Heimsmynd - 01.03.1988, Síða 8
FRÁ RITSTJÓRA
Mars 1988,1. tbl. 3. árg.
ÚTGEFANDI
Ófeigur hf. Aðalstræti 4,
101 Reykjavík
SÍMI
62 20 20 og 62 20 21
AUGLÝSINGASÍMI
173 66
RITSTJÓRI
Herdís Porgeirsdóttir
MEÐRITST JÓRI
Ólína Þorvarðardóttir
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Ragnhildur Erla Bjarnadóttir
STJÓRNARFORMAÐUR
Kristinn Björnsson
ÚTLIT
Björgvin Ólafsson
PROFARKALESTUR
Hildur Finnsdóttir
INNHEIMTA OG ÁSKRIFTIR
Andrea Laufey Jónsdóttir
FORSÍÐUMYND
Friðþjófur Helgason
LJOSMYNDARAR
Friðþjófur Helgason
Bragi Þ. Jósefsson
Björgvin Pálsson
UMBROT, LITGREINING OG
PRENTUN
Oddi hf.
ÚTGÁFUSTJÓRN
Herdís Þorgeirsdóttir
Kristinn Björnsson
Sigurður Gísli Pálmason
Helgi Skúli Kjartansson
Jóhann Páll Valdimarsson
Ólafur Harðarson
HEIMSMYND kemur út sjö
sinnum árið 1988. Verð þessa
eintaks í lausasölu er kr. 367. Sé
áskrift HEIMSMYNDAR greidd
með Eurocard er veittur rúmlega
40% afsláttur af útsöluverði en
annars 20%.
TÍMARITIÐ HEIMSMYND á tveggja ára afmœli nú í
mars. Þegar blaðið kom fyrst út um miðjan mars árið
1986 spurðu margir hvort ekki vœri óðs manns œði að
koma með enn eitt tímaritið á markaðinn. Aðstandendur
þessa blaðs töldu svo ekki vera. Að vísu áttum við í
harðri samkeppni við önnur tímarit og þá ekki síst tíma-
ritið Mannlíf sem undirrituð hafði ritstýrt frá upphafi
þar til HEIMSMYND var hrundið af stað. Á meðan
önnur tímarit hafa skipt um eigendur og ritstjóra eða lagt
upp laupana heldur HEIMSMYND sínu striki. Sam-
keppnin er enn fyrir hendi en við sœkjum stöðugt í okk-
ur veðrið. Efnistök okkar hafa verið þau sömu frá upp-
hafi. Við leggjum áherslu á vandaðar greinar og viðtöl,
hvort heldur er um stjórnmál, tísku eða tíðaranda. Af
áskrifendum okkar sjáum við að lesendahópurinn er
breiður; sjómenn, stjórnmálamenn, húsmœður, fólk í
hinum og þessum greinum
verslunar og þjónustu les
blaðið. Það er okkur keppi-
kefli að halda þessum fjöl-
breytta lesendahópi. Virð-
ing okkar fyrir lesendum
felst í því að gera stöðugt
þær kröfur að á síðum
þessa blaðs sé lifandi efni
unnið í samræmi við æðstu
lögmál blaðamennskunnar
um upplýsingamiðlun og
trúverðugleika.
Fastir starfsmenn HEIMS-
MYNDAR eru eingöngu
konur. Ólína Þorvarðardóttir hefur nú bæst í hópinn og
er það mikið ánægjuefni. Hún hefur þegar vakið athygli
alþjóðar fyrir skelegga frammistöðu sína sem fréttamað-
ur á sjónvarpinu og við væntum þess að hún geri hið
sama hér.
Það kostar stundum blóð, svita og tár að koma út því
blaði sem við teljum okkur geta verið stolt af. Oft verður
fólk hissa þegar það kemur á skrifstofur okkar og sér
hversu lítill íburður er hér. Svar okkar er að við leggjum
allt í blaðið. Það er okkar stolt og það er það sem kemur
fyrir sjónir ykkar. Við vitum líka að það þarf fleira í
dansinn en fagra skóna . . .