Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 59
59www.virk.is
STARFSENDURHÆFING Í ALÞJÓÐLEGU SAMHENGI
sem geta átt sér stað meðan á eftirfylgd
stendur. Gögnin voru greind með því að
nota sérlagaðar leiðir í tölfræðipakkanum
„R“(Aalen and Johansen 1978; http://
www.r-proproject.org/).
Niðurstöður
Einungis 10% þátttakenda fóru beint
aftur í fulla vinnu eftir að hafa lokið
endurhæfingunni, þ.e. fengu engar
bætur samkvæmt opinberri skráningu.
Hlutfall þátttakenda sem fór aftur í vinnu
jókst fljótt í 40% árið eftir (sjá töflu 1)
Eftir fjögurra ára eftirfylgd var það hlutfall
komið upp í 51%. Alls voru um 71%
þátttakenda á sjúkrabótum strax eftir
útskrift frá endurhæfingarstöðinni og
20% þeirra í veikindafjarvist að hluta.
Mikil fækkun varð í hópi þátttakenda í
fullu veikindaleyfi; frá 52% við útskrift í
4% eftir eins árs eftirfylgd. Eftir tveggja
ára eftirfylgd hafði hlutfall einstaklinga
í veikindaleyfi aukist í 8%. Eftir fjögurra
ára eftirfylgd voru 3% þátttakenda í fullu
veikindaleyfi (sjá töflu 1, einnig fyrir
hlutföll annarra bótaflokka fyrir hvert ár).
Á fjögurra ára tímabili eftirfylgdar höfðu
líkurnar á vinnu aukist og líkurnar á
veikindafjarvist minnkað (sjá mynd 1 og
töflu 1). Einnig höfðu líkur aukist á því að
vera á örorkubótum, ýmist að hluta eða að
fullu, tímabundið eða varanlega.
Á fjögurra ára tímabili eftirfylgdar urðu
alls 2165 umskipti milli vinnu og ólíkra
bótaflokka (tafla 2). Meðalfjöldi umskipta
einstaklings milli bóta og vinnu var 3,7 en
miðtala umskipta var 3,0. Lágmarksfjöldi
umskipta hjá einstaklingi var 0 og há-
marksfjöldi 18.
Fyrir einstaklinga í fullu veikindaleyfi
fólust 61% umskiptatilfella í endurkomu
til vinnu og í 31% tilfella færðust
einstaklingar yfir í bótaflokka vegna
ýmist læknisfræðilegrar endurhæfingar
eða starfsendurhæfingar (sjá tölur í töflu
2). Úr veikindafjarvistum að hluta urðu
86% af umskiptunum yfir í endurkomu
til vinnu. Algengasta leiðin að varanlegri
örorku var í gegnum endurhæfingarlífeyri;
í 54% umskiptatilfella, en yfir í örorku
að hluta var algengasta leiðin gegnum
vinnu, eða í 45% umskiptatilfella, og
úr veikindafjarvistum að hluta, í 35%
umskiptatilfella.
Vinna
Hluta veikindi
100% Veikindi
Starfsendurhæfingarlífeyrir
Læknisfræðilegur endurhæfingarlífeyrir
Hluta örorkubætur
Tímabundnar örorkubætur
100% örorkubætur
Líkur
Ár
60
50
40%
30
20
10
0
0 1 2 3 4
# Fjöldi skráðra bóta *Hluta örorka og hluta læknisfræðilegur endurhæfingarlífeyrir, ** Hluta tímabundnar örorkubætur og hluta
varanlegar örorka. *** Tímabundin örorka var fyrst greidd í Noregi í janúar 2004.
%(n) %(n) %(n)) %(n) %(n) %(n) %(n) %(n) %(n)
Útskrift 10.1 (59) 19.5 (114) 51.5(301) 11.0 (64) 5.3 (31) 2.1 (12) 0 (0) 0.5 (3) 584
Eftir 1 ár 39.7 (232) 10.6 (64) 3.5 (22) 19.2 (115) 21.1 (107) 3.7 (21) 0 (0) 3.2 (18) 579
Eftir 2 ár 40.6 (241) 7.8 (45) 7.6 (46) 11.5 (68) 19.5 (101) 6.4 (37) 0 (0) 6.6 (38) 576
Eftir 3 ár 45.1 (263) 5.7 (34) 4.1 (23) 5.7 (34) 18.1 (96) 9.7 (56) 1.9 (10) 9.7 (56) 572
Eftir 4 ár 50.7 (291) 2.7 (17) 2.8 (17) 1.9 (12) 14.8 (80) 10.8 (62) 3.8 (22) 12.5 (72) 573
Tafla 1
Árlegt hlutfall (%) og fjöldi (n) einstaklinga og ólíkra bóta eftir útskrift frá endurhæfingarstöðinni. Gögn eru úr þjóðskrá (n=584)
Vinnandi # Hluta
veikindi*
100%
veikindi
Læknisfr.
endurhæfing
Starfs-
endur-
hæfing
Hluta
örorka**
Tímabundin
örorka***
100%
örorka
Samtals
Mynd 1. Líkur á að vera á mismunandi bótum og í vinnu í fjögurra ára eftirfylgd