Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 39
39www.virk.is
SAMSTARF
sem tekur lokaákvörðun um hvers konar
þjónustu hann vill nýta sér.
Samkeppnishæf vinna.
Markmið IPS er alltaf samkeppnishæf
vinna. Með því getur verið átt við fullt starf
eða hlutastarf á almennum vinnumarkaði.
Viðmiðin eru að greidd séu a.m.k.
lágmarkslaun skv. kjarasamningum fyrir
starfið, einstaklingur fái sömu laun og
aðrir sem sinni sömu störfum, að hver sem
er geti sótt um starfið og að það sé ekki
tímabundið vegna veikinda einstaklings.
Sé um hlutastarf að ræða er viðmiðið að
það sé ekki minna en einn dagur í viku.
Ástæða þess að lögð er mikil áhersla á
samkeppnishæfni starfsins er að flestir
vilja slík störf, þau stuðla að blöndun í
samfélaginu og flestum líður betur með
sjálfa sig ef þeir geta lagt sitt af mörkum.
Reynslan hefur einnig sýnt að flestir geta
unnið á almennum vinnustað án þess
að fara fyrst í einhvers konar þjálfun eða
sjálfboðavinnu (Swanson, S.J. og Becker,
D.R. , 2011).
Skipulag og fræðsla um
framfærslu, laun og bætur.
Ótti við að missa bætur veldur því að
sumir ákveða að reyna ekki fyrir sér á
almennum vinnumarkaði (Loveland,
Driscoll og Boyle, 2007). Í IPS er lögð
áhersla á að hugsa fyrst um möguleg
áhrif atvinnuþátttöku og þar með
launagreiðslna á bætur. Einstaklingar
fá stuðning og fræðslu um þessa þætti
samhliða atvinnuleitinni. Mikilvægt er að
aðilar sem hafa viðeigandi þekkingu veiti
þessa ráðgjöf og því er fræðslan oft fengin
frá þeim sem greiða bæturnar. Misjafnt
er eftir löndum hversu vel það borgar sig
fjárhagslega að hætta á bótum og fara
á launaskrá en yfirleitt kemur betur út
fyrir einstakling að fá laun á almennum
vinnumarkaði. Í Bretlandi tapar einungis
um það bil einn af hverjum tvö hundruð á
því að hætta á bótum og fara á launaskrá
(Centre for Mental Health, 2012).
Hraðvirk atvinnuleit er ein af grund-
vallarreglum IPS og sýnt hefur verið
fram á jákvæð áhrif hennar á áhugahvöt
einstaklinga. Það að byrja snemma að leita
að starfi sýnir að markmið einstaklings
eru tekin alvarlega og undirstrikar trú á að
einstaklingur hafi þá hæfni sem til þarf.
Fyrir suma eru möguleikarnir takmarkaðir
og þá getur það aukið áhugahvöt að fara
strax að skoða möguleikana.
Stuðningi skal fylgt eftir eins lengi og þörf
er á og óskað er eftir. Hér geta málsstjórar,
meðferðaraðilar og aðrir komið að miklu
gagni og því þarf einstaklingur ekki alltaf
að vera í IPS-þjónustu til lengri tíma. Að
meðaltali varir IPS-stuðningur í um ár
eftir að viðkomandi er kominn í vinnu
og eftir það tekur klíníska teymið alfarið
við stuðningnum (Dartmouth Psychiatric
Research Center, 2012).
Í IPS er borin virðing fyrir vilja og
vali einstaklings.
Hvernig starfi er leitað að, hvers konar
stuðning þarf og hvaða upplýsingar má
veita fer allt eftir vilja einstaklingsins.
Gott samband atvinnusérfræðings
og einstaklings.
Mikil áhersla er lögð á að atvinnusérfræð-
ingurinn myndi gott samband við ein-
staklinginn og er áhersla á virðingu fyrir
einstaklingnum mikilvægur grunnur að
því sambandi.
Rannsóknir á IPS
Niðurstöður fjölmargra rannsókna
sem hafa verið gerðar á IPS-aðferðinni
síðastliðinn áratug sýna mjög góðan
árangur og benda til þess að sá
kostnaður sem lagður er í þjónustuna
borgi sig. Í samanburði við aðra
starfsendurhæfingarþjónustu er IPS ekki
dýr þjónusta en árangurinn þeim mun
betri fyrir ákveðinn hóp fólks. Markmiðið
með þjónustunni er alltaf að styðja
einstakling inn á almennan vinnumarkað
og því er auðvelt að meta hvort sá árangur
náist eða ekki. Hins vegar hafa rannsóknir
sýnt að árangur með IPS-aðferðinni hefur
víðtækari áhrif. Rannsókn á rúmlega
300 einstaklingum í sex Evrópulöndum,
sem fengu þjónustu samkvæmt IPS,
leiddi í ljós að þeim sem fóru í vinnu leið
betur, þeir sýndu minni sjúkdómseinkenni,
betri félagsfærni og höfðu minni þörf fyrir
geðheilbrigðisþjónustu (Burns, Catty
og Becker, 2007). Því má ætla að ábati
af góðum árangri IPS-aðferðarinnar sé
mun meiri en eingöngu sá sparnaður að
einstaklingur fari af bótum yfir á laun.
Samanburður á 16 rannsóknum á IPS-
aðferðinni í Bandaríkjunum, Kanada,
Ástralíu, Hong Kong og Bretlandi, þar
sem árangur af IPS var borinn saman við
aðra „bestu“ starfsendurhæfingu sem var
í boði á hverjum stað, sýndi að árangur
IPS var mun betri. 61% þeirra sem
fengu IPS-þjónustu fóru í samkeppnishæft
starf á móti 23% þeirra sem fengu aðra
starfsendurhæfingarþjónustu. Það sem
réði úrslitum hvað árangur varðaði voru
grundvallaratriðin átta og hversu vel þeim
var fylgt eftir (Rinaldi, M., Montibeller,
T. og. Perkins, R. 2011). Samanburður
við annars konar starfsendurhæfingu
hefur einnig sýnt að tíminn sem tekur
einstakling að komast í vinnu á almennum
vinnumarkaði er styttri í IPS-þjónustunni,
eða að meðaltali 19 vikur frá upphafi þar
til einstaklingur er kominn í starf, sem er
10 vikum fyrr en í annarri þjónustu. Einnig
detta fáir út úr IPS-stuðningi eða að
jafnaði innan við 10% (Centre for Mental
Health, 2012).
Samanburður á milli IPS í Evrópu annars
vegar og í Bandaríkjunum, Ástralíu og
Hong Kong hins vegar sýnir að árangur er
örlítið lakari í Evrópu en hinum löndunum.
Talið er að þar spili inn í að starfsmanna-
og örorkulöggjöf í Evrópu valdi því að fólk
festist frekar á örorkubótum og að hvatann
til atvinnuþátttöku vanti í kerfið (Burns,
Catty og Becker, 2007).
Atvinnuþátttaka fólks með geðraskanir er
almennt frekar lítil í löndunum í kringum
okkur, þrátt fyrir að þessi hópur hafi mikinn
vilja til og áhuga á að starfa á almennum
vinnumarkaði. Atvinnuþátttaka einstaklinga
með geðklofagreiningu fór ört minnkandi
í Bretlandi á árunum 1990–2000; fór úr
16,5% í 8,5%. Í þeim bæjarfélögum þar
sem IPS var innleitt tókst að snúa þessari
þróun við og má nefna sem dæmi að í