Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 40

Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 40
Nú eru tuttugu og fimm frá hinu eilífa ári, þessu töfraári, árinu eina, árinu helga, árinu núll. '68-kynslóðin á afmæli. Guðmundur Andri Thorsson litli bróðir hennar, sendir heillaóskir. se b y It bö rni m átu i ng u n n a ...eða hvernig Hraín, Davíð og Vilmundur stálu glæpnum aí þeim sem 1 dag eru íélagsraðgjaíar á skítalaunum. Ég brá mér til Kaupmannahafnar í þeim erindagjörðum að fá mér ís. Ef ég hefði ver- ið í bók og íslenskur bókmenntafræðingur hefði lesið hana myndi hann í ritdómi hafa kallað þetta vegferð mannsins - ég var svona á röltinu. Ég sá eitt og annað og ekk- ert sérstakt á vegferðinni. Ég sá tvo fíla labba yfir Ráðhústorgið. Þeir voru að koma úr Tívolí. Ég sá geggjaðan mann spila á gít- ar á Strikinu - líka hina tilskildu hljómsveit úr Andesfjöllunum að spila el Condor pasa. Ég sá um allan bæ eitthvað sem þeir köll- uðu karnival, sem er ein af þessum asna- legu uppfinningum ‘68-kynslóðarinnar, þar sem allir eiga að vera virkir og frjálslegir að dansa samba. Kannski var það veðrið sem var reykvískt þann daginn: mér fannst ég vera á 17. júní á Hvammstanga. Samt var þetta ósköp danskt; það stóð eflaust á bak við þetta hópur sem kallaði sig Karnival- bevægelsen. Ég sá að Danir kunna ekki að dansa, bæði þarna á karnivalinu og líka seinna um kvöldið á djassbúllu, en í útlönd- um þarf maður ekki að sitja bara þungbú- inn og kinka kunnuglega kolli þegar maður hlustar á djass. Þeir kunna ekki að dansa. Geta það ekki. Hafa ekki taktinn eða eitt- hvað. Það góða við Dani hins vegar er að þeim er alveg sama. Dansa samt. Ég sá þvengmjóar stúlkur í hippamuss- um og föla drengi með slikju í augum og hippaband um hárið. Þau voru að reyna að líta út eins og heróínistar. Ég sá veggjakrot sem beindist gegn kynslóðinni, sem fann upp kröfugerðina og veggjakrotið: ALDRIG MERE LINSESUPPE! Ég sá blöðin. Þeir voru aldrei þessu vant að diskútera ‘68-kynslóðina. Hún á afmæli. Það eru tuttugu og fimm ár liðin frá þessu eilífa ári, þessu töfraári, árinu eina, árinu helga, árinu núll - það eru tuttugu og fimm ár frá ‘68 þegar fram kom kynslóðin sem er svo góð. Kynslóðin sem fann upp blómin, ímyndunaraflið, konuna, ástina, barnið, tilf- inningamar - og tjáninguna. Kynslóðin sem er KYNSLÓÐIN. Kannski var það út af þessu vandræða- lega karnival-híi sem minnti mig svo á ísland - kannski var það geggjaði gítarleik- arinn á Strikinu, kannski fjarlægðin, kannski ísinn sem ég var að sleikja: ég hugsaði heim. Ég hugsaði um mig. Ég hugsaði: af hverju er ég svona tortrygginn í garð þess- arar kynslóðar sem gaf mér svo margt? Af hverju er ég svona reiðubúinn að láta ein- hverja sleggjudóma falla um þetta fína fólk sem er kannski félagsráðgjafar og fóstmr á skítakaupi og allir þykjast þess umkomnir að gera lítið úr? Þetta fólk sem gerði upp- reisn gegn óbærilegri forpokun viðreisnar- áranna; leitaði þeirra andlegu verðmæta sem mölur og ryð fá ekki grandað; varð- veitti af ofstæki barnið í sér. Var alltaf með svo blá augu. Og allt í einu rann það upp fyrir mér: það er ekkert þetta fórnfúsa hugsjónafólk sem manni kemur fyrst í hug þegar minnst er á ‘68-kynslóðina á íslandi. Það er eitt- hvað allt annað lið búið að helga sér þetta ár vegna þess að hugsjónafólkið lenti ýmist úti á afvegum með uppreisn sína eða söðl- aði um af ofstæki þess sem aðeins er fær um að sjá eina hlið á málum hverju sinni, eða er að rnjaka einhverju i einhverja átt, svo enginn sér. Uppreisnargleðin hefur nú á annan áratug verið annars staðar - hægra megin. Krafturinn og sigurgleðin - vissan káta - hefur verið þeim megin þar sem menn trúa því að gróðavonin sé hreyfiafl framfaranna; að framfarirnar séu mældar í hagvexti; að samtak og framtak séu andorð. Ég horfði á ‘68-bröltið álengdar, af skiln- ingi og innsæi tíu ára rnanns; ég horfði líka á eyðilegginguna. Ég horfði á hugsjóna- félögin breytast í einstrengingsleg safnaðar- félög, ég horfði á fjörið enda inni á geð- deildum, ég horfði á andann gerðan útlæg- an úr listum í nafni nýs raunsæis, ég fékk vítin að varast - og þegar ég var að komast til manns á seinni hluta áttunda áratugarins var ósköp fátt að gera uppreisn gegn, nema 40 HEIMSMVND J Ú L í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.