Gríma - 01.09.1933, Blaðsíða 8

Gríma - 01.09.1933, Blaðsíða 8
TVÆR FARANDSÖGUR 6 II. Draumar Skarðstrendinga. Kristján Magnússon kammerráð á Skarði, sýslu- maður í Dalasýslu (f 1871) var mikill héraðshöfð- ingi og merkur maður á ýmsan hátt. Hann var ein- kennilegur maður í orðtækjum og ekki við allra skap. Hann átti í brösum við séra Friðrik Eggerz á Ballará (f 1894), og höfðu ýmsir betur. Eru mikl- ar frásagnir um það, líka rit þeirra séra Friðriks sjálfs og Gísla Konráðssonar. Voru glettur þeirra stundum nokkuð hrottalegar, að því er sagt var, stundum góðlátlegri, og meir sem stríðni milli kunn- ingja, sem þóttust mega að ósekju bregða á glens hvorir við aðra, eins og í sögu þeirri, sem hér fer á eftir. Það er sagt að þeir Kristján kammerráð og séra Friðrik hafi einu sinni báðir verið staddir í brúð- kaupsveizlu, og gist þar um nóttina, er veizlan var haldin. Morguninn eftir mötuðust þeir með húsráð- endum og brúðhjónum, og ýmsum öðrum heldri gestum, sem enn voru ófarnir frá veizlustaðnum. Hafði þá einhver sagt, að nú ættu þeir menn að segja drauma sína, sem ekki hefðu haft náttstað þar í húsum áður, því að þeim draumum þætti mest mark, sem menn dreymdi á stað, sem þeir hefðu aldrei áður á komið. »Já, mig dreymdi eiginlega merkilegan draum hér í nótt«, sagði kammerráðið, »en ég þori ekki almennilega að segja frá honum, ég er hræddur við að geistlegheitin í honum séra Friðriki okkar héma ekki kunni við það«. »0, — ég er ekki svo hörundssár, kammerráð, — við prestarnir erum nú vanir við sitt af hverju«,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.