Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Síða 45
Stóra jólablaðið22. nóvember 2019 KYNNINGARBLAÐ REFOCUS: Endurheimtu orku og einbeitingu með fæðubótarefni sem hannað er fyrir Íslendinga REFOCUS er glænýtt íslenskt fæðubótarefni með viðbættu járni og D-vítamíni og hannað fyrir huga og orku. Refocus er sérstaklega sniðið að námsmönnum og fólki sem er í krefjandi starfi og vill auka orkuna og bæta einbeitinguna. Járn- og D-vítamínskortur er algengasti næringarskortur fólks um allan heim. D-vítamínskortur er sérstaklega viðvarandi á Íslandi og víðar á Norðurlöndunum þar sem fólk býr við skert sólarljós marga mánuði á ári. Hann getur í öfgakenndum tilfellum leitt til beinþynningar og beinkramar. Einnig er hann algengur hjá þeim sem þjást af depurð og þunglyndi og jafnvel vefjagigt. Þess má geta að á meðan flest D-vítamín er unnið úr dýraafurðum þá er D-vítamínið í Refocus 100% vegan. Járnskortur getur einnig valdið fölva, þreytu og minna úthaldi. Refocus hentar afar breiðum hópi fólks og er fullkomið fæðubótarefni fyrir Íslendinga. Kísill fyrir heilsuna Refocus er í grunninn kísilsteinefni sem þróað var af GeoSilica og er með viðbættu vegan D 3-vítamíni og járni. Kísillinn er í öllum vörum GeoSilica en kísill er afar góður og getur stutt við æðakerfið, bein, vöðva, liði, húð, hár og neglur. Hann getur einnig stutt vel við ónæmiskerfið og hjálpar til við upptöku á öðrum steinefnum. Við fæðumst öll með ákveðið magn af kísil í líkamanum sem minnkar svo eftir því sem við eldumst. Kísill er því eitthvað sem við ættum öll að huga að því að taka inn. 5 fæðubótarefni fyrir aukin áhrif GeoSilica hefur áður komið með fjórar aðrar vörur á markað. Það eru Pure, sem er 100% hreint kísilsteinefni, Renew, sem er kísilsteinefni með viðbættu sinki og kopar fyrir húð, hár og neglur, Repair, kísilsteinefni með viðbættu mangan fyrir bein og liði, og svo Recover, kísilsteinefni með viðbættu magnesíum fyrir vöðva og taugar. Þeir sem hafa innleitt fæðubótarefnin frá GeoSilica í daglega rútínu sína hafa allir gott eitt að segja um vörurnar. Fæðubótarefni er ekki töfralausn, en flestir sem hafa byrjað að nota vörurnar frá GeoSilica finna mun á sér eftir fyrstu flöskuna. ,,Ég hef sjálf verið með járn- og D-vítamínskort sem er afar algengt um allan heim og sérstaklega á Norðurlöndunum þar sem við búum við skert sólarljós hluta árs. Ég á sjálf erfitt með að taka töflur yfirhöfuð og veit að það er lítið framboð á steinefnum af þessu tagi í vökvaformi. Það lá fyrir að fara í þróun á hágæða fæðubótarefni sem inniheldur steinefni og vítamín sem flestir íslendingar þurfa á að halda. Varan hefur vakið mikla athygli hér heima og erlendis, sérstaklega vegna þess að það eru fáar vörur á markaði sem innihalda D-vítamín og járn og eru veganvottaðar,“ segir Fida Abu Libdeh, framkvæmdastýra GeoSilica. Íslensk framleiðsla og hugvit Allar vörur frá GeoSilica eru algerlega lausar við öll skaðleg aukaefni, innihaldsefni eru fá og örugg og vörurnar eru allar veganvottaðar. Vörurnar eru framleiddar á Íslandi og unnar úr íslensku jarðhitavatni. Þær eru í vökvaformi og því auðveldar í inntöku. Til dæmis má bæta fæðubótarefninu út í safa, hristinga, kaffi eða taka eitt og sér, allt eftir því hvað hentar. Renew, Repair, Recover og nú nýjast á markaðnum, Refocus, eru sérsniðin fæðubótarefni sem henta nútímamanninum á þann hátt að viðbættu efnin styrkja það sem hver og einn er að leita eftir. Eitt fæðubótarefni fyrir aukna virkni. Pure og Repair eru svo til bragðlaus, Renew er með geláferð, Recover er súrt en bragðið kemur af viðbættu magnesíum sítrat og Refocus einkennist af mildu járnbragði sem kemur frá viðbættum steinefnum og vítamíni. Fæðubótarefnin frá GeoSilica: n Fyrir ónæmiskerfið, bein, vöðva, liði, húð, hár og neglur n Geta hjálpað til við upptöku á öðrum steinefnum n Fá innihaldsefni n Laus við skaðleg aukaefni n Unnin úr íslensku jarðhitavatni n Framleidd á Íslandi n Veganvottuð n Auðveld til inntöku n Eru í vökvaformi sem getur stuðlað að góðri upptöku Yfir 120 sölustaðir um land allt Vörurnar frá GeoSilica fást á yfir hundrað sölustöðum um allt land, meðal annars í matvöruverslununum Nettó, Fjarðarkaupum og Hagkaupum, öllum helstu apótekum og ýmsum heilsuvöruverslunum. Einnig er hægt að panta vörurnar beint á vefsíðu GeoSilica, geosilica.com. Nánari upplýsingar má nálgast á geosilica.com.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.