Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 64

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 64
64 www.virk.is UPPLÝSINGAR A Ð SE N D G RE IN þær benda eindregið til að ÓHAM við kvíða og þunglyndi sé gagnleg og virk meðferð. Til að bæta við þennan gagnagrunn hafa nýverið birst árangursrannsóknir sem beita slembivali í hópa (randomized controlled trials; t.d. Farchione o.fl., 2012; Norton, 2012a; Norton og Barrera, 2012; Norton og Hope, 2005; Schmidt o.fl., 2012). Niðurstöður þessara rannsókna eru jákvæðar, hvort sem ÓHAM er borin saman við biðlista eða aðra gagnreynda meðferð. Enn sem komið er hefur ekki farið fram rannsókn á mismunandi útgáfum af ÓHAM, jafnframt er mismunandi eftir meðferðarvísum sem gefnir hafa verið út hvort þeir meðhöndli eingöngu kvíðaraskanir (Norton 2012b) eða bæði kvíða og þunglyndi (Agnes Agnarsdóttir og Pétur Tyrfingsson, 2011; Barlow o.fl., 2011). Enn sem komið er hafa rannsóknir ekki kannað hvort það sé kostur eða galli að meðhöndla þunglyndi í meðferð samhliða kvíðaröskunum. Einnig er það mismunandi hvort meðferðin er veitt í hópi (Agnes Agnarsdóttir og Pétur Tyrfingsson, 2011; Norton, 2012b) eða í einstaklingsviðtölum (Barlow o.fl., 2011). Uppbygging ÓHAM Inngrip í ÓHAM eru svipuð í flestöllum tilfellum (sjá samanburð á mismunandi meðferðarvísum í Norton og Philipp, 2008; Norton, 2009) en þeim má skipta í eftirfarandi þætti: 1) Fræðsla um kvíða og þunglyndi; líkamleg einkenni lyndis- og kvíðaraskana; óhjálplegar og bjagaðar hugsanir; viðbrögð við vanlíðan (vanvirkni eða öryggishegðun); fræðsla um tengsl hugsunar, líkamlegra einkenna, athygli og hegðunar út frá HAM-vinnugreiningu (case conceptualization) um tilfinningavanda- mál (t.d. Beck, 1976; Salkovskis, 1996). 2) Kortlagning og endurmat á óhjálpleg- um og bjöguðum hugsunum með aðstoð hugsanaskráa (dysfunctional thought records) (Westbrook o.fl., 2011). Þessi hluti er sértækur fyrir vandamál hvers og eins, en hvernig kortlagningin og endurmatið fara fram er óháð röskunum. 3) Atferlistilraunir þar sem viðkomandi útsetur sig gagnvart kvíðavænlegu áreiti (umhverfisaðstæðum eða líkamlegu áreiti) eða eykur virkni sína í þunglyndi til þess að athuga gildi hugsana sinna og endurmeta þær í kjölfar tilraunar (Bennet-Levy, Butler, Fennel, Hackmann, Mueller og Westbrook, 2004). 4) Bakslagsvarnir þar sem kvíða- og lyndisraskanir hafa tilhneigingu til að gera aftur vart við sig undir miklu álagi eða í kjölfar áfalla (yfirlit um inngrip í almennri HAM má sjá í Barlow o.fl., 2011; Butler, Fenell og Hackmann, 2008; Norton, 2012b). Skert aðgengi að gagnreyndri sálfræðilegri meðferð Tíðni geðsjúkdóma og samsláttur 12 mánaða algengi geðraskana í aldurshópnum 18-65 ára eru á bilinu 27- 30% (Kessler o.fl., 1994; Tómas Helgason, 1994; Wittchen og Jacobi, 2005) og margir sjúklingar eru greindir með tvær eða fleiri raskanir þegar þeir koma til meðferðar, en lítið er vitað hvernig meðhöndla á einstaklinga með margþættan vanda (Kristjánsdóttir, Salkovskis, Sigurðsson, Sigurðsson, Agnarsdóttir og Sigurðsson, sent til birtingar; McManus, Grey og Shafran, 2008). Sem dæmi um þennan vanda skulu tvær rannsóknir hér nefndar til sögunnar. Sú fyrri er rannsókn Kessler og félaga (1994) á faraldsfræði geðsjúkdóma í Bandaríkjunum. Þeir ályktuðu samkvæmt gögnum sínum að þeir sem greindust með geðröskun hefðu að meðaltali verið með tvær (2,1) greinanlegar geðraskanir þegar rannsóknin fór fram. Seinni rannsóknin er rannsókn Brown, Campell, Lehman, Grisham og Mancill (2001). Í þeirri rannsókn var samsláttur lyndis- og kvíðaraskana kannaður í úrtaki 1127 sjúklinga. Þar kom í ljós að hlutfall þeirra sem greindust með fleiri en eina lyndis- eða kvíðaröskun þegar matið fór fram var 55% og hlutfall samsláttar á líftíma reyndist 76%. Samsláttur geðraskana virðist því vera regla frekar en undantekning. Því er greinilega ekki alltaf ljóst í hvaða SHAM ætti að senda sjúkling þar sem fleiri en færri eru með fleiri en einn vanda. Skert aðgengi Þrátt fyrir háa tíðni þunglyndis og kvíða, mikinn samslátt og sterkan fræðilegan grunn HAM benda gögn til að afar fáir einstaklingar sem þjást af geðröskunum fái gagnreynda sálfræðilega meðferð eins og HAM (Goisman, Warshaw og Keller, 1999; Kessler, Merikangas, og Wang, 2007; McHugh and Barlow, 2010; Shafran, o.fl., 2009). Vísbendingar eru um að einungis 21-30% þeirra sem þjást af alvarlegu þunglyndi eða kvíðasjúkdómum fái gagnreynda sálfræði- eða geðlyfjameðferð (Goisman o.fl., 1999; Kessler o.fl., 2007). Engar vísbendingar eru um að ástandið sé neitt öðruvísi á Íslandi en erlendis. Notkun fagfólks á gagnreyndri meðferð Líkt og áður kom fram fær meirihluti þeirra sem þjást af geðröskunum ekki meðferð sem byggð er á gagnreyndum gögnum (Shafran o.fl., 2009). Helstu ástæður þess eru: 1) Hluti þeirra meðferða sem teljast gagnreyndar við geðröskunum eru ekki niðurgreiddar. Á Íslandi er í raun ein gagnreynd meðferð niðurgreidd en það er lyfjameðferð. HAM sem veitt er af sálfræðingum er ekki niðurgreidd og því er aðgengi að henni skert, sem dregur úr líkunum á að þeir sem þjást af lyndis- og kvíðaröskunum fái gagnreynda meðferð. 2) Nám fagfólks býður ekki alltaf upp á klíníska kennslu og þjálfun í gagnreyndri samtalsmeðferð eins og HAM og á það bæði við um nám lækna og sálfræðinga (Weissman o.fl., 2006). 3) Meðferðarhandbækur eru margar og flóknar og því erfitt að kunna þær allar (Hollon o.fl., 2002). 4) Erfitt er að safna í hópa í meðferð fyrir hverja kvíðaröskun. Norton og Philipp (2008) notuðu gögn úr rannsókn Kessler og félaga á faraldsfræði geðraskana í Bandaríkjunum (Kessler o.fl., 1994) til að reikna út hversu mörg greiningarviðtöl þyrfti til að fylla hreinan sex manna meðferðarhóp fyrir ákveðnar kvíðaraskanir. Niðurstöður þeirra eru nokkuð athyglisverðar því samkvæmt þeim þyrfti 199 inntökuviðtöl fyrir hóp af áráttu- og þráhyggjusjúklingum, 53 viðtöl til að fylla hóp fyrir almenna kvíðaröskun, 50 viðtöl til að fylla hóp fyrir áfallastreituröskun, 31 viðtal til að fylla hóp fyrir felmturröskun með/án víðáttufælni, 25 viðtöl til að fylla hóp fyrir félagsfælni og 21 viðtal til að fylla hóp fyrir sértæka fælni. Greiningarviðtöl geta verið tímafrek, kostnaðarsöm og erfið í framkvæmd en þau taka almennt 30-90 mínútur eftir alvarleika vanda sjúklings. Þetta getur leitt til að viðkomandi verði ekki greindur, ekki rétt greindur og/eða ekki rétt meðhöndlaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.