Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 5

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 5
5www.virk.is VIRK Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK Samkvæmt lögunum er hlutverk VIRK að skipuleggja, hafa umsjón með og fjár- magna þjónustu á sviði atvinnutengdrar starfsendurhæfingar í samstarfi við aðra aðila. VIRK veitir ekki úrræði á sviði starfsendurhæfingar heldur hefur það hlutverk að móta, skipuleggja og fjármagna nauðsynlega þjónustu á grundvelli mismunandi samninga. Þannig eru til staðar samningar við stéttarfélög um allt land um hlutverk ráðgjafa, samningar við þverfagleg teymi sérfræðinga um þverfaglegt mat og samningar við fjölda úrræðaaðila um mismunandi úrræði á sviði starfsendurhæfingar. Þessu er betur lýst á mynd 1. Í lögunum er jafnframt lögð áhersla á að starfsendurhæfing sé einn þáttur í heildstæðu stuðningskerfi þar sem starfsendurhæfingarsjóðir og stofnanir og sérfræðingar innan velferðarkerfisins vinni saman og tryggi að einstaklingur fái þjónustu við hæfi á hverjum tíma. Það er ljóst að VIRK ber ekki að veita heilbrigðisþjónustu eða taka að sér lögboðið hlutverk félagsþjónustu sveitarfélaga eða Vinnueftirlits ríkisins. Það er hins vegar mikilvægt að VIRK eigi gott samstarf við aðra aðila innan velferðarkerfisins til að tryggja viðeigandi, faglega og árangursríka þjónustu í takt við þarfir hvers og eins einstaklings. Stefnumótun og framtíðarsýn Í lok árs 2012 hófst markviss vinna við að endurmóta stefnu og framtíðarsýn VIRK í kjölfar nýrra laga og reynslu undanfarinna ára. Sérstakur stýrihópur var myndaður um þetta starf og fundir haldnir með fjölbreyttum hópi hagaðila VIRK. Afrakstur þessarar vinnu liggur nú fyrir og hefur verið gefin út í sérstökum bæklingi. Lögð er áhersla á að framsetning á stefnu og framtíðarsýn sé einföld og auðskiljanleg en síðan er unnið nánar með hvern þátt fyrir sig í í starfsáætlun með skilgreindum verkþáttum og ábyrgðaraðilum. Á mynd 2 (sjá næstu opnu) má sjá skilgreiningu á hlutverki og framtíðarsýn VIRK til ársins 2020. Þarna eru einnig settar fram stiklur fyrir árin 2013, 2015 og 2020 sem varða leiðina að framtíðarsýn VIRK. Endurskoðun á stefnu og framtíðarsýn VIRK mun eiga sér stað árlega í takt við þróun og reynslu. Starfsmenn og ráðgjafar VIRK Í byrjun mars 2013 voru starfandi á skrifstofu VIRK 19 starfsmenn í um 17 stöðugildum. Um er að ræða fjölbreyttan hóp sérfræðinga og skrifstofufólks með mismunandi menntun og reynslu. Í byrjun mars 2013 störfuðu 36 ráðgjafar í um 34 stöðugildum hjá VIRK og reiknað er með því að um 8 ráðgjafar til viðbótar hefji störf fyrri hluta ársins 2013. Ráðgjafar VIRK starfa hjá stéttarfélögum/samtökum stéttarfélaga um allt land og tryggt er að ráðgjafar séu til staðar reglubundið í öllum stærri þéttbýlisstöðum landsins þannig að þjónustan sé aðgengileg jafnt á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Ráðgjafar VIRK hafa undantekningarlítið háskólamenntun á sviði heilbrigðis-, félags- eða menntavísinda og mjög margir þeirra hafa meistaragráði í sínu fagi. Ráðgjafarnir fá síðan mikla fræðslu hjá VIRK, bæði þegar þeir hefja störf og síðan með reglubundinni fræðslu sem skipulögð er fyrir alla ráðgjafa hjá VIRK. Sérstök nýliðafræðsla hefur einnig verið skipulögð og árlega er gefin út fræðsluáætlun. Ráðgjafarnir hafa ennfremur aðgang að þverfaglegu teymi og miklum stuðningi hjá VIRK. Þeir vinna allir eftir skilgreindum vinnuferlum og skrá í upplýsingakerfi VIRK sem tryggir samhæfni í vinnulagi og þjónustu. Í heild sinni starfa því um 55 manns hjá VIRK eða samkvæmt samningi milli VIRK og stéttarfélaga um allt land. Þetta er öflugur og fjölbreyttur hópur sem leggur sig fram um að byggja upp og tryggja einstaklingum góða, faglega og árangursríka þjónustu á sviði atvinnutengdrar starfsendurhæfingar um allt land. Sjá má myndir af öllum ráðgjöfum aftar í þessu ársriti og þar er einnig að finna viðtöl við tvo ráðgjafa sem lýsa reynslu sinni og sýn á ráðgjafastarfið. Mynd 1 • Samningar • Þróun (starfsgetumat, vinnuferlar og verkfæri) • Rannsóknir • Eftirlit (með ráðgjöfum, fagaðilum og úrræðaaðilum) • Þekkingaröflun • Þekkingarmiðlun og fræðlsa til ráðgjafa, úrræðaaðila og annarra • Samstarf við atvinnurekendur, stéttarfélög, lífeyrissjóði og opinberar stofnanir Samningar Samningar Sam ning ar Samningar við stéttarfélög um starf ráðgjafa Samningar við úrræðaaðila um þjónustu Samningar við þverfagleg matsteymi Ráðgjöf Úrræði Þverfaglegt mat í samningum er m.a. kveðið á um: Hlutverk ráðgjafa• Kröfur til ráðgjafa• (menntun,hæfni, reynsla) Ákvæði um vinnuferla og verkfæri• Eftirlit með ráðgjöfum• Símenntun ráðgjafa• Upplýsingagjöf og margt fleira• í samningum er m.a. kveðið á um: Þjónustuþætti og verð• Gæðaviðmið• Eftirlit• Samstarf• Fleiri þætti eftir aðstæðum og• tegund þjónustu í samningum er m.a. kveðið á um: Þjónustuþætti og verð• Gæðaviðmið og aðferðir• Eftirlit• Samstarf•
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.