Gríma - 01.09.1933, Blaðsíða 63
SAGÁN AF NÆFRAKOLLU
61
koma, með því að gera henni hneisu og koma í veg
fyrir að kostir hennar fengju að njóta sín. Komu
þær því til leiðar, að Helga eignaðist engin sæmi-
leg föt, heldur varð að ganga í verstu ræflum sýknt
og heilagt. Varð hún líka að vinna öll verstu skarn-
verkin, sem til féllust á heimilinu, svo að larfar
hennar voru jafnan óhreinir. Ása og Signý gengu
aftur á móti prúðbúnar dag hvern, bárust mikiö á,
en snertu varla á handarviki. En »skín gull, þótt
í skarni liggi«, — svo mátti segja um Helgu. Þrátt
fyrir þetta voru biðlarnir alltaf að tínast heim að
kotinu; þar fundu þeir jafnan allt fágað og hreint,
og það var eins og einhver innri rödd fræddi þá um
það, að það væru ekki eldri systurnar, sem tækju
til í kotinu, heldur yngsta systirin, sem gekk í ó-
hreinum lörfum og vann öll stritverkin; og hvað
sem þeir höfðu ætlað sér, þegar þeir fóru af stað
að heiman, þá báru þeir allir upp erindi sín við
Helgu, þegar til kastanna kom. Hún vísaði tilmæl-
um þeirra á bug, en hvatti þá til að leita ráðahags
við eldri systur sínar; samt vildu þeir ekki taka
þeim tilmælum hennar og kusu heldur að hverfa
heim við erindisleysu. Varð þetta til þess að Ása
og Signý urðu ennþá espari en áður og voru svo
vondar við Helgu, að út yfir tók. Gamla konan sá,
hverju fram fór, en fékk ekki að gert; tók hana
sárt til Helgu og var jafnan hugsjúk um hennar
hagi. Eitt sinn, þegar eldri systurnar voru fjar-
verandi á einhverjum mannfundi, tók hún Helgu
tali og mælti alvarlega: »Sorglegt er að sjá þig
hylja fegurð þína og glæsileik með óhreinum lörf-
um; sæmir það sízt af öllu þér, sem ert af góðu fólki
komin. Veit eg vel, að þú lætur þér það í léttu rúmi