Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 46

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 46
46 www.virk.is UPPLÝSINGAR ST A RF SE N D U RH Æ FI N G Í A LÞ JÓ Ð LE G U S A M H EN G I Einnig getur breyting í mati á starfsgetu til bótagreiðslna haft mikil áhrif á fyrirkomulag í snemmbæru inngripi í starfsendurhæfingu. Eins geta breytingar á uppbyggingu bótagreiðslna haft áhrif á flæði einstaklinga milli mismunandi bótakerfa og þá um leið á milli mismunandi þjónustuaðila. Vegna þessa flækjustigs eru breytingar í heildarkerfinu flóknar og oft erfiðar í framkvæmd og þurfa að vera vel ígrundaðar. Flest lönd sem náð hafa árangri í að auka þátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu á vinnumarkaði með kerfisbreytingum hafa annað hvort byrjað á því að hrinda í framkvæmd breytingum sem hafa í upphafi ekki heppnast að fullu, eða farið þá leið að byrja á tilrauna- og þróunarverkefnum sem síðan eru metin og rannsökuð áður en stærri breytingum er hrint í framkvæmd (OECD, 2010). Að svona þróunarverkefnum hafa meðal annars komið sérfræðingar frá háskóla- og rannsóknastofnunum. Á þennan hátt hafa menn getað dregið nauðsynlegan lærdóm í hverju skrefi og fetað leiðina til aukins árangurs. 4. Breytingar og áherslur innan OECD Innan landa OECD hafa verið farnar mismunandi leiðir til að ná tökum á vandanum og auka þátttöku einstaklinga með skerta vinnugetu á vinnumarkaði. Áhersluþættir hafa verið ólíkir milli landa þó að almennt hafi stefnumörkun og áherslur í þessum málaflokki færst frá aðgerðaleysi einstaklinga yfir í að gera meiri kröfur til virkni þeirra og þátttöku á vinnumarkaði. Hér á eftir verður fjallað um helstu þætti og leiðir sem OECD hefur bent á að þurfi að endurskoða og breyta (OECD, 2010). 4.1 Aukin áhersla á að virkja atvinnurekendur til samstarfs og ábyrgðar Atvinnurekendur eru ekki hluti örorku- lífeyriskerfisins og oft er litið á þá sem hluta vandans frekar en hluta af mögulegri lausn. Staðreyndin er hins vegar sú að atvinnurekendur gegna lykilhlutverki innan kerfisins við að koma í veg fyrir að fjarvistir vegna heilsubrests þróist að óþörfu í átt til varanlegrar örorku. Það geta þeir gert með tilteknum forvörnum, viðbrögðum, sveigjanleika og aðstoð við endurkomu starfsmanna til vinnu í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Einnig er mikilvægt að auka sveigjanleika og möguleika í atvinnulífinu almennt fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu, t.d. með aukinni fræðslu. Menn eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að draga atvinnurekendur til samstarfs og ábyrgðar í þessum málaflokki. Aukin ábyrgð atvinnurekenda og launamanna hefur einnig gefið góða raun, t.d. í Hollandi. Nokkur lönd innan OECD hafa byggt upp sérstakt hvatningarkerfi fyrir atvinnurekendur á þessu sviði, t.d. með eftirfarandi leiðum: • Sérstökum stuðningi við ráðningar á starfsmönnum með skerta starfsgetu. Þessi stuðningur getur bæði verið fjárhagslegur og í formi sérstakrar þjónustu á vinnustaðnum, s.s. við að breyta vinnuaðstæðum og miðla fræðslu til stjórnenda og annarra starfsmanna. • Niðurgreiðslu launa hjá starfsmönnum með skerta starfsgetu. Þá fá atvinnurekendur greidda tiltekna fjárhæð á mánuði með hverjum starfsmanni sem síðan fær greidd hefðbundin laun frá atvinnurekandanum. • Niðurgreiðslu á veikindalaunum til starfsmanna með skerta starfsgetu – t.d. í ákveðinn tíma eftir ráðningu. • Skattaafslætti til atvinnurekenda sem uppfylla tiltekinn kvóta varðandi hlutfall starfsmanna með skerta starfsgetu. • Tilfærslu á ábyrgð og greiðslum í veikindum frá hinu opinbera til atvinnurekenda. • Auknum skyldum atvinnurekenda til þátttöku í starfsendurhæfingar- úrræðum og til að aðstoða einstaklinga við endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys – t.d. með sérstökum tækjum eða hjálparbúnaði, sveigjanleika í vinnutíma og verkefnum. • Aukinni fræðslu inn á vinnustaði um þætti eins og geðheilbrigði og streitu í vinnu. Hér þarf þó að hafa í huga að mismunandi leiðir geta haft gagnverkandi áhrif. Þannig getur mikil áhersla á rétt einstaklinga til stuðnings atvinnurekenda á meðan á vinnusambandi stendur orðið til þess að atvinnurekendur séu síður reiðubúnir til að ráða inn nýja starfsmenn með skerta vinnugetu. Mikil ráðningarfesta og langur réttur til launa í veikindum á vinnumarkaði getur þannig haft áhrif á vilja atvinnurekenda í þessum efnum. Almennt miða aðgerðirnar að því að byggja upp aðstæður þar sem það borgar sig fyrir atvinnurekendur að styðja starfsmenn sína til endurkomu til vinnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.