Heimsmynd - 01.07.1993, Side 40

Heimsmynd - 01.07.1993, Side 40
Nú eru tuttugu og fimm frá hinu eilífa ári, þessu töfraári, árinu eina, árinu helga, árinu núll. '68-kynslóðin á afmæli. Guðmundur Andri Thorsson litli bróðir hennar, sendir heillaóskir. se b y It bö rni m átu i ng u n n a ...eða hvernig Hraín, Davíð og Vilmundur stálu glæpnum aí þeim sem 1 dag eru íélagsraðgjaíar á skítalaunum. Ég brá mér til Kaupmannahafnar í þeim erindagjörðum að fá mér ís. Ef ég hefði ver- ið í bók og íslenskur bókmenntafræðingur hefði lesið hana myndi hann í ritdómi hafa kallað þetta vegferð mannsins - ég var svona á röltinu. Ég sá eitt og annað og ekk- ert sérstakt á vegferðinni. Ég sá tvo fíla labba yfir Ráðhústorgið. Þeir voru að koma úr Tívolí. Ég sá geggjaðan mann spila á gít- ar á Strikinu - líka hina tilskildu hljómsveit úr Andesfjöllunum að spila el Condor pasa. Ég sá um allan bæ eitthvað sem þeir köll- uðu karnival, sem er ein af þessum asna- legu uppfinningum ‘68-kynslóðarinnar, þar sem allir eiga að vera virkir og frjálslegir að dansa samba. Kannski var það veðrið sem var reykvískt þann daginn: mér fannst ég vera á 17. júní á Hvammstanga. Samt var þetta ósköp danskt; það stóð eflaust á bak við þetta hópur sem kallaði sig Karnival- bevægelsen. Ég sá að Danir kunna ekki að dansa, bæði þarna á karnivalinu og líka seinna um kvöldið á djassbúllu, en í útlönd- um þarf maður ekki að sitja bara þungbú- inn og kinka kunnuglega kolli þegar maður hlustar á djass. Þeir kunna ekki að dansa. Geta það ekki. Hafa ekki taktinn eða eitt- hvað. Það góða við Dani hins vegar er að þeim er alveg sama. Dansa samt. Ég sá þvengmjóar stúlkur í hippamuss- um og föla drengi með slikju í augum og hippaband um hárið. Þau voru að reyna að líta út eins og heróínistar. Ég sá veggjakrot sem beindist gegn kynslóðinni, sem fann upp kröfugerðina og veggjakrotið: ALDRIG MERE LINSESUPPE! Ég sá blöðin. Þeir voru aldrei þessu vant að diskútera ‘68-kynslóðina. Hún á afmæli. Það eru tuttugu og fimm ár liðin frá þessu eilífa ári, þessu töfraári, árinu eina, árinu helga, árinu núll - það eru tuttugu og fimm ár frá ‘68 þegar fram kom kynslóðin sem er svo góð. Kynslóðin sem fann upp blómin, ímyndunaraflið, konuna, ástina, barnið, tilf- inningamar - og tjáninguna. Kynslóðin sem er KYNSLÓÐIN. Kannski var það út af þessu vandræða- lega karnival-híi sem minnti mig svo á ísland - kannski var það geggjaði gítarleik- arinn á Strikinu, kannski fjarlægðin, kannski ísinn sem ég var að sleikja: ég hugsaði heim. Ég hugsaði um mig. Ég hugsaði: af hverju er ég svona tortrygginn í garð þess- arar kynslóðar sem gaf mér svo margt? Af hverju er ég svona reiðubúinn að láta ein- hverja sleggjudóma falla um þetta fína fólk sem er kannski félagsráðgjafar og fóstmr á skítakaupi og allir þykjast þess umkomnir að gera lítið úr? Þetta fólk sem gerði upp- reisn gegn óbærilegri forpokun viðreisnar- áranna; leitaði þeirra andlegu verðmæta sem mölur og ryð fá ekki grandað; varð- veitti af ofstæki barnið í sér. Var alltaf með svo blá augu. Og allt í einu rann það upp fyrir mér: það er ekkert þetta fórnfúsa hugsjónafólk sem manni kemur fyrst í hug þegar minnst er á ‘68-kynslóðina á íslandi. Það er eitt- hvað allt annað lið búið að helga sér þetta ár vegna þess að hugsjónafólkið lenti ýmist úti á afvegum með uppreisn sína eða söðl- aði um af ofstæki þess sem aðeins er fær um að sjá eina hlið á málum hverju sinni, eða er að rnjaka einhverju i einhverja átt, svo enginn sér. Uppreisnargleðin hefur nú á annan áratug verið annars staðar - hægra megin. Krafturinn og sigurgleðin - vissan káta - hefur verið þeim megin þar sem menn trúa því að gróðavonin sé hreyfiafl framfaranna; að framfarirnar séu mældar í hagvexti; að samtak og framtak séu andorð. Ég horfði á ‘68-bröltið álengdar, af skiln- ingi og innsæi tíu ára rnanns; ég horfði líka á eyðilegginguna. Ég horfði á hugsjóna- félögin breytast í einstrengingsleg safnaðar- félög, ég horfði á fjörið enda inni á geð- deildum, ég horfði á andann gerðan útlæg- an úr listum í nafni nýs raunsæis, ég fékk vítin að varast - og þegar ég var að komast til manns á seinni hluta áttunda áratugarins var ósköp fátt að gera uppreisn gegn, nema 40 HEIMSMVND J Ú L í

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.