Heimsmynd - 01.07.1993, Qupperneq 68
Þetta var í fyrsta skiptl
sem íslenskir sjónvarps-
áhorfendur sáu rannsóknar-
blaðamennsku í sjónvarpi
og mörgum fannst nóg um.
heldur þvert á móti að innan. Til að gera
ísland heilbrigt að nýju yrði því að skera
upp þjóðarlíkamann og ráðast að mein-
vörpunum í búknum.
Með blaðamennskuna
í blóðinu. Vilmundur hóf afskipti sín
af þjóðfélagsmálum með blaðamennskuferli
sínum. Vilmundur hafði lengi haft áhuga á
blaðamennsku og fjölmiðlum. Hann var
ákafur blaðalesandi allt frá barnsaldri og frá
barnaskólaárum til stúdentsprófs kom hann
meira eða minna við sögu skólablaðanna.
Meðal annars var Vilmundur um tíma rit-
stjóri skólablaðsins í MR og vann það þrek-
virki að koma blaðinu út mánaðarlega
meðan hann var ritstjóri. Það hefur enginn
leikið eftir honum. Eg skrifaði mikið og
teiknaði í skólablöð MR og átti lengi náið
samstarf við Vilmund á þeim vettvangi. Ég
man hversu duglegur og markviss ritstjórí
Vilmundur var; auk þess að vita glöggt
hvaða efni hann vildi í skólablaðið, ritaði
hann greinar um stjórnmál og ljóðmæli sem
voru oftast umfram getu og stundum skiln-
ing jafnaldra hans.
Vilmundur var á undan okkur jafnöldr-
unum á margan veg. Hann þroskaðist lík-
amlega fyrr en við og andlega var hann
alltaf mörgum skrefum á undan okkur.
Hann hafði iðulega lesið aðrar og fleiri
bækur en við og hafði ávallt á takteinunum
greiningar á þjóðfélagslegum jafnt sem
bókmenntalegum þáttum sem okkur skorti
- þrátt fyrir að við teldum okkur gáfaða og
útvalda unga menn, eins og títt var um
menningarvita á menntaskólastigi á þessum
tíma.
Mér er minnisstætt þegar við Hrafn Gunn-
laugsson, Þórarinn Eldjárn, Vilmundur Gylfa-
son og undirritaður höfðum staðið að því
að safna saman skólaljóðum úr MR og gáf-
um út með formála eftir Halldór Laxness.
Það var að sjálfsögðu Vilmundur sem hafði
átt hugmyndina að því að fá Nóbelsskáldið
til að skrifa formála. Engum öðrum okkar
hefði dottið í hug að hringja í skáldjöfurinn
á Gljúfrasteini. Það kom í hlut okkar Vil-
mundar að ná í formálann í íbúð skáldsins í
Reykjavík, nánar tiltekið á Fálkagötu. Ég
kom vart upp orði allan tímann meðan á
þessari stuttu heimsókn stóð, en Vilmundur
umgekkst Nóbelskáldið eins og jafningja
sinn, þeir hlógu saman og afgreiddu nokkr-
ar bókmenntalegar analýsur í leiðinni. Það
var engu líkara en þarna hefðu hist jafn-
ingjar í andanum; Halldór Laxness Nóbels-
skáld, sem þá stóð á sextugu, og Vilmund-
ur Gylfason, 17 ára menntskælingur.
Gecjn lokuðum
fjömniðlum. Á skólaámm hafði Vil-
mundur einnig fengist við blaðamennsku á
sumrum; hann var óharðnaður unglingur
þegar hann vann á Fálkanum sáluga sem
keppti á þeim ámm við Vikuna í vinsæld-
um. Og síðar vann hann við Alþýðublaðið
og á fréttastofu útvarpsins í frístundum frá
skóla.
Dvöl Vilmundar í Bretlandi hafði opnað
augu hans að fullu fyrir auðlegð frjálsrar
blaðamennsku, víðsýni og vönduð vinnu-
brögð breska ríkisútvarpsins BBC og gæði
hinna frjálsu dagblaða. Samanburðurinn við
flokksmálgögnin íslensku og hið pólitískt
stýrða ríkisútvarp var sláandi.
Það var þessu lokaða fjölmiðlakerfi sem
Vilmundur vildi breyta. Hann vildi opna
fyrir upplýsingar til almennings; að fjöl-
miðlar yrðu varðhundar almennings en
ekki þjónar valdhafa. Vilmundur hóf eigin-
legan blaðamannaferil sinn að loknu há-
skólanámi með því að ráða sig á Alþýðu-
blaðið. Sighvatur Björgvinsson ráðherra var
þá ritstjóri blaðsins og annaðist stjórnmála-
skrifin. Alþýðublaðið var að sjálfsögðu ekki
rétti vettvangurinn fyrir Vilmund, nýkominn
með ferskar fjölmiðlahugmyndir frá Bret-
landi. Þegar hann fékk þar að auki ekki að
annast stjórnmálaskrif blaðsins sagði hann
upp eftir hálfan annan dag - þá hafði hon-
um verið falið að skrifa um tískusýningu í
Reykjavík. Leið Vilmundar lá yfir á útvarpið
þar sem hann gerði létta og rómantíska
þætti um sumarið. Um haustið gerðist Vil-
mundur kennari við Menntaskólann í
Reykjavík, sinn gamla skóla. í minningum
frá haustinu 1973 stendur þó ekki eftir
menntaskólakennarinn Vilmundur heldur
sjónvarpsmaðurinn, því það haust var hon-
um boðið ásamt öðru ungu fólki að að-
stoða fréttamenn við gerð fréttaskýringa-
þátta. Nú var Vilmundur kominn með
sterkt vopn í hendurnar og ekki leið á
löngu uns þjóðfélagið tók að skjálfa.
Rannsóknarblaðamaður
í sjónvarpi. Það höfðu fæstir búist
við því að hinn ungi og rómantíski mennta-
skólakennari myndi hrista jafneftirminnilega
upp í þjóðinni og haustið 1973- Vilmundur
hafði skilgreint þjóðina, en þjóðin hafði
enn ekki skilgreint Vilmund.
Þættirnir, sem voru virðingarverð tilraun
ráðamanna sjónvarpsins til að auka beina
umfjöllun um þjóðmál með opnum hætti,
hlutu heitið Landshorn. Þættir Vilmundar
voru svo nýstárlegir, vægðarlausir og áleitn-
ir að þeir kröfðust skilyrðislausrar afstöðu
hjá áhorfendum. Þetta var í fyrsta skipti
sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur sáu
rannsóknarblaðamennsku í sjónvarpi og
mörgum fannst nóg um. Viðfangsefni Vil-
mundar voru ennfremur óvenjuleg og við-
kvæm fyrir þá sem þeim tengdust: Fjárreið-
ur stjórnmálaflokkanna, verkföll og verk-
fallsbarátta, fjármál tengd Háskólanum,
ávísanafalsanir og önnur mál bankakerfisins
og seinagangur í dómskerfinu. Hið síðast-
nefnda fékk dramatískan hápunkt er Vil-
mundur fékk í sjónvarpssal Baldur Möller.
ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, og
þjarmaði að honum varðandi málefni kaup-
manns í Keflavík sem hafði verið til athug-
unar hjá dómskerfinu um margra ára skeið
án þess að nokkuð gerðist. Á þessum árum
(og reyndar allt fram til dagsins í dag) var
seinagangur í dómskerfinu þekkt stað-
reynd: Meintir fjármálaafbrotamenn gengu
lausir árum saman án þess að rannsókn
færi fram í málum þeirra.
Margir urðu til að gagnrýna Vilmund fyr-
ir framgönguna gegn Baldri Möller, en I
augum Vilmundar var Baldur fyrst og
fremst fulltrúi kerfisins og árásirnar þar af
leiðandi ekki persónulegar. „Guð almáttug-
ur hefði ekki getað varið þann málstað sem
Baldur var þarna mættur fyrir,“ sagði Vil-
mundur eftir þessa útsendingu og játaði að
hafa „vaðið yfir manninn eins og valtari".
Þátturinn vakti hins vegar gífurlega athygli
og opnaði augu manna fyrir misbrestum í
dómskerfinu. í sögu blaðamennsku mótaði
þátturinn því tímamót; Rannsóknarblaða-
mennska í sjónvarpi hafði vakið þjóðina til
vitundar um það sem miður fór í þjóðfélag-
inu, en að auki hafði Vilmundur náð að
sanna að blaðamennska gæti verið tæki í
höndum almennings til að veita valdhöfum
aðhald í stað þess að standa vörð um þá.
Samtryggðu og lokuðu
kerfi ögrað. Vilmundur hélt áfram
þáttagerð í sjónvarpi næstu þrjú árin, ekki
síst í samvinnu við Valdimar Jóhannsson.
68
HEIMSMYND
J Ú L í