Heimsmynd - 01.03.1988, Qupperneq 100
Bera Nordal í klæðnaði sem hún
lét sauma á sig fyrir opnun Lista-
safns íslands í janúar. „Til til-
breytingar valdi ég aðra liti en
svart. Þessi klæðnaður býður þó
upp á þann möguleika að hvíta
jakkann get ég notað við svartan
kjól og rósótta kjólinn við svart-
an jakka.“
fötin og fasið allt, er mjög mikilvægt,
segja þær allar. Svava segir að útlitið allt
ráðist ekki síst af því hvernig maður er á
sig kominn líkamlega, en hún syndir
daglega og fer reglulega í líkamsrækt.
„Það geta allar konur verið smart“
segir Marta Bjarnadóttir, „feitar, mjóar,
litlar og stórar. Undirstaða stíls konu er
persónuleiki hennar. Það sem kemur
innan frá skiptir mestu máli. Fötin eru til
að bragðbæta. . .“
í hnotskurn virðist stíll fólginn í glæsi-
legum einfaldleika og samræmdu litavali
sem fellur vel að heildarmyndinni, bæði
útliti og persónuleika. Auðvitað hefur
tískan sitt að segja sem og hefðin. Sam-
merkt þeim sem oft vekja athygli fyrir
stíl er þó persónulegi þátturinn þar sem
einstaklingurinn lætur sín viðhorf, jafn-
vel kímnigáfuna, ráða ferðinni. í biblíu
tískuiðnaðarins, tímaritinu Vogue, segir
nýlega: „A þessum síðustu og verstu tím-
um er engin ástæða til þess að eyða mikl-
um peningum í föt. Sé hugmyndaflugið
fyrir hendi má til dæmis leita uppi gam-
alt, loðfóðrað vesti og fá lánaða óekta
skartgripi og orður og finna einhverjar
gamlar stuttbuxur áður en haldið er út á
lífið.“
Sé hugmyndaflugið hins vegar
ekki mikið leitar fólk stöðugt
álits annarra á því í hverju það
eigi að vera. Kona nokkur
sem var óörugg með sig skrifaði dagblaði
og spurði: Hvernig gengur maður á há-
um hælum? Svarið var: Vinstri, hægri,
vinstri, hægri.
Lífinu hefur oft verið líkt við leiksvið
þar sem við erum öll þátttakendur í leik-
riti, hvert í sínu hlutverki. Eins og leik-
húsfólk veit skipta sviðsmynd og búning-
ar miklu máli en ekki síður handritið,
leikstjórnin og hæfileikinn til að túlka af
innsæi. Skorti þann hæfileika er alveg
eins hægt að gleyma búningunum því
sýningarnar verða ekki margar. . .
Það var nefnilega maðurinn sem skap-
aði fötin en ekki öfugt. . . □
I