, „en þetta varð þó til þess að ég hætti öllum sam- skiptum við Alþýðuflokkinn," segir hann. Tryggvi hefur síðan ekki haft nein bein afskipti af stjórnmálum, þar til fyrir síðustu kosningar að hann gekk í Sjálf- stæðisflokkinn fyrir prófkjör í Reykja- vík. „Ég er alinn upp á heimili þar sem stjórnmál voru fremur lítið rædd. Ég fékk þó nasasjón af pólitíkinni, bæði í gegnum Ásgeir afa minn, og eins Gunn- ar Thoroddsen sem var nátengdur fjöl- skyldunni. Ég hef alla tíð hugsað mér mitt starfssvið utan pólitíkur. I rauninni held ég að enginn komist heilskinna út úr stjórnmálabaráttu. Ég á mjög erfitt með að sætta mig við vissar hliðar henn- ar og þau vinnubrögð sem stundum tíðk- ast. Maður spyr sig ósjálfrátt: Hvers konar fólk er það sem fæst til að fara í pólitík í dag?“ En ungum athafnamanni standa ýmsar dyr opnar, og nú hefur Tryggvi Pálsson verið ráðinn bankastjóri Verslunarbank- ans, þar sem hann býst við að taka til starfa um miðjan marsmánuð. Áður hafði sá orðrómur komist á kreik að Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hefði boð- ið honum verkefni á vegum ráðuneytis- ins. Tryggvi játar því hvorki né neitar. Eg vil ekki dvelja við það sem liðið er, heldur horfa fram á veginn. Verslunarbankinn hefur góðu starfsfólki á að skipa, og á einnig góða viðskiptavini. Ég veit að þar bíða mín mörg áhugaverð verkefni sem miða að því að nýta þá möguleika sem Verslunarbankinn býður upp á. Hvað varðar landsbankastjóra- málið þá er það að baki. Ég var á engan hátt sjálfsagður í stöðu landsbankastjóra, og margir hæfir menn, jafnt innan bank- ans sem utan, hefðu átt að koma til greina auk okkar Sverris. Þetta mál sner- ist að sjálfsögðu ekki um persónur, hvorki Þorstein Pálsson, Sverri Her- mannsson né mig. Það snerist einfald- lega um það hvert skuli vera valdsvið bankaráða í viðskiptabönkum ríkisins. Hvort stórar ákvarðanir skuli teknar í bankaráðunum, eða í bakherbergjum stjórnmálaflokka. Og það er býsna langt gengið ef það þarf að einkavæða ríkis- bankana til að forða þeim undan Sjálf- stæðisflokknum ..." Andartaks hik, síðan bætir hann við: „Og öðrum flokk- um.“ □ 108 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.