Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Side 48
Stóra jólablaðið 22. nóvember 2019KYNNINGARBLAÐ GRANÍTSTEINAR - Gæði, fegurð og fagleg þjónusta Granitsteinar hafa verið starfandi frá árinu 2008 og hefur fyrirtækið vaxið ört undanfarin ár. Legsteinar, fallegt úrval og persónuleg þjónusta „Okkar helsta sérhæfing er tvíþætt, annars vegar legsteinar þar sem við erum með alla alhliða þjónustu við legsteina, t.d. uppsetningu, hreinsun og lagfæringar og hins vegar borðplötur,“ segir Sigurður Hjalti Magnússon, starfsmaður hjá Granítsteinum. Fyrirtækið býður upp á mikið úrval legsteina, granítsteina, íslenska steina og duftsteina, svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að kynna sér úrvalið á heimasíðu fyrirtækisins. Að auki er þar að finna fjölbreytt úrval fallegra aukahluta frá Ítalíu, postulínsmyndir, leiðiskrossa og fleira. Starfsfólk fyrirtækisins leggur sig fram um að sinna séróskum viðskiptavina varðandi legsteina, uppsetningu og lagfæringar. „Einnig getum við sérpantað eftir óskum hvers og eins,“ segir Sigurður. Steinarnir sem Granítsteinar bjóða upp á eru bæði fjölbreyttir og fallegir svo flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, til að merkja legstaði ástvina. Borðplöturnar aldrei vinsælli Önnur vinsælasta vara Granítsteina er borðplötur. „Borðplötuvinnslan hefur verið vaxandi undanfarin ár og við leggjum okkur fram við að sinna séróskum viðskiptavina og arkitekta.“ Sérlega gott efnisúrval er hjá fyrirtækinu og má þar nefna granít, quartz, marmara og quartside. Aðspurður um efnisframboð segir Sigurður: „Ef efni finnst ekki á lagernum hjá okkur þá getum við sérpantað fyrir viðskiptavinina.“ Aldrei dauður tími Vinnan er að einhverju leyti árstíðabundin. Yfir sumarmánuðina er gjarnan mest að gera í legsteinum. Þá er þægilegast að vinna í kirkjugörðum og kjörinn tími til að velja nýja steina eða skipta út gömlum. Sá tími hentar einnig vel til viðhalds og uppsetningar nýrra fylgihluta. „Á haustin kemur svo jólatörn í borðplötum,“ enda kjörið að prýða eldhúsið með traustri og fallegri borðplötu áður en jólabaksturinn fer í hönd. Að auki taka Granítsteinar að sér ýmis sérverkefni, til að mynda að klæða veggi og baðherbergi með hinum ýmsu steintegundum. Þá hafa sérsmíðaðir steinvaskar fyrirtækisins notið mikilla vinsælda. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu fyrirtækisins granitsteinar.is. Einnig má benda á Istagram-reikning þeirra, @ granitsteinar þar sem finna má fjöldann allan af myndum af nýlegum framkvæmdum þeirra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.