Gríma - 01.09.1933, Page 5

Gríma - 01.09.1933, Page 5
Tvær farandsögur í íslenzkum Iiúningi. (Handrit dr. Sigfúsar Blöndals, bókavarðar í Kaupmanna- höfn). INNGANGUR. Eins og kunnugt er fara margar sögur, og þá fyrst og fremst þjóðsögur og æfintýri, land úr landi og breytast þá oft í meðferðinni. Er þá oft og einatt skift um nöfn og stað- hætti; hver þjóð lagar söguna við sitt hæfi. Stundum era svo sögurnar heimfærðar upp á nafngreinda, þekkta menn, lifandi eða látna, sem aldrei hafa þar nærri komið. Af þessu tægi eru sögur þær, sem hér koma næst á eftir. Það er alveg áreiðanlegt, að þær hafa aldrei komið fyrir þá menn, sem til þeirra eru nefndir á íslandi. En þær hafa í meðferðinni þar fengið ýmís íslenzk einkenni, sem sjá má af samanburði við útlendu sögurnar, sem þær má rekja til. Þær hafa ekki verið prentaðar áður á íslenzku. I. Nóttin á Krosseyri. Þegar þeir Steingrímur Thorsteinsson skáld (f 1913) og Sigurður Sverrisson, síðar sýslumaður í Strandasýslu (f 1899) voru stúdentar við Kaup-

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.