Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 18
18 22. nóvember 2019FRÉTTIR Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is LÓNSBRAUT 6 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 551 7170 • SAETOPPUR.IS M iðað við kynningu Íslenskra verð­ bréfa á flugfélaginu hf. er gert ráð fyrir að félagið verði orðið arðbært á gífurlega skömmum tíma. Sam­ kvæmt því sem í kynningunni eru kallaðar raunhæfar og frekar hóflegar áætlanir þá munu hluthafar fá 12–13 falda fjárfestingu sína til baka á þremur árum. Þann 5. nóvember síðastliðinn var til­ kynnt á stórum blaðamannafundi að nýtt flugfélag Play væri við það að fá flugrekstrar leyfi og hygðist hefja sölu á fyrstu ferðum núna í nóvember. Ríflega hálfum mánuði síðar hefur slík sala ekki hafist og ekki hefur verið gengið frá flug­ rekstrarleyfi. Samgöngustofa staðfesti í samtali við DV að slíkt leyfi væri ekki kom­ ið í höfn enda myndi það þá vera birt á vef Samgöngustofu. Samkvæmt kynningunni er gert ráð fyrir að flug hefjist hjá félaginu strax á þessu ári þótt gert sé ráð fyrir að sætanýting verði minni út árið og á fyrstu sex mánuðum ársins 2020. Að sögn heimildarmanns DV ber kynn­ ing PLAY með sér gífurlega bjartsýni stofn­ enda og gerir ráð fyrir miklum og hröðum vexti. „Þeir ætla að byrja með tvær vélar og fjölga í sex fyrir næsta vor. Þetta var eitt af því sem reyndist WOW svo erfitt, all­ ur þessi hraði vöxtur, ef Play ætlar ekki að gera sömu mistök og WOW þá er þetta eitt sem þeir ættu alls ekki að gera.“ Play var gagnrýnt eftir kynninguna fyrir að gefa upp að flugliðar yrðu á lægra kaupi en hjá WOW, en þó hærra kaupi en hjá er­ lendum samkeppnisaðilum sem þeim bjóðist vinna hjá í dag. Það er ætlun Play að ráða þann mannauð frá WOW sem þegar hefur hlotið rétta þjálfun og menntun í störfin. Heimildarmaður DV segir að ef Play hafi vissulega tekist að finna leið til að lækka kostnað við áhöfnina, þá sé það stór­ virki út af fyrir sig. „Þetta er eitthvað sem bæði WOW air og Icelandair hafa barist við í gegnum tíðina. Þarna eru þeir á einu bretti að spara fjórð­ ung eða meira af kostnaðnum án vand­ ræða, ef þeim tókst það þá ætti Icelandair að ráða þessa menn og borga þeim mjög vel, enda búnir að leysa mjög stórt vanda­ mál fyrir fyrirtækið.“ Samkvæmt heimildum DV er einnig athugavert að félagið hafi gefið upp að þeir hafi samið á áður óþekktum kjörum um þjónustu á flugvellinum, svonefnda „ground handling“. Þetta gefi til kynna að Play hafi ekki samið við stærri aðila á Keflavíkurflugvelli, heldur mun minna og reynsluminna fyrirtæki sem hafi líklega ekki mikla reynslu af því að þjónusta áætl­ unarflug. Varðandi áætlaðan hagnað félagsins, og 12–13 falda fjárfestingu til baka til hlut­ hafa segir heimildarmaðurinn að þarna sé óhófleg bjartsýni á ferð. „Þetta er algjörlega út í hött. Það geta allir orðið ríkir í Excel og Play ætlar sér svo sannarlega að vera það.“ Tvær vikur eru liðnar síðan tilkynnt var um nafn og áætlanir flugfélagsins Play. Tveimur vikum síðar er félagið strax komið á eftir áætlun og engir farmiðar farnir í sölu þegar rúmur mánuður er eftir af þessu ári. Ekki náðist í upplýsingafulltrúa Play við vinnslu fréttarinnar. n Erla Dóra erladora@dv.is Play ekki komið á flug þrátt fyrir háleit markmið n Ekkert flugrekstrarleyfi komið n Engar ferðir komnar í sölu n Gera ráð fyrir gífurlega góðri afkomu á innan við þremur árum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.