Heimsmynd - 01.07.1993, Qupperneq 20
Við síðustu kjarasamninga varð berlegaljóst að verkalýðshreyfingin
er í ajvarlegri kreppu. í félagi við vinnuveitendur og ríkisstj órn
bjó forysta hreyfingarinnar til enn einn pakkann.
Lítið fór fyrir kjarabótum en þess í stað var meðal annars samið
um að þorskstofninn skyldi vera í góðu ásigkomulagi
Mörður Árnason skrifar hér um
verkalýðshreyfinguna.
araskrifstofa
Sjá roðann í austri; hann brýtur sér braut.
Fram bræður, það dagar nú senn!
Verkalýðshreyfingin. Menn nota þetta
orð ennþá og vantar um leið eitthvað ann-
að betra, af því að báðir orðliðirnir vísa í
vitlausa átt og samhljómurinn er eins og úr
forneskju. Það eru áhöld um það að hve
miklu leyti félagarnir í verkalýðshreyfing-
unni teljast vera verkalýður. Og flestir eru í
vandræðum með að sjá einhverja hreyfingu
á verkalýðshreyfingunni. Samt er „verka-
lýðshreyfingin" einn af öflugustu þátttak-
endum í samfélagi dagsins, og allt í kring-
um hana eru menn og hlutir í sífelldri um-
breytingu.
Það er meðal annars til marks um þessar
umbreytingar að þegar Sovétríkin voru
hrunin datt engum fjölmiðlungi í hug að
spyrja forystumenn verkalýðshreyfingarinn-
ar hvernig þeir hefðu það, heldur létu sér
nægja að kvabba í Alþýðubandalaginu.
Samt ætti skipbrot kommúnismans að sæta
miklu meiri tíðindum fyrir verkalýðshreyf-
inguna en Allaballa, kosningabandalag ým-
issa vinstrihópa sem breskmenntaður stjórn-
málafræðiprófessor í formannsstól reynir i
sífellu að toga nær nútimanum og miðjunni.
Sovét og verkalýðshreyfingin? Maður sér
ekki samhengið nema þá að núna er skarð
fyrir skildi um sumarleyfi við Svartahaf og á
öðrum boðsströndum verkalýðshöfðingja úr
öllum flokkum. En þó hafa gerst þau tíðindi
að hið yfirlýsta fyrsta verkalýðsríki sögunn-
ar er fallið í valinn með brauki og bramli og
hefur tekið með sér í fallinu sjálfa draum-
sýnina um það að verkalýðurinn eigi sér
Guðmundur J. Guðmundsson er einn þeirra
forystumanna samtímans sem hafa lyft sér úr
hlutverki verkalýðsrekandans í gervi alþýðu-
foringjans - tribunus populi eins og það var
kallað í rómverskum stíl fyrr á öldinni.
framtíðarríki, hvernig sem hver og einn hélt
að það væri í laginu, drauminn um að roð-
inn í austri, hann brjóti sér braut. En söng-
urinn um að það dagi nú senn er ekki sam-
inn í KSML(b) eða álíka ruglvinstrihópum á
áttunda áratugnum. Hann er sjálfur Alþjóða-
söngur Jafnaðarmanna og ennþá sunginn
eins og útgöngusálmur að lokum flokks-
þinga hjá Alþýðuflokknum og öðrum
sósíaldemókratískum flokkum í samtökum
sem sögulega ganga undir nafninu Annar
Internasjónalinn. Um þann þriðja er svo
sérstakur söngur.
Og hvað með kratana? Sovét var líka
vatn á myllu kratanna í verkalýðshreyfing-
unni. Kratarnir áunnu sér fastan sess fyrir
vestan með því einmitt að standa gegn
sovéthollari öflum innan verkalýðshreyf-
ingarinnar. Sú kenning er til að velferðar-
kerfið sem byggist upp í Vestur-Evrópu eftir
stríð, sérstaklega í Þýskalandi, hafi ekki síst
myndast sem andsvar við raunverulegum
og þó einkum ímynduðum ávinningum og
réttarbótum í „alþýðulýðveldunum“ eystra.
Að velferðin hafi að vissu leyti orðið til af
hræðslu við vonda kallinn: Ef þið ekki
reddið þessu þá verður öll verkalýðsstéttin
að kommúnistum.
Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum
aö byggja réttlátt þjóðfélag
Sovétríkin voru að margra mati löngu
dauð þegar þau lögðu að lokum upp laup-
ana, og höfðu misst flesta tiltrú innan vest-
rænnar verkalýðshreyfingar, að minnsta
kosti á Norðurlöndum og Islandi þar sem
fátt stóð eftir nema minningarnar, mynda-
albúmin, - og boðsferðirnar. Um leið og
hinn blóðrauði gunnfáni hamars og sigðar
var dreginn niður innan Kremlarmúra var
með sínum hætti slökkt endanlega á aflvél
hreyfingarinnar frá 19. öld þegar það eitt
var takmark hennar að ná völdum á kapítal-
ismanum og byggja á rústum hans Réttlátt
þjóðfélag. Það er vetur og sumar og annar
vetur síðan hætt var að hlú að græðlingum
byltingarinnar í víngarði verkalýðsins. Hins
20
HEIMSMYND
J Ú L í