Gríma - 01.09.1933, Blaðsíða 13
TVÆR FARANDSÖGUR
11
kring; enginn fylgdi mér, en enginn skifti sér af
mér eða gerði mér neitt. Og eg sá nú hryilingar
og kvalir og skelfingar, fólk pínt í eldi og brenni-
steini, eða í nístandi kulda, með hungri og þorsta og
allskonar kvalaverkfærum, svo ógurlegum, að eg vil
ekki vera að þreyta ykkur og hrella ykkur á því nú,
að segja frá öllum þeim ósköpum, eg kann máske að
geta drepið á sumt við suma hér, þegar mér finnst
við eiga síðar. En á einu furðaði eg mig. Eg sá
hvergi nokkursstaðar nokkurn lögfræðing, og hef
eg þó þekkt margan, sem eg vissi að hlaut að vera
í helvíti og kveljast þar duglega.
Nú, nú, eg get nú farið fljótt yfir sögu. Eg kom
loksins fram hjá röð af húsum, sem eg hélt að
mundu vera kamrar, og fann að eg þurfti að bregða
mér inn á einn þeirra í nauðsynlegum erindum.
Eg fór svo inn og sá að þar voru margar setur;
þar var gluggalaust, og eg hefði ekki getað séö
neitt, ef ekki yfir einni setunni, sem var gríðar-
stór og opin, hefði staðið tröllaukinn djöfull, sem
ældi í sífellu niður í hlandforina undir setunni, en
spýjan, sem bogaði fram úr honum, var eins og
fossandi eldur, og lýsti af henni um allan kamarinn,
og líka í forinni. Og nú sá eg, hvar langt niðri í
hlandforinni var krökkt af vesalings mönnum, sem
syntu þarna í öllum óþverranum — og voru að
reyna að komast á þurrt hinu megin, en þar var
bakkinn svo brattur og háll, og erfiður uppkomu,
og þeir rifust og börðust og reyndu að draga hver
annan niður í forina, og komast sjálfir upp úr
henni. Og þarna þekkti eg ýmsa lögfræðinga og
stjórnmálamenn, háa og lága, sýslumenn, mála-
færslumenn, alþingismenn, —■ eg vil nú engin nöfn