Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 60

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 60
60 www.virk.is UPPLÝSINGAR ST A RF SE N D U RH Æ FI N G Í A LÞ JÓ Ð LE G U S A M H EN G I Algengustu umskipti voru í og úr vinnu (950 í vinnu og 668 úr). Næstalgengust voru umskipti í og úr fullu veikindaleyfi. Langalgengustu umskiptin yfir í vinnu meðan á eftirfylgd stóð voru úr því að vera í fullu veikindaleyfi. Algengustu umskipti yfir í að þiggja endurhæfingarlífeyri voru líka úr fullu veikindaleyfi (141 tilfelli) meðan algengustu umskipti yfir í að þiggja starfsendurhæfingarlífeyri voru úr læknisfræðilegri endurhæfingu (98 tilfelli). Alls urðu 325 umskipti yfir í að þiggja hlutalífeyri, þar af 240 sem fólust í því að einstaklingar fóru að hluta á sjúkrabætur eða í læknisfræðilega endurhæfingu og 85 á örorku að hluta, ýmist tímabundna eða varanlega. Í eftirfylgd urðu alls 81 umskipti yfir í varanlega örorku og 63 umskipti úr vinnu yfir í örorku, ýmist að hluta eða að fullu, tímabundið eða varanlega. Að auki voru göt í skráningu vegna örorkubóta skráð; þrjú umskiptatilfelli frá örorkubótum að hluta og fjögur frá varanlegum örorkubótum, sem bentu til endurkomu til vinnu (sjá töflu 2). Umræða Notkun fjölstöðulíkana við greiningu á opinberum gögnum um ólíkar tegundir bóta vegna veikindafjarveru gerði okkur kleift að lýsa ETV-ferlinu í smáatriðum. Á fjögurra ára tímabili eftirfylgdar eftir endurhæfingu var meðalfjöldi umskipta á milli ýmiskonar bóta og vinnu 3,7 skipti. Hámarksfjöldi umskipta hjá einum einstaklingi var 18 skipti. Þetta sýnir að ETV fyrir fólk á langtímasjúkrabótum, með ósértækan stoðkerfis- eða geðrænan vanda, getur verið langt og flókið ferli. Auk fjölda breytinga milli ólíkra bótaflokka hækkaði hlutfall þeirra sem fóru aftur í fulla vinnu, þ.e. fengu engar bætur, úr 10% við útskrift frá endurhæfingarstöðinni í meira en 50% meðan á eftirfylgd stóð. Þróunin virðist vera í þá átt að þeir sem voru í veikindaleyfi að hluta við útskrift frá endurhæfingarstöðinni voru líklegri til að vera í fullu starfi einu ári síðar en til að vera í fullu veikindaleyfi. Að auki urðum við vör við hlutfallslega aukningu á bæði endurhæfingar- og starfsendurhæfingarlífeyri á móti minnk- andi hlutfalli sjúkrabóta fyrstu mánuðina eftir endurhæfinguna. Þetta er mögulega afleiðing tryggingalöggjafarinnar um tímaramma veikindaleyfis sem er að hámarki eitt ár samfleytt. Þar sem þátttakendur höfðu að meðaltali þegar verið frá vinnu í níu mánuði áður en þeir komu til dvalar á endurhæfingarstöð- inni, voru sumir þeirra þegar komnir að mörkum tímarammans við brottför þaðan. Þessi lög, svo og lækkun tryggingabóta niður í 66% af launum eftir eitt ár, geta verið öflugur hvati til endurkomu til vinnu. Niðurstöður okkar eru í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna, sem sýna að endurkoma til vinnu getur verið langt og kostnaðarsamt ferli (Young o.fl. 2005; Wasiak o.fl. 2007). Þær benda líka til þess að þörf sé fyrir greiningu á fjölmörgum langvarandi og endurteknum atvikum til að auka skilning okkar á ETV-ferlinu (Pransky o.fl. 2005; Kausto o.fl. 2008; Pedersen o.fl. 2012). Endurkomu til vinnu er ekki hægt að mæla í eitt skipti fyrir öll (Wasiak o.fl. 2007; Pedersen o.fl. 2012). Fjölstöðulíkön eins og þau sem notuð voru í rannsókn okkar geta verið gagnleg til að greina langtímagögn um endurkomu til vinnu. Hinsvegar ríkir ekki samkomulag um hversu langa eftirfylgni þurfi til að ná að mæla áhrif veikindafjarvista og vinnutengdrar íhlutunar á vinnu og bætur sem nákvæmast (Stoltenberg o.fl. 2010; Steenstra o.fl. 2012). Gögn okkar benda til að nokkurn fjölda ára þurfi til að öðlast yfirsýn yfir ETV-tengd afdrif einstaklinga. Ólík rannsóknasnið, þýði og eftirfylgnitímabil í ETV-rannsóknum gera samanburð á rannsóknum erfiðan (Hensing o.fl. 1998; Stoltenberg o.fl. 2010; Steenstra o.fl. 2012). Ennfremur benda gögn okkar til mikil- vægis þess að hafa aðgang að upplýs- ingum um hlutasjúkrabætur og hlutastörf við mat á endurkomu til vinnu eftir endurhæfingu (Elfving o.fl. 2009). Þetta er í samræmi við tillögur að rannsóknum á veikindafjarveru (Hensing o.fl. 1998; Kausto o.fl. 2008; Young o.fl. 2005). Fyrir einstaklinga í langtímaveikindaleyfi með takmarkaða virkni getur hlutastarf Tafla 2 Fjöldi einstaklinga sem fara á milli bótaflokka og vinnu*á fjögurra ára tímabili eftirfylgdar, n= 584 Úr Vin 0 188 309 42 66 38 3 22 668 Úr HlVeik 308 0 2 2 13 30 1 3 359 Úr Veik 391 43 0 141 60 3 0 4 642 Úr EHL 127 0 1 0 98 7 17 34 282 Úr SEHL 117 4 2 31 0 5 5 10 174 Úr HlTÖr 3 5 11 1 4 0 0 6 30 Úr TÖr 0 0 0 0 0 0 0 2 2 Úr Ör 4 0 0 0 1 2 1 0 8 Samtals 950 240 325 217 240 85 27 81 Samt. breytingar: 2165 Í Vin Í HlVeik Í Veik Í EHL Í SEHL Í HlTÖr Í TÖr Í Ör Samt. Vin=Vinna (engar skráðar bætur), HlVeik=hluta sjúkrabætur og hluta læknisfræðilegur endurhæfingarlífeyrir, Veik= 100% sjúkrabætur , EHL=Endurhæfingarlífeyrir, SEHL= Starfsendurhæfingarlífeyrir, HlTÖr=Hluta tímabundnar örorkubætur og hluta varanleg örorkubætur, TÖr=Tímabundnar örorkubætur (byrjað í Noregi í Janúar 2004) ÖR= 100 % örorkubætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.