Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Síða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Síða 80
80 22. nóvember 2019 SAKAMÁL M ikið stóð til að Fitzhamon Embank- ment númer 29 í Cardiff í Wales á Bretlandi árið 1989. Eigendurnir höfðu ákveðið að koma þar niðurníddum raðhúsum í betra horf og breyta húsnæÞann 7. desember hljóp snurða á þráðinn og öll vinna lagðist niður. Ástæðan var sú að í garði fyrir framan eitt raðhús- ið grófu vinnumenn sig niður á óhugnanlegan fund í garðinum; upprúllað teppi, sem bundið var saman með rafmagnsleiðslum. Innihaldið var beinagrind og var plastpoki reyrður um höfuðkúp- una og handleggirnir höfðu ver- ið bundnir með rafmagnsvír fyrir aftan bak. Fimmtán ára stúlka Lögreglan velktist ekki í vafa um að þarna væri um að ræða morð- mál og lagði því áherslu á að kennsl yrðu borin á fórnarlambið eins fljótt og auðið yrði. Það yrði þrautin þyngri því ekki var mikið til að byggja á. Fyrir lá að beina- grindin var úr kvenmanni. Tannlæknir, David Whittaker, var meðal annarra lögreglu innan handar. Sagðist hann geta með 80 prósenta vissu fullyrt að um væri að ræða stúlku sem hefði verið fimmtán og hálfs árs þegar hún mætti örlögum sínum. Talið var að hún hefði liðið of- beldisfullan dauðdaga og senni- lega kyrkt. Borin kennsl á fórnarlambið Aðrir sérfræðingar töldu að hún hefði verið grafin fyrir að minnsta kosti fimm árum og að hún hefði ekki verið af albresk- um, hvítum uppruna. Leitað var til listamanns við Manchester-háskóla og hann fengin til að gera mót af hans hugmynd um andlit stúlkunnar. Tveimur dögum eftir að mynd af endurgerð andlits stúlk- unnar birtist, í útsendingu BBC í janúar 1990, var lögreglan kom- in með nafn til að tengja við lík- amsleifarnar. Idris nokkur Ali hafði hringt til lögreglunnar og sagst telja sig þekkja stúlkuna, Karen Price. Karen hafði fimmtán ára horfið af heimili á vegum hins opinbera, í Pontypridd í Wales, þann 3. júní árið 1981. Til henn- ar hafði ekki spurst síðan. Ömurleg æska Karen fæddist 4. september, 1965, móðir hennar var spænsk og faðir hennar átti rætur að rekja til Kýpur. Þau höfðu skilið þegar Karen var sex ára og hún hafði alist upp hjá föður sínum þar til henni var kom- ið í fóstur tíu ára gamalli. Hvað sem því líður þá var það engin nýlunda að Karen léti sig hverfa og því varð lítið upp- nám á fósturheimilinu þegar það gerðist árið 1981. Líkt og fleiri börn á heimilinu, með brotinn bakgrunn, átti Karen það til að strjúka. En í þetta skipti sneri hún ekki til baka, og vakti það furðu þrátt fyrir allt og allt. Viðleitni til að finna hana bar ekki árangur, hún virtist einfaldlega horfin og í átta ár var hennar saknað og hún skráð sem slík hjá yfirvöldum. Ónafngreind kona Upphaflega hafði Ali haft sam- band við lögregluna einfaldlega sem einhver sem hafði þekkt Karen Price og lögreglan taldi hann í besta falli geta varpað ljósi á síðustu vikurnar í lífi Karenar. Það átti eftir að breytast. Í febrúar, 1990, gaf sig fram við lögreglu ung kona sem hafði ver- ið þrettán ára þegar hún dvaldi á sama heimili og Karen. Konan, sem aldrei var nafngreind, sagði að á sínum tíma hefði hún tekið þátt í kynlífi með karlmönnum gegn greiðslu. Ofbeldisfullt atvik Einn umræddra manna hafði verið dyravörður að nafni Alan Charlton. Í annað skipti sem kon- an hitti Alan vildi hann að hún tæki þátt í kynferðislegum athöfn- um, sem henni hafði ekki hugn- ast. Fyrir vikið hafði Alan þessi skorið hana með hnífi í lærið. Konan bætti um betur og sagði lögreglunni af einu ofbeldisfullu atviki sem átti sér stað með Alan og lauk með morðinu á Karen Price. Konan þekkti annars Karen ekki vel þótt þær hefðu hist í vafasömum félagsskap hér og hvar í bænum. Að sögn konunnar hafði Karen verið myrt í íbúð Alans Charlton þar sem þær höfðu verið stadd- ar. Viðstaddur morðið var annar karlmaður; Idris Ali. Karen kyrkt Þetta var vending sem lögreglan LÍKIÐ Í GARÐINUM n Breyta átti húsnæði í Cardiff n Teppi grafið í garðinum geymdi lík n Ekki var allt sem sýndist n Vitni kom lögreglunni á slóð morðingjans „Fyrst gekk hann í skrokk á Karen, kyrkti hana síðan og hafði að lokum samfarir við lík hennar. Á vettvangi Verkamenn grófu sig niður á óhugn- anlegan fund. Dyravörður Alan Charlton missti stjórn á skipi sínu með banvænum afleiðingum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.