Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 25

Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 25
En um leið lögðu Sovétmenn fram í Höfða síðasta spilið sem þeir höfðu á hendi í margra ára stöðugri viðleitni frá Brézhnev til Gorbatsjovs til að nota póli- tíska andstöðu í Vestur-Evrópu við meðaldrægu flaugarnar, til að skapa óeiningu innan Atlantshafsbandalagsins, og nú síðast þrýsting á Reaganstjórnina varðandi geimvarnaáætlunina. Gorbatsjov gerði að skilyrði fyrir út- rýmingu meðaldrægra flauga í Evrópu að Bandaríkjamenn svo gott sem hættu við áætlunina. Samningurinn um meðal- drægu flaugarnar varð til fimm mánuð- um síðar þegar Gorbatsjov sá að þetta gengi ekki upp og féll frá skilyrðinu. Skýrasta vísbendingin um takmörk Was- hingtonfundarins er að rágert er að utan- ríkisráðherrar risaveldanna hafi þrisvar sinnum bein afskipti af afvopnunarvið- ræðum þeirra í Genf, þar til fjórði leið- togafundur Reagans og Gorbatsjovs verður haldinn í Moskvu, væntanlega í maí eða júní. AMoskvufundinum er stefnt að því að samningur um helm- ingsfækkun langdrægra kjarn- orkuvopna verði tilbúinn til undirritunar, en hvort það tekst er óvíst. Þegar talað er um helmingsfækkun er miðað við að hvort risaveldanna eigi mest sex þúsund kjarnaodda. Það er hins vegar athyglisvert að tvö alvarleg ágrein- ingsefni hafa verið leyst á þann veg að umtalsverður fjöldi langdrægra kjarn- orkuvopna fellur ekki undir þetta há- mark. Þessi vopn eru flugvélavopn og stýriflaugar í skipum og kafbátum. Leyfileg vopn yrðu því ekki sex þúsund, heldur gætu þau orðið á bilinu sjö til átta þúsund, sem er álíka fjöldi og Sovét- menn áttu fyrir tíu árum. Eftir öllum sól- armerkjum að dæma yrðu engin tak- mörk sett á hertæknilega þróun og al- mennt yrðu þau kjarnorkuvopn, sem eftir stæðu í vopnabúrunum eða yrðu tekin í notkun eftir samningsgerðina, mun öflugri og fullkomnari en þau sem risaveldin áttu fyrir nokkrum árum. Þá er einnig athyglisvert að nú er leitað leiða hjá Atlantshafsbandalaginu til að bæta því upp missi meðaldrægu flaug-' anna sem taka á niður samkvæmt samn- ingnum sem Reagan og Gorbatsjov und- irrituðu í Washington. Jafnvel þótt samningur um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna liggi fyrir þegar Reagan og Gorbatsjov hittast í Moskvu eftir fjóra til fimm mánuði, verður hann ekki undirritaður nema samkomulag hafi tekist urn geimvarnir. Að því gefnu að Reagan sé ekki einfald- lega að bíða eftir frekari tilslökunum Sovétmanna varðandi langdrægu kjarn- orkuvopnin áður en hann gefur sig á geimvarnaáætluninni, sem engin vís- bendin er enn til um, og að því gefnu að Gorbatsjov sjái sig ekki um hönd, sem ekkert bendir til, er engin von til þess að frekari samningar um fækkun kjarnorku- vopna verði gerðir á þessu ári. En hvað veldur því að ágrein- ingurinn um geimvarnir er slík hindrun í vegi samninga um fækkun kjamorkuvopna? Kröf- ur Reagans um orðalag lokayfirlýsingar Washingtonfundarins stöfuðu af því að hann vildi freista þess að fá Sovétmenn til að fallast einhvern veginn á áfram- haldandi rannsóknir og tilraunir. Þannig átti að slá á andstöðu á Bandaríkjaþingi gegn geimvopnatilraunum, sem margir þingmenn telja að brjóti í bága við fyrri samninga við Sovétmenn. Honum varð ekki að ósk sinni. Strax eftir fundinn freistaðist hann þó til að túlka niður- stöðuna þannig að Sovétmenn hefðu í reynd samþykkt bandarísku geimvarna- áætlunina, en þeirri bjartsýni var fljótt eytt, meðal annars af hans eigin mönn- um. í stærra samhengi snýst ágreiningurinn um geimvarnir um grundvallaratriði í vígbúnaðarkapphlaupinu og samkeppni risaveldanna almennt. I fyrsta lagi eru því meiri fræðilegar líkur á að unnt verði að koma upp geimvarnakerfi sem máli skipti, eftir þvf sem kjarnorkuvopnin, sem það þarf að verjast, verða færri. Á þetta benda Sovétmenn. I öðru lagi er ljóst, að verði geimvarnir að raunveru- leika á annað borð, verða Bandaríkja- menn langt á undan Sovétmönnum í krafti tæknilegra og efnahagslegra yfir- burða sinna. Um þetta virðast allir sam- mála. Um leið, og í þriðja lagi, er ljóst að Sovétríkin geta einungis brugðist við með því að reyna að yfirbuga varnar- kerfið. Það segist Sovétstjórnin ætla að gera, og þá er ekki gáfulegt að fækka kjamorkuvopnum núna og standa frammi fyrir miklum útgjöldum í framtíðinni til að fjölga aftur kjarnorkuflaugum, og neyðast að auki til að reyna með enn meiri tilkostnaði að smíða eigin geim- varnavopn eða vopn til að geta ráðist á bandarísku varnirnar. Svo lengi sem ein- hver fræðilegur möguleiki er á að Bandaríkjamenn komi upp einhvers konar geimvarnakerfi, og það geta Sov- étmenn enn ekki útilokað, er engin von til þess að þeir fallist á fækkun kjarn- orkuvopna. Bandaríska geimvarnaáætlunin ógnar grundvallarmarkmiði Sovétstjórnarinn- ar, sem er að vernda og viðhalda sov- éska ríkinu og taki kommúnistaflokksins á því. Það þýðir að koma verður í veg fyrir stríð. Ef styrjöld brýst engu að síður út verða Sovétmenn að leggja undir sig Vestur-Evrópu og sigra Atlantshafs- bandalagið, en jafnframt koma í veg fyr- ir að Bandaríkjamenn bregðist við ósigr- inum með því að grípa til kjarnorku- vopna gegn Sovétríkjunum. Til þess þurfa Sovétmenn að geta hótað kjarn- Gorbatsjov gerði að skilyrði fyrir útrýmingu meðaldrægra flauga í Evrópu að Bandaríkjamenn svo gott sem hættu við geimvarnaáætlunina. HEIMSMYND 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.