Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Page 86

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Page 86
86 FÓKUS 22. nóvember 2019 Milljarðar í góðgerðarstarf Gates elskar að ferðast með fjöl- skyldunni og hefur verið þekkt- ur fyrir að eyða allt að fimm milljónum dollara í eitt frí. Hann elskar að spila tennis og fara á skíði en einnig að lesa og spila bridds. Hann eyðir hins vegar langmestu fé í góðgerðarmál og voru hann og eiginkona hans ný- lega valin gjafmildustu mann- vinirnir því þau hafa gefið rúmlega 36 milljarða dollara til góðgerðar- mála í gegnum samtök sín, Bill and Melinda Gates Foundation. Þau sóru þess heit árið 2010 að gefa mest að auðæfum sínum til góðgerðarmála og hafa einnig tekið virkan þátt í góð- gerðarstarfi í þróunarlöndum. Þau hafa gefið margar milljónir dollara í að styðja við rannsóknir á Alzhei- mer-sjúkdómnum sem og í verk- efni til að berjast gegn malaríu og ebóluvírusnum. Tveir og hálfur milljarður hefur runnið til GAVI Alliance sem eykur aðgengi að bóluefni í þróunarlöndum. Þau hafa einnig barist ötullega við að útrýma næringarskorti í Nígeríu. Þegar þau falla frá heldur þessi gjafmildi áfram því börnin þeirra þrjú munu aðeins erfa tíu millj- ónir dollara hvert. Einkaþotan Bill Gates á einkaflugvél af gerðinni Bombardier BD-700 Global Express sem kostar fjörutíu milljónir dollara og tekur nítján far- þega í sæti. Innsýn í líf n Bill Gates þénar á tá og fingri n Eyðir ekki í vitleysu heldur hjálpar bágstöddum manns í heimi T æknigúrúinn Bill Gates hjá Microsoft endur- heimti fyrsta sætið á lista Bloomberg yfir ríkasta fólk heims. Þar með náði hann að henda Jeff Bezos hjá Amazon úr toppsætinu eftir að Microsoft landaði tíu milljarða dollara samningi við Pentagon sem Am- azon var einnig á höttunum eftir. Bill Gates var hent niður í þriðja sæti á listanum í júlí síðastliðnum í fyrsta sinn í sjö ár. Í dag er Bill Gates metinn á 110 milljarða dollara. Ef hann myndi eyða einni milljón dollara á dag þá myndi taka hann 245 ár að verða blankur. Hann og eigin- kona hans, Melinda Gates, lifa hins vegar ekkert sérstaklega hátt og eyða brotabroti af auðnum í lúxus. Meirihlutinn af tekjum hjónanna fer í góðgerðarmál. Bill Gates varð nýlega 64 ára en hann var orðinn milljarðamær- ingur 31 árs og var þá yngsti millj- arðamæringur sögunnar. Í dag er hann 25 milljörðum dollara rík- ari en hann var fyrir fimm árum og 10,5 milljörðum dollara rík- ari en hann var fyrir ári. Við skul- um kíkja á hvernig ríkasti maður heims eyðir auðæfunum. Búgarðurinn Bill Gates keypti jörð í Medina í Washington fyrir tvær milljónir dollara árið 1988. Það tók hann sjö ár að reisa búgarðinn Xanadu 2.0 á lóðinni og eyddi hann 63 milljónum dollara í bygginguna. Búgarðurinn er rúmlega sex þúsund fermetrar og er metinn á 125 milljónir dollara í dag. Árið 2017 greiddi hann rúma milljón dollara í fasteignaskatt af eigninni. Tölvur og list Á búgarðinum eru tölvuskjá- ir að verðmæti áttatíu þúsund dollara. Þá er hann einnig með sérstök tæki sem metin eru á 150 þúsund dollara sem geta varpað ljósmyndum eða listaverkum á fyrrnefnda skjái með einum smelli. Raunveruleg lista- verk hanga einnig á veggnum, til dæmis eftir Winslow Homer sem auðjöfurinn keypti á 36 milljónir dollara árið 1988. Þá er einnig risastórt bókasafn á búgarðinum sem geym- ir til að mynda sextándu aldar handrit eftir Leonardo da Vinci sem Bill Gates keypti á uppboði árið 1994 á þrjátíu milljónir dollara. Bílasafnari Gates er mik- ill bílasafnari en fyrsti bíllinn sem hann keypti eftir að hann auðgaðist var Porsche 911 Supercar. Þann bíl seldi hann og síðar var hann boðinn upp fyrir áttatíu þúsund dollara. Hann á einnig Porsche 959. Búgarðabrjálæði Gates á einnig búgarð í Wellington í Flórída. Hann eyddi 27 millj- ónum dollara í að kaupa ýmis hús á því svæði, þar sem margir vellauðugir knapar búa. Dóttir Gates-hjónanna er góður knapi og keyptu þau búgarðinn til að styðja við ástríðu dóttur sinnar. Gates á einnig búgarðinn Rancho Pa- seana í Kaliforníu sem hann keypti fyrir átján milljón- ir dollara. Þá á hann búgarð í Wyoming sem kostaði 8,9 milljónir dollara árið 2009. Sérstakur sandur Á búgarðinum er einnig trampólínherbergi og sund- laug. Þá lætur Gates flytja sand frá St. Lúsíu í Karíba- hafinu til að skreyta umhverfi búgarðsins. Auk bíósals fyrir tuttugu manns, sex eldhúsa og 24 baðherbergja er bílskúr á lóðinni sem hýsir 23 bíla. Hótelmógúll Gates hef- ur fjárfest mikið í hótelum í gegnum félag sitt Cascade. Hann á hlut í Charles-hótel- inu í Cambridge í Massachu- setts og á næstum því helming í Four Season Holding-hót- elkeðjunni. Árið 2013 keypti hann Ritz-Carlton-hótelið í San Francisco í félagi við aðra. Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Ótrúlegur maður Bill Gates er ríkasti maður heims. Mynd: Getty Images Verðmæti Þetta handrit á Bill Gates.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.