Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 46
46 www.virk.is
UPPLÝSINGAR
ST
A
RF
SE
N
D
U
RH
Æ
FI
N
G
Í
A
LÞ
JÓ
Ð
LE
G
U
S
A
M
H
EN
G
I
Einnig getur breyting í mati á
starfsgetu til bótagreiðslna haft mikil
áhrif á fyrirkomulag í snemmbæru
inngripi í starfsendurhæfingu. Eins
geta breytingar á uppbyggingu
bótagreiðslna haft áhrif á flæði
einstaklinga milli mismunandi
bótakerfa og þá um leið á milli
mismunandi þjónustuaðila.
Vegna þessa flækjustigs eru breytingar
í heildarkerfinu flóknar og oft erfiðar
í framkvæmd og þurfa að vera vel
ígrundaðar. Flest lönd sem náð hafa
árangri í að auka þátttöku einstaklinga
með skerta starfsgetu á vinnumarkaði með
kerfisbreytingum hafa annað hvort byrjað
á því að hrinda í framkvæmd breytingum
sem hafa í upphafi ekki heppnast að fullu,
eða farið þá leið að byrja á tilrauna- og
þróunarverkefnum sem síðan eru metin
og rannsökuð áður en stærri breytingum
er hrint í framkvæmd (OECD, 2010). Að
svona þróunarverkefnum hafa meðal
annars komið sérfræðingar frá háskóla- og
rannsóknastofnunum. Á þennan hátt hafa
menn getað dregið nauðsynlegan lærdóm
í hverju skrefi og fetað leiðina til aukins
árangurs.
4. Breytingar og áherslur
innan OECD
Innan landa OECD hafa verið farnar
mismunandi leiðir til að ná tökum á
vandanum og auka þátttöku einstaklinga
með skerta vinnugetu á vinnumarkaði.
Áhersluþættir hafa verið ólíkir milli landa þó
að almennt hafi stefnumörkun og áherslur
í þessum málaflokki færst frá aðgerðaleysi
einstaklinga yfir í að gera meiri kröfur til
virkni þeirra og þátttöku á vinnumarkaði.
Hér á eftir verður fjallað um helstu þætti og
leiðir sem OECD hefur bent á að þurfi að
endurskoða og breyta (OECD, 2010).
4.1 Aukin áhersla á að virkja
atvinnurekendur til samstarfs og
ábyrgðar
Atvinnurekendur eru ekki hluti örorku-
lífeyriskerfisins og oft er litið á þá sem
hluta vandans frekar en hluta af mögulegri
lausn. Staðreyndin er hins vegar sú að
atvinnurekendur gegna lykilhlutverki
innan kerfisins við að koma í veg fyrir
að fjarvistir vegna heilsubrests þróist að
óþörfu í átt til varanlegrar örorku. Það
geta þeir gert með tilteknum forvörnum,
viðbrögðum, sveigjanleika og aðstoð við
endurkomu starfsmanna til vinnu í kjölfar
sjúkdóma eða slysa. Einnig er mikilvægt
að auka sveigjanleika og möguleika í
atvinnulífinu almennt fyrir einstaklinga
með skerta starfsgetu, t.d. með aukinni
fræðslu. Menn eru í auknum mæli farnir
að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að
draga atvinnurekendur til samstarfs og
ábyrgðar í þessum málaflokki. Aukin
ábyrgð atvinnurekenda og launamanna
hefur einnig gefið góða raun, t.d. í
Hollandi. Nokkur lönd innan OECD hafa
byggt upp sérstakt hvatningarkerfi fyrir
atvinnurekendur á þessu sviði, t.d. með
eftirfarandi leiðum:
• Sérstökum stuðningi við ráðningar
á starfsmönnum með skerta
starfsgetu. Þessi stuðningur
getur bæði verið fjárhagslegur og
í formi sérstakrar þjónustu á
vinnustaðnum, s.s. við
að breyta vinnuaðstæðum og
miðla fræðslu til stjórnenda
og annarra starfsmanna.
• Niðurgreiðslu launa hjá
starfsmönnum með
skerta starfsgetu. Þá fá
atvinnurekendur greidda
tiltekna fjárhæð á mánuði
með hverjum starfsmanni sem
síðan fær greidd hefðbundin laun
frá atvinnurekandanum.
• Niðurgreiðslu á veikindalaunum
til starfsmanna með skerta
starfsgetu – t.d. í ákveðinn tíma
eftir ráðningu.
• Skattaafslætti til atvinnurekenda
sem uppfylla tiltekinn kvóta
varðandi hlutfall starfsmanna með
skerta starfsgetu.
• Tilfærslu á ábyrgð og greiðslum
í veikindum frá hinu opinbera til
atvinnurekenda.
• Auknum skyldum atvinnurekenda
til þátttöku í starfsendurhæfingar-
úrræðum og til að aðstoða
einstaklinga við endurkomu til
vinnu eftir veikindi og slys –
t.d. með sérstökum tækjum eða
hjálparbúnaði, sveigjanleika í
vinnutíma og verkefnum.
• Aukinni fræðslu inn á vinnustaði
um þætti eins og geðheilbrigði og
streitu í vinnu.
Hér þarf þó að hafa í huga að mismunandi
leiðir geta haft gagnverkandi áhrif. Þannig
getur mikil áhersla á rétt einstaklinga til
stuðnings atvinnurekenda á meðan á
vinnusambandi stendur orðið til þess að
atvinnurekendur séu síður reiðubúnir
til að ráða inn nýja starfsmenn með
skerta vinnugetu. Mikil ráðningarfesta
og langur réttur til launa í veikindum á
vinnumarkaði getur þannig haft áhrif á
vilja atvinnurekenda í þessum efnum.
Almennt miða aðgerðirnar að því að
byggja upp aðstæður þar sem það
borgar sig fyrir atvinnurekendur að styðja
starfsmenn sína til endurkomu til vinnu