Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 100

Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 100
Bera Nordal í klæðnaði sem hún lét sauma á sig fyrir opnun Lista- safns íslands í janúar. „Til til- breytingar valdi ég aðra liti en svart. Þessi klæðnaður býður þó upp á þann möguleika að hvíta jakkann get ég notað við svartan kjól og rósótta kjólinn við svart- an jakka.“ fötin og fasið allt, er mjög mikilvægt, segja þær allar. Svava segir að útlitið allt ráðist ekki síst af því hvernig maður er á sig kominn líkamlega, en hún syndir daglega og fer reglulega í líkamsrækt. „Það geta allar konur verið smart“ segir Marta Bjarnadóttir, „feitar, mjóar, litlar og stórar. Undirstaða stíls konu er persónuleiki hennar. Það sem kemur innan frá skiptir mestu máli. Fötin eru til að bragðbæta. . .“ í hnotskurn virðist stíll fólginn í glæsi- legum einfaldleika og samræmdu litavali sem fellur vel að heildarmyndinni, bæði útliti og persónuleika. Auðvitað hefur tískan sitt að segja sem og hefðin. Sam- merkt þeim sem oft vekja athygli fyrir stíl er þó persónulegi þátturinn þar sem einstaklingurinn lætur sín viðhorf, jafn- vel kímnigáfuna, ráða ferðinni. í biblíu tískuiðnaðarins, tímaritinu Vogue, segir nýlega: „A þessum síðustu og verstu tím- um er engin ástæða til þess að eyða mikl- um peningum í föt. Sé hugmyndaflugið fyrir hendi má til dæmis leita uppi gam- alt, loðfóðrað vesti og fá lánaða óekta skartgripi og orður og finna einhverjar gamlar stuttbuxur áður en haldið er út á lífið.“ Sé hugmyndaflugið hins vegar ekki mikið leitar fólk stöðugt álits annarra á því í hverju það eigi að vera. Kona nokkur sem var óörugg með sig skrifaði dagblaði og spurði: Hvernig gengur maður á há- um hælum? Svarið var: Vinstri, hægri, vinstri, hægri. Lífinu hefur oft verið líkt við leiksvið þar sem við erum öll þátttakendur í leik- riti, hvert í sínu hlutverki. Eins og leik- húsfólk veit skipta sviðsmynd og búning- ar miklu máli en ekki síður handritið, leikstjórnin og hæfileikinn til að túlka af innsæi. Skorti þann hæfileika er alveg eins hægt að gleyma búningunum því sýningarnar verða ekki margar. . . Það var nefnilega maðurinn sem skap- aði fötin en ekki öfugt. . . □ I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.