Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 42

Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 42
LÍFSHÆTTIR ERIR ÓLlNU ÞORVARÐARDÓTTUR NEYÐARASTAND í FANGELSISMÁLUM Nú er svo komið í fangelsismálum hér á landi, að á annað hundrað manns bíða þess að afplána dóma sína, en íslensku fangelsin, þrjú að tölu, rúma samanlagt um níutíu og fímm fanga. Það þarf ekki að orðlengja það að fangelsin eru öll yfírfull, og hefur svo verið síðustu misseri. Að sögn Gústafs Lilliendahls, forstöðumanns á Litla-Hrauni, hefur önnur eins nýting ekki verið á íslenskum fangelsum frá upphafí vega, og ekki fyrirséð að þar verði nokkurt lát á. Biðtími þeirra sem eiga afplánun fyrir höndum er að jafnaði tólf til þrettán mánuðir, en dæmi eru um að hann sé mun lengri, jafnvel nokkur ár. Ekkert kvennafangelsi er starfrækt á íslandi, en kvenfangar hafa til þessa verið vistaðir í Bitru í Hraungerðishreppi, og í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Þetta mun þó standa til bóta, samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðherra, Jóns Sig- urðssonar, sem hefur í hyggju að láta taka húsnæði Ungl- ingaheimilis ríkisins undir kvennafangelsi á þessu árí. Þau fangelsi sem nú eru starfrækt, eru Litla-Hraun, sem rúmar fimmtíu og sex fanga, Kvíabryggja, sem rúmar ellefu, og Hegningarhúsið við Skólavörðustíg, sem rúmar tuttugu og tvo. Auk þess eru sex fangarými á Akureyri, og þrettán klefar fyrír gæsluvarðhaldsfanga í Síðumúlafangelsinu í Reykjavík. Það er samdóma álit allra þeirra sem með þessi mál fara, að aðbúnaður í íslensk- um fangelsum samræmist eng- an veginn þeim nútímakröfum sem gerð- ar eru til fangavistunar. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er til að mynda orðið hundrað og fjórtán ára gamalt, og á því hafa litlar sem engar breytingar orðið frá upphafi. Fangaklefarnir eru þröngir og dimmir, þar eru engar sameiginlegar vistarverur fyrir fangana, og vinnuað- staða starfsfólksins með ólíkindum. Fangelsisgangurinn, sem er bæði þröng- ur og illa lýstur, er eina svæðið þar sem fangar geta haft ofan af fyrir sér þegar þeir dvelja ekki í klefum sínum, en sam- kvæmt fangelsisreglum er föngum heim- ilt að hafa samneyti hver við annan á til- teknum tímum sólarhrings, að undan- skildum þeim sem eru í einangrun. Á fangelsisganginum þarf starfsfólkið að athafna sig, t.d. á matmálstímum, því enginn matsalur er í húsinu. Maturinn er skammtaður á diska, þarna á ganginum, og hver fangi tekur skammtinn inn til sín. Pessi gangur er einnig notaður sem setustofa. Meðfram öðrum veggnum er raðað stólum, svo fangarnir geti setið og horft á sjónvarp, sem hangir uppundir lofti við enda gangsins, og meðan þeir sitja þar er ekki unnt að ganga um. Þrátt fyrir þetta ríkir góður andi í fangelsinu, eins og greinarhöfundur sannreyndi þegar hann sótti staðinn heim á dögunum. Inni í nöturlegum klef- unum, þar sem veggskreytingarnar voru nokkur plaköt og ef til vill ljósmyndir, sátu menn undir þykkum múrveggjum, við birtu frá litlum gluggum með rimlum fyrir, og spiluðu eða spjölluðu saman. Þeir létu vel af starfsfólkinu og umönn- uninni. Gæsluvarðhaldsfangarnir voru ekki sjáanlegir, þeir höfðu verið læstir inni meðan á heimsókninni stóð, en það vakti athygli hversu ungt þetta fólk var flest sem þarna sat inni. Ljóshærður maður milli tvítugs og þrítugs, sem var að taka út sinn fyrsta dóm fyrir ölvunar- brot, sat á skrafi við tvo samfanga, sem greinilega voru öllu lífsreyndari, en ekki miklu eldri að árum. Hann sagðist una vistinni betur en hann hefði búist við. „í rauninni komst ég betur yfir áfallið sem fylgir þessari frelsissviptingu, heldur en ég hafði búist við. Pví hér ríkir góður andi, þótt þrengslin séu mikil og aðstað- 42 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.