Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Page 110

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Page 110
110 FÓKUS 22. nóvember 2019 YFIRHEYRSLAN Árni Kristjánsson M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N Árni Kristjánsson er skóla- stjóri Leiklistarskóla Borgarleik- hússins en samhliða starfar hann sem stundakennari í Sviðslista- deild Listaháskóla Íslands ásamt því að kenna leiklist í Dalskóla í Úlfarsárdal. Árni er í yfirheyrslu helgarinnar. Hvar líður þér best? Í faðmi fjölskyldunnar, það er alltaf best. Hvað óttastu mest? Persónuleg viðtöl í fjölmiðlum. Hvert er þitt mesta afrek? Að verða pabbi toppaði allar háskólagráður og leiklistarverðlaun. Ég má líka til með að nefna að í ár setti ég mér það markmið að hætta að nota plast- og pappabolla. Þetta var einfalt og gefandi markmið og nú erum við fjölskyldan alltaf að finna nýjar leiðir til að forðast plast. Við mætum með eigin pappírspoka í bakarí, krukkur á boost- barinn, ferðabolla á kaffihúsið, taupoka í búðina. Mesta afrekið er að þetta var átak en er núna orðið hversdagslegt. Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Þegar ég bjó í Berlín árið 2014 borgaði ég leiguna einn mánuðinn með því að vera tilraunadýr fyrir þró- un á verkjastillandi plástrum. Ég var ráðinn vegna þess að ég var með bringuhár. Það var einhvers konar lágpunktur. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Tíminn er eins og kaffið Hvernig væri bjórinn Árni? Árni í flösku væri líklegast alveg strang- heiðarlegur pilsner eftir þýskri uppskrift. Lík- legast væri orðagrín á miðanum á flöskunni. Besta ráð sem þú hefur fengið? Pabbi sagði mér á sínum tíma: „Allt sem þú gerir vel skilar sér aftur til þín.“ Það hefur reynst rétt allar götur síðan. Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Mér finnst fátt leiðinlegra en að raka mig. Ég ætla að telja það með sem húsverk. Besta bíómynd allra tíma? The Big Night með Stanley Tucci. Fæstir hafa séð hana, en ég segi vinum mínum reglulega frá henni. Frásögn- in tekur um 90 mínútur. Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Ég væri til í að geta teleport-að mig á milli staða. Mér leiðist fátt meira en umferðarteppur. Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Hvert sinn sem ég held á verkfæri er voðinn vís. Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? Árni er bæði fallegt og ljótt nafn. Þegar fólk kallar á mig og segir „Áddni“, „ÁHTT-ni“ eða „Aaahbbneee“ er það fyrir mér eins og að bryðja álpappír. Það er R í Árni! Hvaða getur þú sjaldnast staðist eða ert góður í að réttlæta að veita þér? Einhvern veginn er alltaf tilefni til að fá sér kaffi og veganhafraköku á Te og Kaffi. Hvað er á döfinni hjá þér? Þetta ár er mikið kennsluár hjá mér og ég er alla daga vikunnar að fylgjast með æðislegum nemend- um blómstra. Svo er annað barn á leiðinni í maí svo hér á heimilinu ríkir mikil tilhlökkun. Íris Hauksdóttir iris@dv.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.