Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 16

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 16
16 www.virk.is VI RK Hægt er að meta þjónustu og árangur af henni á marga vegu og út frá ýmsum sjónarhornum. Einn af mikilvægum þáttum sem VIRK hefur áhuga á að fylgjast með er sýn notenda á þá þjónustu sem þeir hafa fengið. Þjónustukannanir eru mikilvæg tæki í umbótastarfi og ein af mörgum aðferðum til að meta gæði þjónustu út frá sjónarhorni þeirra einstaklinga sem hana fá. Í þjónustukönnun VIRK eru einstaklingar beðnir um að leggja mat á hvernig sú þjónusta, sem þeir hafa fengið hjá ráðgjöfum, uppfyllti þarfir þeirra og væntingar. Könnunin byggir á þekktum víddum þjónustugæða SERVQUAL- líkansins, en þær eru áþreifanleiki, áreiðanleiki, viðbragð og viðmót, traust og trúverðugleiki og samhygð. Önnur aðferð sem VIRK notar til að leggja mat á gæði þjónustunnar er skráning á hrósi og kvörtunum sem berast. Allir þátttakendur sem ljúka þjónustu hjá VIRK eru hvattir til að taka þátt í þjónustukönnun til að hægt sé að læra af reynslunni, sjá hvað betur megi fara í þjónustunni og þróa hana til betri vegar. Við útskrift frá ráðgjafa fær notandinn upplýsingar um könnunina. Hafi við- komandi aðgang að Internetinu fær hann sent boð um þátttöku í rafrænni könnun innan fjögurra vikna frá útskrift. Þeir sem ekki eru með nettengingu fá afhent frímerkt umslag ásamt spurningalista. Öll svör eru ópersónugreinanleg. Í heildina hafa 512 útskrifaðir einstaklingar skilað inn svörum síðan 2010 og eru allar niðurstöður í þessari skýrslu miðaðar við Hvað finnst notendum um þjónustu VIRK? Ingibjörg Þórhallsdóttir þann fjölda. Rúmlega 95% svara var skilað rafrænt. Svarhlutfall var lakara meðal þátttakenda í aldurshópum undir 35 ára aldri en þeirra sem eru eldri en 45 ára. Í könnuninni gefa einstaklingar upp- lýsingar um hvernig þeir upplifðu þjónustu VIRK ásamt því að meta ávinning sinn af henni, til dæmis varðandi starfsgetu, líðan og sjálfsmynd við upphaf og lok þjónustu. Þá eru einstaklingar einnig beðnir að svara spurningum um gagnsemi ýmissa úrræða sem þeir hafa fengið. Þeir eru jafnframt spurðir um upplifun á viðmóti ráðgjafa, gagnsemi upplýsinga sem þeir hafa fengið og fleira. Niðurstöður könnunarinnar eru notaðar til að laga starfsemina að þörfum notenda þjónustunnar og í þeim er einnig að finna mikilvægar ábendingar til ráðgjafa á vegum VIRK. Ein af forsendum góðrar þjónustu er gott viðmót. Gott viðmót og framkoma fela í sér að sýna notendum þjónustunnar nærgætni og athygli. Persónuleg þjónusta fær notandann til að skynja að hann er sérstakur. Hún skapar einnig traust og því hefur hver einstaklingur sinn ráðgjafa sem hann er í samskiptum við. Traust er sérstaklega mikilvægur þjónustuþáttur þegar notendur þjónustunnar telja að hún feli í sér áhættu eða þegar erfitt er að meta endanlega niðurstöðu. Starfsendurhæfing er dæmi um slíka þjónustu, en einstak- lingar sem leita til ráðgjafa VIRK deila með þeim persónulegum og viðkvæmum upplýsingum og því er mikilvægt að skapa traust milli aðila. Á mynd 1 má sjá hvernig einstaklingar sem hafa útskrifast úr þjónustu hjá VIRK hafa upplifað viðmót og framkomu ráðgjafa. Mynd 1 Viðmót og framkoma ráðgjafa vöktu hjá mér traust á VIRK 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Mjög sammála Sammála Ósammála Mjög ósammálaHvorki sammála né ósammála 71% 23% 5% 0% 1% Mynd 2 Það var auðvelt að ná í ráðgjafann þegar ég þurfti á honum að halda 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Mjög sammála Sammála Ósammála Mjög ósammálaHvorki sammála né ósammála 56% 34% 8% 1%2%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.