Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Page 89
TÍMAVÉLIN 8922. nóvember 2019
var í námi á Akureyri og við flutt-
um þangað með alla krakkana.
Ég var heimavinnandi húsmóðir
og vann hálfan daginn á sólbaðs-
stofu. Mig langaði að gera eitt-
hvað meira því mér leiðist hvers-
dagsleikinn. Einn daginn sá ég
auglýsingu um söngvarakeppni
og að það þyrfti að skrá sig til leiks
það kvöld, sem ég og gerði,“ sagði
Inga um aðdraganda keppninnar
í viðtali við Vísi árið 2017. Í við-
talinu játaði hún að hún hafði
ekki hugmynd um hvað karókí
væri þegar hún skráði sig til leiks.
„Fyrsta sem ég spurði um var
hvaða hljómsveit væri að spila og
hvaða lag ég gæti sungið. Þá fékk
ég þau svör að ég gæti valið á milli
tíu þúsund laga. Ha? hváði ég þá.
Hvers konar hljómsveit er það.
[…] Ég skildi ekkert hvað ég var að
gera. Ég fór bara,
söng og varð fyrsti
Íslandsmeistarinn
í karókí.“
Í framhaldinu
festi Inga kaup
á karókígræjum
sem hún ferðað-
ist með á ýmsar
skemmtanir og vakti fyrir það
mikla athygli. Þó að karókí væri
búið að slá rækilega í gegn voru
enn einhverjir sem skildu ekki
þessa nýju tækni.
„Margir halda að karókí sé
bara diskótek og á einni skemmt-
un sem ég var á góndi fólk for-
viða á mig þegar ég fór að syngja.
Einnig kemur það mörgum á
óvart hvað ég er með fjölbreytt
lagaval og get spilað og sungið lög
fyrir alla aldurshópa,““ sagði Inga
í viðtali við Dag árið 1992.
Heimsfrægur í karókí
Það má segja að árið 1991 hafi
verið gullár karókí á Íslandi. Ís-
lendingar brugðust hratt og ör-
ugglega við og þetta ár kom fyrsta,
íslenska karókíhljómplatan út.
Platan hét Syngdu
með og var gefin út af Skífunni.
„Og nú getur hvaða Jón Jónsson
sem er sungið heima í stofu með
gömul og góð lög, eins og Eina
ósk og Skólaball, með uppruna-
legum undirleik án þess að hin-
ar stjörnurnar trufli,“ var sagt um
plötuna í kynningu á henni í Tím-
anum árið 1991.
Íslendingar létu sér ekki
nægja að þenja raddböndin á Ís-
landi heldur héldu nokkrir Ís-
lendingar út á stóra karókí keppni
í Newcastle í Bretlandi. Bjarni
Arason sigraði í karókí keppni
útvarpsstöðvanna á Íslandi og
fékk í framhaldinu að keppa í
Newcastle ásamt fyrrnefndri
Ingu Sæland. Bjarni söng My
Way með Frank Sinatra og svo
fór að hann bar sigur úr býtum
í Bretlandi. Var það mál manna
að Inga hefði endað í öðru sæti,
þótt önnur sæti en það fyrsta hafi
aldrei verið gefin upp. Bjarni Ara
var hæstánægður með sigurinn
í keppninni, en á þessum tíma
hafði hann dregið sig aðeins úr
tónlistarbransanum á Íslandi.
„Það er náttúrlega allt öðruvísi
en að
syngja á sviði en mjög skemmti-
legt. Þá uppgötvast ágætis söngv-
araefni í karókí,“ sagði hann í
viðtali við DV. Það var ferðaskrif-
stofan Alísa sem stóð fyrir vinsæl-
um karókíferðum til Newcastle á
þessu gullaldartímabili japönsku
sönglistarinnar.
Karókípartí, -keppnir og
-kvöld dúkkuðu upp um allar
koppagrundir. Allir sem vettlingi
gátu valdið spreyttu sig í karókí
á fyrri hluta tíunda áratugar síð-
ustu aldar. Karókí var tekið með
trompi, eins og svo margar nýj-
ungar sem rekur að ströndum
Íslands. Raftækjaverslanir og
vídeó leigur sáu sér leik á borði og
brátt var farið að selja handhægar
karókígræjur til einstaklinga og
vídeóleigur buðu upp á leigu á
slíkum græjum í heimahús.
SingStar til bjargar
Um miðbik áratugarins fór þó að-
eins að halla undan karókífætin-
um og nýjabrumið farið af
þessari einstöku uppfinn-
ingu. Var því oft haldið
fram að karókí væri hall-
ærislegt og úrelt, aðeins
nokkrum árum eftir að
það kom fyrst til lands-
ins og dvínuðu vinsældirn-
ar mjög. Hins vegar héldu
fyrir tæki, útvarpsstöðvar og
landsliðið í karókí áfram
að blása til karókíkvölda
og -keppna víðs vegar um
landið þannig að sportið dó
aldrei út. Árið 2004 setti Playsta-
tion síðan tölvuleikinn SingStar
á markað sem virkaði eins og nú-
tíma karókívél. Tölvuleikurinn
varð gríðarlega vinsæll á Íslandi
og voru haldin SingStar-teiti víðs
vegar um bæ og borg. Og hvað
gerist þegar partíið er búið en
gesti þyrstir enn í söng? Jú, þá var
haldið í karókí. Það má því segja
að SingStar hafi verið öflug drif-
fjöður í endurkomu karókímenn-
ingar á Íslandi.
Þótt karókí sé ekki með vin-
sælustu íþróttunum lengur hér á
landi þá lifir það samt góðu lífi,
bæði á Ölveri sem og í heimahús-
um þar sem tækninni fleygir
fram og lítið mál að standa fyrir
karókíkeppni heima í stofu.
Hvort að karókí deyi einhvern tí-
mann endanlega er erfitt að spá
um en ljóst er að þetta sport hefur
skreytt skemmtanalíf Íslendinga
mörgum litfjöðrum. n
Mögnuð uppfinning Fyrsta
fréttin um karókígræjuna á Ölveri.
Stuð í Sjallanum Karaoke-keppni í Sjallanum
á Akureyri.
Flakkari
Inga keypti sér
farandgræju
og skemmti
fólki.
Syngdu með Fyrsta íslenska karaoke-platan.
Látúnsbarkinn Bjarni Ara var duglegur í karao
ke.
Hressileg auglýsing Videóljón-
ið með tilboð á karókígræjuleigu.