Gríma - 01.09.1933, Blaðsíða 81
SAGAN AF NÆFRAKOLLU
79
nálægt; komst hann í kynni við móður þína svo að
enginn vissi nema amma þín; var kóngssonur sá
faðir þinn og var það ætlun hans að nema móður
þína á brott með sér, en þá varð töfrakarlinn fyrri
til. Tók faðir þinn sér hvarf hennar mjög nærri,
því að hann unni henni hugástum; fór hann stutta
síðar í víking og féll í bardaga fám árum síðar.
Hef eg haft sannar sögur af öllu þessu frá ömmu
þinni, föðursystur minni; því að á banasæng sinni
reist hún rúnir á kefli og lét senda mér. Máttu líta
hér kefli þetta og sannfærast um, að eg hef skýrt
þér rétt frá«. Rétti kóngsson Helgu kefli mikið,
allt rúnum rist, og var þar skrásett öll frásögn hans
svo sem hann hafði skýrt frá. Þá varpaði Helga
af sér næfrastakkinum og stóð þar prúðbúin
frammi fyrir kóngssyni. Varð hann þegar svo gagn-
tekin af fegurð hennar, að hann kyssti á hönd henn-
ar og mælti: »Vertu velkomin í ríki vort, Helga
frændkona, og skaltu nú þegar setjast í hásæti með
mér«. Var þá þegar slegið upp festaröli Helgu og
kóngssonar. Þótti kóngsson hafa verið heppinn í
valinu og spurðust tíðindi þessi út um allt ríkið.
Fluttist Helga þegar til hallar og fékk margar meyj-
ar til þjónustu. Minntist hún karlsdætranna, tók
þær í þjónustu sína og sá þeim síðar fyrir góðum
gjaforðum. — Enn fremur grennslaðist hún eftir
afa sínum og móðursystrum. Var gamli maðurinn
á lífi, en mjög hrumur orðinn; systurnar voru enn
ógiftar í föðurgarði; höfðu þær verið svo vandar
að biðlum, að þær vildu engum taka, þangað til allt
var um seinan og enginn vildi leita ráðahags við
þær. Lét Helga þau öll koma til sín, tók þeim alúð-
lega og sá þeim fyrir h'fsuppeldi það sem eftir var