Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 45

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 45
45www.virk.is STARFSENDURHÆFING Í ALÞJÓÐLEGU SAMHENGI frammi fyrir því að sá hópur einstaklinga sem ekki tekur þátt á vinnumarkaði vegna heilsubrests fer sífellt stækkandi. Við þetta bætist sú staðreynd að hlutfall eftirlaunaþega á eftir að hækka verulega á næstu áratugum. Að óbreyttu mun því hlutfall vinnandi fólks verða mun lægra í framtíðinni en nú er og færri munu skapa verðmæti og greiða skatta til að standa undir þeim lífsgæðum og því velferðarkerfi sem við viljum viðhalda. Þessi þróun hefur átt sér stað á löngum tíma og fyrir síðustu aldamót endurskoðuðu mörg lönd innan OECD kerfi örorku- lífeyris og stuðnings, til að auka virkni og þátttöku fólks með skerta starfsgetu á vinnumarkaði. Þau mátu stöðuna þannig að ef ekkert yrði að gert hefði samfélagið ekki efni á þeirri velferðferðarþjónustu sem við viljum byggja upp bæði innan heilbrigðis- og menntakerfisins, ásamt framfærslustuðningi við þá einstaklinga sem enga möguleika hafa til þátttöku á vinnumarkaði. Ástæður þess að æ fleiri einstaklingar hætta á vinnumarkaði vegna örorku eru fjölmargar og í raun er oft um að ræða flókið samspil þátta þar sem erfitt getur verið að greina orsakir og afleiðingar. Gríðarleg fjölgun einstaklinga sem glíma við geð- ræna sjúkdóma af ýmsum toga vekur þó sérstaka athygli og oft er um að ræða mjög ungt fólk sem fær jafnvel úrskurð um örorku til lengri tíma. Geðræn vandamál eru nú stærsta ástæða örorku í flestum OECD-ríkjum. Í Danmörku, Hollandi, Svíþjóð og Sviss glímir um helmingur þeirra sem fara á örorku í fyrsta skipti við geðræn vandamál. Hér á landi eru geðraskanir í 37% tilfella helsta orsök örorku hjá örorkulífeyrisþegum Tryggingastofnunar ríkisins, en þetta hlutfall var um 34% á árinu 2001. Þegar aldurshópurinn yngri en 30 ára er skoðaður hér á landi eru geðraskanir stærsti flokkurinn, eða um 62%. Innan margra ríkja OECD hefur ekki tekist að ná tökum á þessum vanda með stefnumótun eða öðrum aðgerðum. OECD hefur bent sérstaklega á þá staðreynd að ónóg þekking sé til staðar um orsakir og afleiðingar vandans og full þörf sé á að skoða hann betur út frá rannsóknum og reynslu. Meðal annars hefur verið bent á eftirfarandi þætti í þessu samhengi: • Aukin þekking og viðurkenning á geðrænum sjúkdómum innan samfélagsins. • Breytt viðhorf til geðrænna sjúkdóma innan heilbrigðis- og félagskerfisins. • Aukin geta og þekking til greiningar. Í þessu samhengi hafa menn líka bent á þá tilhneigingu að greina sem sjúkdóma og heilsufarsleg vandamál þætti sem áður voru taldir tengjast hegðun og viðhorfum einstaklinga – með réttu eða röngu. Sumir vilja meina að slík þróun sé varhugaverð og til þess gerð að sjúkdómsvæða aðstæður einstaklinga í meira mæli en gott er, sem geti dregið úr virkri þátttöku þeirra í samfélaginu og á vinnumarkaði. Í mörgum löndum hefur örorkulífeyrir verið síðasta úrræðið fyrir einstaklinga sem ekki geta tekið þátt á vinnumarkaði, af ástæðum sem oft tengjast þróun í opinberri stefnumörkun eða breytingum á vinnumarkaði. Dæmi um slíkt eru eftirfarandi: • Breytingar á fyrirkomulagi atvinnuleysisbóta og/eða félagslegum stuðningi þar sem skilyrði til bótagreiðslna eru hert og meiri kröfur gerðar til þess að einstaklingar séu í virkni eða virkri atvinnuleit. Þetta hefur fækkað einstaklingum á atvinnuleysisbótum en afleiðingin getur líka orðið fjölgun einstaklinga á örorkulífeyri þar sem minni kröfur hafa verið gerðar til þátttöku og virkni. • Hækkandi eftirlaunaaldur hefur fjölgað einstaklingum á örorkulífeyri. • Tækniþróun og menntunarkröfur hafa fækkað atvinnumöguleikum þeirra sem eru með litla menntun og í þeim hópi eru hlutfallslega flestir örorkulífeyrisþegar. Kreppa undanfarinna ára hefur aukið vandann verulega og því er mikilvægt að stefnumörkun og aðgerðir vestrænna velferðarsamfélaga miði að því að koma í veg fyrir að einstaklingar fari á örorkulífeyri. Þetta má gera með aukinni þjónustu, auknum tækifærum á vinnumarkaði og uppbyggingu á stuðningskerfi sem hvetur til aukinnar atvinnuþátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu. 3. Endurskoðun og flækjustig Mikil endurskoðun á fyrirkomulagi þjónustu og fjárhagslegs stuðnings við ein- staklinga með skerta starfsgetu hefur átt sér stað bæði í Evrópu og Norður-Ameríku á undanförnum 20 árum. Breytingar í þessum málaflokki eru hins vegar flóknar og mörgum þjóðum hefur reynst tímafrekt og erfitt að finna árangursríkar leiðir. Ástæður þess eru m.a. eftirfarandi: Það getur verið erfitt að samhæfa 1. höfuðmarkmiðin með uppbyggingu kerfisins, því þau eru í eðli sínu ólík og geta unnið hvort gegn öðru. Annars vegar vilja menn tryggja einstaklingum með skerta starfsgetu öryggi og góða framfærslu og hins vegar byggja upp hvatningu til meiri atvinnuþátttöku þessa hóps og aðstoða einstaklinga til þátttöku á vinnumarkaði eins fljótt og unnt er í kjölfar veikinda eða slysa. Sá hópur sem þarf aðstoð 2. samanstendur af mjög ólíkum einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn, vandamál og þarfir. Ólíkar aðferðir þarf til að virkja og hvetja þessa einstaklinga og þarfir þeirra fyrir stuðning og þjónustu eru mismunandi. Mikill fjöldi aðila og stofnana kemur 3. með einum eða öðrum hætti að þjónustu og stuðningi við einstaklinga með skerta starfsgetu – ekki eingöngu þeir sem greiða bætur eða veita þjónustu á sviði starfsendurhæfingar heldur einnig heimilislæknar og heilbrigðiskerfið í heild sinni, atvinnu- rekendur, félagslega kerfið og fleiri aðilar. Hér reynir því á samhæfingu og samstarf fjölda ólíkra aðila sem oft hafa ólíkra hagsmuna að gæta. Breyting á einum þætti kerfisins 4. hefur áhrif á aðra þætti sem flókið getur verið að gera sér grein fyrir, greina og rannsaka. Þannig getur samdráttur í heilbrigðisþjónustu haft veruleg áhrif á hvaða árangri er hægt að ná í starfsendurhæfingarþjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.