Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 26
26 FÓKUS 22. nóvember 2019 H elga Reynisdóttir hefur starfað sem ljósmóðir undanfarin fjögur ár en hún hóf störf við aðhlynn- ingu snemma á unglingsaldri og vann lengi vel á Hrafnistu í Hafnafirði. „Ég var slakur námsmaður og fljótt stimpluð sem tossi en fékk síðar greiningu sem lesblind. Eft- ir viðeigandi aðstoð fór boltinn lokins að rúlla. Ég kláraði helm- inginn af stúdentinum á einu ári og eftir það lá leiðin í hjúkrunar- fræði og svo í ljósmóðurfræði. Það er nefnilega ekkert mál að læra þegar áhuginn er til staðar og það sannaði sig í háskólanum þegar ég útskrifaðist með fyrstu einkunn úr bæði hjúkrun og ljós- móðurfræði.“ Átröskun á meðgöngu lítið rannsakað efni Margar ljósmæður hafa lýst því að verða háðar því að upplifa fæðingar og Helga tekur undir það. „Í fyrstu var ég oft óörugg og jafnvel hrædd enda fylgir starfinu gríðarleg ábyrgð, maður er með lífið í lúkunum – bókstaflega. Eftir því sem tíminn líður og ég finn ör- uggið vaxa með sjálfri mér skil ég sífellt betur þær ljósmæður sem hafa lýst því sem svo að maður verði háður því að vera viðstaddur fæðingar. Að því sögðu viðurkenni ég fúslega að fyrstu mánuðina var ég á báðum áttum hvort ég gæti þetta yfirhöfuð, hræðslan við að mistakast, yfirsjást eitthvað sem gæti skipt máli var mjög mikil. Heilbrigði fólks hefur áhrif bæði á meðgöngu og fæðingu en á hinn bóginn eru stelpur líka hrædd- ar við að þyngjast. Barnshafandi konur eru í dag eldri, þyngri og veikari en hér áður fyrr. Lokaver- kefni mitt var einmitt um átrösk- un á meðgöngu en þetta er lítið rannsakað efni. Með tilkomu samfélagsmiðla eru konur oft með óraunhæfar væntingar til sjálfra sín, eins sjáum við dæmi um ofþjálfun á meðgöngu sem er ekki góð heldur. Heilbrigð hugsun skiptir gríðarlegu máli en ljósmæður eru einmitt í góðri stöðu til þess að fyrir byggja, veita fræðslu og hvetja til lífsstíls- breytinga. Ég spyr mína skjól- stæðinga gjarnan hvernig fyrir- mynd þeir vilji vera fyrir barnið sitt, því vitað er að foreldrar verða þeirra helstu félagsmótunaraðilar og fyrirmyndir. Ætlar þú að borða skyndibita fyrir framan sjónvarpið eða elda heilsusamlegan mat og spjalla um lífið? Þarna hefur fólk níu mánuði til að taka breyting- um og ég hvet verðandi foreldra eindregið til þess að nýta sér það, fara í göngutúra eftir kvöldmat og koma inn sundferðum með fjöl- skyldunni.“ Töfrandi að vera hluti af stærstu stundinni Gríðarleg aukning hefur orðið á vandamálum á meðgöngu undanfarin ár og sífellt fleiri kon- ur greinast með meðgöngusykur- sýki svo eitthvað sé nefnt. Oft og tíðum er umönnun fæðandi konu mjög flókin og krefjandi. „Þetta felur ekki bara í sér að grípa barnið, oft erum við með konur nánast í gjörgæslu og það krefst mikils. Það kemur líka fyr- ir að maður lendir í aðstæðum þar sem hver mínúta skiptir máli. Ég hef lært gríðarlega mikið og er orðin býsna fær, en ég á enn eft- ir að læra heilmargt enda tekur mörg ár að verða góður í þessu, mestu máli skiptir að sækja endurmenntun. Innsæið mitt er líka stöðugt að eflast og ég er með tímanum að verða þokkalega ör- ugg með sjálfa mig,“ segir Helga og bætir við að adrenalínkikk fæð- andi móður flæði eflaust að ein- hverju magni yfir til ljósmóður- innar enda finni hún kikk í hvert sinn sem barn kemur í heiminn. „Eflaust er þetta sambland af adrenalíni og ástarhormónum fyrir þá einstaklinga sem eru svo heppnir að verða vitni að þessari stundu og þá er eins og maður ánetjist þessari tilfinningu. Svo eru það náttúrlega launin, þau eru frábær,“ segir Helga í kald- hæðnislegum tón. Hún fullyrðir þó að í þau fáu skipti sem hún sé í vaktafríi hlakki hún til að mæta aftur til vinnu. „Það er eitthvað svo töfrandi við það að fá að vera hluti af þessari stærstu stund í lífi fólks. Að geta rétt fram hjálp- arhönd, hughreyst fjölskyldur og sjá gleðina og ástina skína úr aug- um fólks þegar það fær barnið sitt í hendurnar er ólýsanleg stund. Ég verð enn klökk í hvert sinn.“ Atburðarásin hefur alltaf áhrif „Starfið er mjög fjölbreytt og krefjandi og ég veit aldrei hvaða verkefni bíða mín, enginn dagur er eins. Ég er mikið inni hjá skjól- stæðingum mínum og mér þyk- ir ofboðslega gaman að kynnast fólki og hjálpa því á þessari stund. Þess utan á ég bestu samstarfsfé- laga sem hægt er að óska sér, við erum mjög náinn hópur og eigum það til að kalla hver aðra systur. Það skiptir svo miklu máli því við verðum að geta rætt vel saman í vinnunni um það sem við gerum og verðum vitni að, í því felst viss úrvinnsla. Við erum einnig dug- legar að hittast utan vinnu og slá á létta strengi enda erum við flestar mjög miklar félagsverur og léttar á því.“ Helga hefur sankað að sér ótal skemmtilegum minning- um úr vinnunni. Hún segir fyrstu fæðinguna enn sem komið er vera þá eftirminnilegustu. „Ég mun aldrei gleyma fyrstu fæðingunni sem ég varð vitni að. Ég grét meira en faðirinn og að endingu þurfti ljósmóðir að hugga mig. Ég sveif svo á bleiku skýi í margar vikur. Það var þá sem ég vissi að ég yrði að leggja þessa starfsgrein fyrir mig. Það enda þó ekki allar fæðingar vel og vissulega er það sá þáttur sem tekur mest á, ef illa fer, en þetta er aldrei þannig starf að hægt sé að skilja það eftir þegar haldið er heim á leið. Atburðarásin, hvort sem hún er gleðileg eða ekki, hefur einfaldlega of mikil áhrif á mann.“ n Áhugasamir geta fylgst með Helgu á Instagram-síðunni ljósmæður en hún segir mikil- vægt að konur séu vel upplýstar á meðgöngu og að þær fái upplýs- ingar frá fagfólki. „Ég verð klökk í hvert sinn“ Dagur í lífi ljósmóður: Íris Hauksdóttir iris@dv.is M Y N D IR E Y Þ Ó R Á R N A S O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.