Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Síða 71

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Síða 71
Stóra jólablaðið22. nóvember 2019 KYNNINGARBLAÐ VETRARPARADÍS Í SKÓGINUM: Komdu og upplifðu Jólamarkað í Heiðmörk Hinn sívinsæli og dásamlegi Jólamarkaður í Heiðmörk verður opnaður um helgina. Markaðurinn er haldinn ár hvert af Skógræktarfélagi Reykjavíkur. „Við bjóðum gestum að njóta með okkur ljúfrar og notalegrar jólastemningar í bland við stórskemmtilega markaðsstemningu og fjölbreytta, framsækna og áhugaverða menningardagskrá. Þetta verður sannkölluð vetrarparadís þar sem fólk getur komið og fundið ró inni í skóginum,“ segir Sara, Jólamarkaðsstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Á handverksmarkaði Jólamarkaðarins úir og grúir af fallegum listaverkum, handverksmunum og góðgæti sem gaman er að skoða og gæða sér á í aðdraganda jólanna. Hér má auðveldlega finna fallegar og einstakar jólagjafir handa vinum og vandamönnum. „Vörurnar eru unnar úr náttúrulegum efnivið. Handverksfólkið og listamennirnir eru að selja sjálfir og því má kynnast þessu hæfileikaríka fólki og jafnvel hlýða á skemmtilegar sögur á bak við munina.“ Félagið rekur einnig notalega kaffistofu. Verðlagið verður hagstætt svo að flestir geti fengið sér kakó eða kaffisopa í fjölskyldufaðmi. Einstakar vörur á markaðnum Markaðurinn er síbreytilegur. „Langflestir söluaðilar eru litlir framleiðendur sem eru með bás hjá okkur yfir aðeins eina helgi. Einstaka aðilar eru þó allar helgarnar. Þar má t.d. nefna Ytri Hólm sem vinnur hangilæri eins og þau voru upprunalega framleidd hér áður fyrr. Engin saltsprautun eða ónauðsynleg uppfylliefni, bara gamla góða hangilærið.“ Meðal söluaðila má til dæmis nefna Hraundísi og Íslenska Hollustu. Nældu þér í dásamlega fallegar jólagjafir sem unnar eru af innlendu handverksfólki sem og einstakar íslenskar sælkeravörur sem fást alls ekki í hvaða búð sem er. Sjálfbær og vistvæn ræktun Á markaðnum verða að sjálfsögðu til sölu gullfalleg jólatré. „Þó svo að jólatrén okkar hjá skógræktarfélögunum séu aðeins dýrari en hjá samkeppnisaðilum eru kostirnir við að kaupa frá okkur fjölmargir. Jólatrén koma beinustu leið úr skóginum okkar og með því að versla við skógræktarfélög eru viðskiptavinir að kolefnisjafna sitt spor á árinu. Fyrir hvert tré sem er hoggið gróðursetjum við fimmtíu ný tré. Einnig eru þetta íslensk tré og því enginn innflutningur eða olíuslóð á bak við þau. Þetta eru einfaldlega falleg og umhverfisvæn jólatré fyrir kröfuharða Íslendinga.“ Óbeisluð náttúran heima í stofu Þá verða einnig í boði Einstök jólatré. „Þetta eru ekki þessi hefðbundnu, þríhyrningslaga jólatré, heldur koma þau í allskonar stærðum, gerðum, formum og tegundum. Grenitré eru svo ótrúlega fjölbreytt og ein tegund, eitt útlit og ein gerð hentar ekki öllum. Einstök tré eru margskonar alveg eins og mannfólkið. Þau eru löng og mjó fyrir litlar íbúðir, stór og villt fyrir þá sem hafa pláss, og margt fleira. Þetta er pínu eins og að hafa villta náttúru á stofugólfinu heima hjá sér, en sjálfri finnst mér þessi tré bera trjáskrautið jafnvel betur en hefðbundnu jólatrén. Á hverju ári bjóðum við myndlistarmanni að skreyta markaðstréð okkar. Í ár hefur Elín Hansdóttir tekið það að sér og hefur hún fullkomið listrænt frelsi til þess að gera tréð að sínu.“ Fjölbreytt skemmtiatriði, menning og notalegar fjölskyldustundir Jólamarkaðsstemningunni lýkur ekki hér. „Hingað koma fjölbreyttir listamenn, rithöfundar og tónlistarmenn sem halda stemningunni uppi með upplestrum, tónlistaratriðum og ýmsu fjöri. Fyrir hverja helgi birtum við dagskrána á Fabebook-síðu markaðarins, Jólamarkaður í Heiðmörk.“ Notaleg fjölskyldustund með varðeldi Upplestur barnabóka hefst klukkan 14.00 alla dagana. „Þá kemur vel valinn barnabókarhöfundur og les upp fyrir börnin. Upplesturinn fer fram í útikennslustofunni okkar, Rjóðrinu, sem er inni í skóginum. Þá er kveikt upp í varðeldi og allir sitja kringum eldinn og hlýða á höfundinn. Þarna skapast alveg himnesk og notaleg kúrekastemning þar sem krakkarnir gleyma sér alveg í sögunni. Svo ryðst jólasveinninn inn í Rjóðrið og tekur orðið. Krakkarnir eru þá lei+ddir út á markaðstorgið þar sem dansað er í kringum jólatréð.“ Jólamarkaðurinn við Elliðaárbæ í Heiðmörk er haldinn allar aðventuhelgar fram að jólum frá kl. 12–17. 30.nóvember–1. desember 07.–08. desember 14.–15. desember 21.–22. desember. Jólaskógurinn á Hólmsheiði verður opnaður 7. desember 2019 en þar er hægt að höggva sjálfur jólatré þrjár síðustu aðventuhelgarnar fyrir jól. Skógarmannakaffi mun krauma allan liðlangan daginn og Jólaskógakaffivagninn selur kakó með rjóma, kö kur og annað gotterí. Opið frá 11–16. 7.–8. desember OPNUN 14.–15. desember 21.–22. desember
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.