Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 70
70 www.virk.is
UPPLÝSINGAR
A
Ð
SE
N
D
G
RE
IN
öll meðferðarvinnan og ekki síst fræðslan
(verkjaskóli o.fl.) er mjög hugrænt miðuð og
er stöðugt verið að vinna með neikvæðar
hugsanir og viðhorf. Ekki er ljóst hvers
vegna HAM- meðferðarhópurinn kemur
betur út eftir 3 ár og má hugsa sér
ýmsar skýringar. Ein er sú að áherslan á
bakslagsvarnir í HAM hafi skilað sér með
þessum hætti, en einnig er hugsanlegt að
þeir sem fengu HAM hafi haft fleiri bjargráð
en þeir sem fengu hana ekki. Þegar kemur
að félagslegri virkni sjúklinga fyrir og eftir
meðferð samkvæmt lífsgæðakvarðanum
SF-36 (skor yfir 50 telst eðlilegt) kemur
hópurinn sem ekki uppfyllti skilyrði
til HAM best út (sem speglast einnig
í vinnufærninni, sbr. mynd 7). HAM-
hópurinn sem fékk meðferð bætir sig
verulega og viðheldur þeim árangri eftir 3
ár á meðan HAM-hópurinn sem ekki fékk
meðferð hefur dalað niður í sama gildi og
fyrir meðferð, sjá mynd 5.
Hvað ánægjulegust er þó niðurstaða
rannsóknarinnar þegar kemur að vinnu-
færni sjúklinganna. Niðurstöðurnar eru
byggðar á mati sjúklinganna á eigin
vinnufærni fyrir og eftir meðferð. Eins og
sjá má jókst vinnufærni hópsins í heild úr
36% í 47% eftir meðferðina og við þriggja
ára eftirfylgd voru 57% vinnufær (mynd 6).
Hópurinn sem uppfyllti ekki skilyrði HAM
eykur vinnufærni sína verulega eftir
meðferð en hefur dalað talsvert eftir 3
ár. HAM-hópurinn sem fékk þá meðferð
eykur hins vegar vinnufærni sína jafnt og
þétt eftir útskrift úr meðferð og er orðinn
jafnfætis hópnum sem ekki uppfyllti
skilyrði til HAM eftir 3 ár. Munurinn á
HAM-hópunum við 3 ára eftirfylgdina er
þó ekki tölfræðilega marktækur. HAM-
hópurinn sem ekki fékk þá meðferð eykur
einnig sína vinnufærni eftir útskrift en
dalar nokkuð milli eftirfylgdar eftir eitt og
svo þrjú ár, sbr. mynd 7.
Þá er áhugavert að skoða vinnufærni út frá
því hvort skjólstæðingur hafi verið á bótum
frá TR eða ekki fyrir meðferð. Vinnufærni
þeirra sem ekki voru á bótum fyrir meðferð
eykst um 25% (fer úr 59 í 74%), þeir sem
eru á endurhæfingarlífeyri fara úr 0 í 56%
og þeir sem eru á örorkubótum bæta sig
aðeins eftir meðferð en dala svo aftur og
eru nánast óbreyttir (mynd 8).
Mynd 6
Göngudeild Innlögn Útskrift Eftirfylgd 1 ár Eftirfylgd 3 ár
Göngudeild Innlögn Útskrift Eftirfylgd 1 ár Eftirfylgd 3 ár
30
20
10
0
100
90
80
70
60
50
40
30
20
10
0
Þunglyndi (BDI)
Mynd 4
Mynd 5
SF–36; Félagsleg virkni
Vinnufærni
HAM
Ekki HAM
Uppfylla ekki skilyrði
HAM
Ekki HAM
Uppfylla ekki skilyrði
Göngudeild Innlögn Útskrift Eftirfylgd 1 ár Eftirfylgd 3 ár
47%
36%36%
51%
57%
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
23,5
21,5
10,6
21,9
20,1
10,5
17,2
6,5
20,0
11,5
7,6
9,3
64,7
45,6
43,5
41,2
63,3
57,6
61,0
73,5 73,5
65,2
53,8
71,3
64,7
45,6