Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 20

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 20
20 www.virk.is VI RK „Minn bakgrunnur sem ráðgjafi á rót í endur- hæfingunni,“ segir Hlín. „Ég lauk B.S. gráðu í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri árið 2005 en 1988 hafði ég lokið diplomanámi frá iðjuþjálfunarskólanum í Holstebro í Danmörku, þar sem margir Íslendingar lærðu iðjuþjálfun á árum áður. Ég valdi þetta nám í upphafi vegna þess að ég hafði unnið mikið með fötluðum; fór að vinna hjá Sjálfsbjörgu 16 ára gömul. Þar ýtti undir áhuga minn sú ánægja að auka virkni og þátttöku hinna fötluðu, hjálpa þeim að vera sem mest sjálfbjarga og geta „lifað lífinu lifandi“, fá fólk til að fara út úr herbergjunum sínum og taka þátt í tilverunni. Nítján ára gömul ákvað ég því að þetta væri starf sem ég vildi vinna við til langframa.“ Hlín hefur fjölbreyttan bakgrunn sem iðjuþjálfi, hefur enda starfað við þetta í 24 ár. „Eftir iðjuþjálfanámið í Holstebro fór ég að vinna á geðdeildum Landspítalans og fékk þar grunn sem hefur nýst mér vel í öllu mínu starfi. Því næst vann ég sem barnaiðjuþjálfi á Greiningar-og ráðgjafarstöð ríkisins. Loks lá leiðin á Reykjalund þar sem ég vann í 16 ár, m.a. á verkjasviði, geðsviði, taugasviði og hjartasviði. Þetta allt saman hefur veitt mér fjölbreytta reynslu sem nýtist mér vel í ráðgjöfinni fyrir VIRK, sem ég hóf störf hjá fyrir tæpu ári. Það sem er spennandi við þetta starf er að geta verið í nærumhverfi fólks; unnið með fólki sem ekki er inni á stofnun eða í öðru vernduðu umhverfi „Þarf breitt bak“ Hlín Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá VIRK Við Stórhöfða í Reykjavík eru að störfum tveir ráðgjafar VIRK. Í útjaðri þjónustuhverfis hittum við fyrir Hlín Guðjónsdóttur, sem hefur skrifstofu í húsi Rafiðnaðarsambandsins, en það er eitt þeirra félaga sem hún starfar fyrir á vegum VIRK. heldur er að kljást við sínar daglegu aðstæður. Hér hittir maður einstaklinga á þeirra forsendum. Þeir koma til þín, þú ráðleggur og hvetur til þátttöku og góðra lífsvenja, sem er grundvöllur þess að fólk geti snúið aftur út á vinnumarkaðinn. Einfaldir hlutir, svo sem að vakna á morgnana, skipta máli ef fólk ætlar að vera í vinnu. Vinnuþrek er ekki bara bundið því að þjálfa upp líkamann á líkamsræktarstöð eða í sjúkraþjálfun; það helst í hendur við allar athafnir daglegs lífs. Þegar fólk er illa á sig komið getur tekið á að fara út í búð og vera innan um annað fólk. Að komast yfir slíkar hindranir skiptir máli hvað atvinnuþátttöku varðar.“ Hlín er starfandi hjá Rafiðnaðarsambandinu, en starfar jafnframt fyrir önnur félög á Stórhöfða svo sem Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag hársnyrtisveina, Matvís og Félag mjólkurfræðinga. „Þetta eru misstór félög og við erum tveir ráðgjafar hér að störfum, báðar í 100% starfi. Hinn ráðgjafinn, Sigrún Sigurðardóttir, er náms- og starfsráðgjafi með kennarareynslu og hefur starfað fyrir VIRK frá 2009. Það er heppilegt að hafa mismunandi bakgrunn. Sigrún hefur verið meira í félagslega kerfinu og menntakerfinu, en ég í endurhæfingu og heilbrigðiskerfinu. Við berum okkur gjarnan saman og styðjum hvor aðra,“ segir Hlín. „Þess utan er mikið samstarf við sérfræðinga hjá VIRK, sem leiðbeina okkur í starfi og styðja okkur. Við höfum tækifæri til að ræða málin við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.