Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 99
><Ég vil vera millifín,“ segir Svava
Johansen, sem hér er í frakka og
dragt úr leðri á skrifstofu sinni.
»Aðalatriðið er þó að klæða sig
eftir veðri.“
leðurjakka en er svo í eldrauðri skyrtu
við.“ Hún segir belti og skó vera punkt-
inn yfir i-ið í heildarsvipnum."
Marta Bjarnadóttir segist einnig leggja
mikla áherslu á skóna. „Ég er skófrík“
segir hún. Bera Nordal segist aðallega
kaupa rússkinsskó. „Ég er leið á svörtu
leðri í skóm, vil frekar lakk eða upp-
hleypt leður.“
„Ég sé strax hvort fötin hæfa mínum
persónuleika þegar ég er að velja þau,“
segir Ragnhildur Hjaltadóttir. Hrafn-
hildur Schram segir að mikilvægt sé að
konan sé hreinskilin við sjálfa sig þegar
hún velur föt. „Þar sem ég er mjög
grönn laðast ég að efnismiklum flíkum.“
Flestar eru þær sammála um að ís-
lenskar konur vanti persónulegan stíl,
þær láti tískustrauma teyma sig um of.
„Þetta er svo ungt borgarsamfélag að hér
hefur ekki skapast hefð í fatastíl," segir
Bera Nordal. „Margir halda að einhver
þekkt merki, Rolexúr og stafir tísku-
hönnuða séu trygging fyrir stíl, en svo er
ekki. Fólk á ekki að vera gangandi aug-
lýsing fyrir einhver merki.“
Það vantar karakter í stíl ís-
lenskra kvenna," segir Marta
Bjarnadóttir. „Það er undan-
tekning að maður sjái áber-
andi vel klædda konu á götum borgar-
innar.“
Fjárráðin virðast ekki endilega ráða
úrslitum. Þótt sumar þessara kvenna
kaupi mikið föt sín erlendis láta þær
einnig sauma fatnað sinn hér. Hrafnhild-
ur Schram segist nota tækifærið þegar
hún fer til útlanda og kaupa fatnað á út-
sölum góðra verslana. „Þá vel ég fatnað
sem ég veit að endist bæði vegna sniðsins
og litanna. Ég vel yfirleitt jarðliti, brúnt
og sandgult, auk svarta litarins.“
En það er meira sem kemur til en
fatnaðurinn, að mati þessara kvenna.
„Hárgreiðslan skiptir miklu máli,“ segja
Bera Nordal og Ragnhildur Hjaltadóttir
sem báðar skarta síðu og miklu hári.
Reisn og framkoma, hvernig maður ber