Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Síða 14
14 22. nóvember 2019FRÉTTIR ÁSDÍS RÁN FLÆKT Í ALÞJÓÐLEGAN FJÁRSVIKAHRING n Besta vinkonan horfin með tæpa þúsund milljarða n Ásdís Rán flaug heimshorna á milli í boði svikamyllunnar Í slenska fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir er flækt í eitt stærsta fjársvikamál síðari ára sem teygir sig til 175 landa. Samkvæmt bandarísku alríkislögreglunni, FBI, náði besta vinkona Ásdísar Ránar, búlgarska athafnakonan Ruja Ignatova, að svíkja út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna á heimsvísu áður en hún hvarf sporlaust í október árið 2017. Ekkert hefur spurst til hennar síðan þá og hafa lögregluyfirvöld víðs vegar í heiminum reynt að hafa uppi á henni, líkt og vinkona hennar Ásdís Rán en hún er andlit fyrirtækisins sem talið er að standi að baki svikamyllunni. Loftbóla sem sprakk Um er að ræða hina meintu rafmynt OneCoin sem var kynnt til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin, vinsælustu rafmyntar í heimi. Fyrirtækið, sem enn ber nafn OneCoin í nokkrum löndum, átti höfuðstöðvar í Búlgaríu og voru fjárfestar laðaðir að verkefninu með loforðum um gríðarlegan hagnað þegar rafmyntin færi á almennan markað. Samkvæmt bandarískum dómskjölum var svikamyllan sett upp sem nokkurs konar píramídasvindl. Fjárfestar sem keyptu sig inn í „verkefnið“ gátu þannig fengið meira fyrir peninginn, fleiri rafmyntir, ef þeir gátu selt öðrum hugmyndina. Bandaríska alríkislögreglan segir þó að aldrei hafi nein raunveruleg rafmynt legið að baki OneCoin. Fyrirtækið hafi verið rekið á lygum og blekkingum frá upphafi. Uppblásin loftbóla sem á endanum sprakk. Svo virðist sem OneCoin hafi ekki tekist að ná fótfestu hér á landi en samkvæmt heimildum DV gengu sölumenn á vegum fyrirtækisins í hús hér á landi á síðasta ári og buðu fólki að fjárfesta í OneCoin. DV hefur undir höndum tölvupóst sem sendur var á kaupendur þar sem þeir áttu að geta fundið svör við væntanlegum spurningum. Hin meinta rafmynt fékk ævintýralega góðar viðtökur úti um allan heim og það var ekki síst fyrir tilstilli eigandans, hinnar heillandi og sprenglærðu Ruja Ignatova, sem tugir þúsunda einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka tóku þátt og fjárfestu. Ruja flaug þannig heimshorna á milli og hélt glæsilegar veislur fyrir ríka og fræga fólkið á sama tíma og hún kynnti rafmyntina. Sú sem skipulagði flestar þessar veislur, var kynnir í þeim flestum, starfsmaður OneCoin og andlit fyrirtækisins var Ásdís Rán. Íslenska athafnakonan segist þó ekkert hafa starfað fyrir fyrirtækið frá því vinkona hennar hvarf árið 2017. „Ég veit ekki hvort hún sé dáin eða ekki. Ég vil trúa því að hún hafi þurft að láta sig hverfa af einhverjum ástæðum og sé vonandi á einhverri eyðieyju einhvers staðar og sé að bíða eftir því að sannleikurinn komi í ljós,“ segir Ásdís Rán, en hún trúir því ekki að um píramídasvindl sé að ræða. „Þetta er ekki einhver fjársvikamylla. Þetta er bara blásið upp eins og Bitcoin á sínum tíma. Það er alveg á línunni hvort þetta sé löglegt eða ólöglegt, en því hefur verið haldið fram að þetta sé löglegt og það má alveg deila um það. Það sama á við um mörg píramídafyrirtæki yfirhöfuð.“ Hún vill ekki svara því hvort hún hafi sjálf fjárfest í ævintýrinu. Ásdís og Ruja hafa verið áberandi í sviðsljósinu í Búlgaríu. Ljósmynd/ Inlife.bg. Ásdís Rán birti þessa mynd af þeim stöllum rúmlega tveimur mánuðum áður en Ruja hvarf. Ekkert hefur sést til hennar síðan. Ljósmynd/Facebook Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.