Gríma - 01.09.1933, Blaðsíða 7
TVÆIt FARANDSÖGUR
5
»Hvað er þetta, Steingrímur«, kallaði hann, »það
er einhver helvítis dóni í rúminu hjá mér!«
»0g annar í mínu rúmi«, sagði Steingrímur, og
reis upp, — »en eg ætla að fleygja honum út«.
»Ætli ég reyni ekki að fleygja mínum út líka«,
sagði Sigurður.
Þeir réðust nú hvor á annan, og þar sem þeir
báðir voru knáir og hraustir menn, varð rimman
hörð og löng; loks tókst Steingrími að varpa Sig-
urði niður öðru megin, en fékk sjálfur bakfall, er
hann ætlaði að leggjast niður, og valt sjálfur út úr
rúminu hinu megin. Þá heyrði hann að Sigurður
kallaði: »Hjálpaðu mér, Steingrímur, ef þú getur!
Helvítis dóninn íleygði mér út úr rúminu!« »Nú,
og hinn dóninn mér úr mínu rúmi«, sagði Stein-
grímur; »þetta er Ijóta bölvað hirðuleysið í þessu
gistihúsi, ég reyni að ná í fólk og Ijós!«
Þeir félagar gátu loks fundið hurðina og opnað
hana, og í stiganum mættu þeir gestgjafanum, sem
hafði heyrt mikinn gauragang uppi, og kom nú með
Ijós til að grennslast eftir, hvað um væri að vera.
Sást nú að annað rúmið var alveg ósnert, en hitt
talsvert brotið af viðureign þeirra félaga, og varð
þeim nú ljóst, að þeir höfðu flogizt á í misgripum.
Saga þessi er í Danmörku sögð um ýmsa menn, skáldin
Ewald og Wessel (eða Baggesen), leikendurna Schram og
Olaf Poulsen o. fl. — Á Englandi er hún komin inn í bók-
menntimar, og í 10. kap. hinnar frægu kýmnisbókar »Three
men in a boat« eftir Jerome K. Jerome er fyrirtaks iitgáfa
af henna (algeng útg. í »English Library«, Leipzig 1896’,
bls. 123—124).